Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 14:32 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/vilhelm Tillaga um að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, verði settur í embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, við meðferð fjögurra mála var tekin fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. Kristján Þór gaf það út í nóvember að hann hygðist segja sig frá málum tengdum Samherja, kæmu þau inn á hans borð, eftir að fjallað var um málefni fyrirtækisins í Namibíu. Kristján Þór sat í stjórn Samherja fyrir nær tveimur áratugum en komið hefur fram að hann var staddur á skrifstofu Samherja árið 2014 og kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja. Kristján segist hafa verið staddur á skrifstofunni fyrir tilviljun.Sjá einnig: Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að tvö málanna sem hér um ræðir séu mál Samherja fiskeldis ehf. Hið fyrra er vegna stjórnsýslukæru félagsins, frá 28. nóvember 2019, vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um að synja um útgáfu rekstrarleyfis til fiskeldis á Núpsmýri í Öxarfirði í Norðurþingi. Hið síðara er vegna umsóknar félagsins, dagsett sama dag, um rekstrarleyfi til bráðabirgða til starfrækslu fiskeldisstöðvar á Núpsmýri í Öxarfirði í Norðurþingi. Þriðja málið er mál Samherja Íslands ehf. vegna stjórnsýslukæru félagsins frá 9. nóvember 2018 vegna ákvörðunar Fiskistofu um að veita útgerðinni skriflega áminningu á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Þá hefur Kristján Þór einnig sagt sig frá máli Útgerðarfélags Akureyringa ehf., sem er í eigu Samherja, vegna stjórnsýslukæru félagsins frá 26. október 2018, vegna ákvörðunar Fiskistofu um sviptingu leyfis til veiða í atvinnuskyni í tiltekinn tíma á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendi í vikunni upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars var óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs í málum er tengjast Samherja. Upplýsingabeiðnin er liður í fumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Kristján Þór sagði strax árið 2017 að hann myndi meta hæfi sitt sérstaklega ef upp komi mál í hans embættistíð sem snerti Samherja. Hann var stjórnarmaður í fimm ár hjá fyrirtækinu og hefur í tvígang þegið fjárhagslegan styrk frá Samherja í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59 Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14 Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Tillaga um að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, verði settur í embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, við meðferð fjögurra mála var tekin fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. Kristján Þór gaf það út í nóvember að hann hygðist segja sig frá málum tengdum Samherja, kæmu þau inn á hans borð, eftir að fjallað var um málefni fyrirtækisins í Namibíu. Kristján Þór sat í stjórn Samherja fyrir nær tveimur áratugum en komið hefur fram að hann var staddur á skrifstofu Samherja árið 2014 og kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja. Kristján segist hafa verið staddur á skrifstofunni fyrir tilviljun.Sjá einnig: Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að tvö málanna sem hér um ræðir séu mál Samherja fiskeldis ehf. Hið fyrra er vegna stjórnsýslukæru félagsins, frá 28. nóvember 2019, vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um að synja um útgáfu rekstrarleyfis til fiskeldis á Núpsmýri í Öxarfirði í Norðurþingi. Hið síðara er vegna umsóknar félagsins, dagsett sama dag, um rekstrarleyfi til bráðabirgða til starfrækslu fiskeldisstöðvar á Núpsmýri í Öxarfirði í Norðurþingi. Þriðja málið er mál Samherja Íslands ehf. vegna stjórnsýslukæru félagsins frá 9. nóvember 2018 vegna ákvörðunar Fiskistofu um að veita útgerðinni skriflega áminningu á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Þá hefur Kristján Þór einnig sagt sig frá máli Útgerðarfélags Akureyringa ehf., sem er í eigu Samherja, vegna stjórnsýslukæru félagsins frá 26. október 2018, vegna ákvörðunar Fiskistofu um sviptingu leyfis til veiða í atvinnuskyni í tiltekinn tíma á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendi í vikunni upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars var óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs í málum er tengjast Samherja. Upplýsingabeiðnin er liður í fumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Kristján Þór sagði strax árið 2017 að hann myndi meta hæfi sitt sérstaklega ef upp komi mál í hans embættistíð sem snerti Samherja. Hann var stjórnarmaður í fimm ár hjá fyrirtækinu og hefur í tvígang þegið fjárhagslegan styrk frá Samherja í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksins.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59 Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14 Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59
Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14
Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30
Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30