Innlent

Efling slítur viðræðum við Reykjavíkurborg

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm

Stéttarfélagið Efling hefur slitið samningaviðræðum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. Þetta kemur fram á vef Eflingar.Í tilkynningu félagsins segir að samninganefnd Eflingar, sem skipuð er fulltrúum starfsfólks borgarinnar, hafi tekið þessa ákvörðun eftir fund með samninganefnd Reykjavíkurborgar í gær.

Á þeim fundi hafi samninganefnd Eflingar þótt verða endanlega ljóst hversu lítinn skilning borgin hefði sýnt þeim málefnum sem nefndin hafi reynt að fá rædd.

Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar í tilkynningu að félagið hafi tekið viðræðunum „af fullri alvöru“ frá fyrsta degi.

„Við höfum setið við samningaborðið frá því í vor og það er þyngra en tárum taki að segja frá því að því sem næst enginn árangur hefur náðst þar. Fundurinn í gær tók af öll tvímæli um það. Við höfum í nærri níu mánuði reynt að brjótast gegnum raunveruleikarofið sem ríkir meðal hæst settu ráðamanna borgarinnar.“

Í kjölfar viðræðuslitanna mun ríkissáttasemjari boða fundi á tveggja vikna fresti, lögum samkvæmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×