Vona að rafmagn verði komið í lag á Húsavík fyrir hádegi Sylvía Hall skrifar 21. desember 2019 10:15 Unnið er að því að tengja Húsavík aftur inn á kerfið í gegnum Bakka. Vísir/Jói K Uppfært klukkan 10:50: Rafmagn er komið á á Húsavík. Rafmagnslaust varð á Húsavík í morgun og er unnið að því að koma rafmagni aftur á. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir vonir standa til þess að rafmagn verði komið á fyrir hádegi. „Við erum að vinna við að tengja Húsavík aftur inn á kerfið í gegnum Bakka,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Síðustu daga hefur Landsnet staðið í viðgerðum og segir hún þær aðgerðir hafa gengið vel. „Það eru góðar fréttir að austan, við kláruðum viðgerðir á Fljótsdalslínu 4 í gærkvöldi. Það var mjög gott mál því það er spáð slæmu veðri á svæðinu í dag þannig við lögðum allt kapp á að klára þá viðgerð í gærkvöldi. Í nótt fórum við í vinnu í tengivirkinu í Hrútatungu og erum með þrjátíu manns þar í vinnu í alla nótt. Aðgerð lauk þar í morgun og gekk bara vel.“ Nú er stefnt að því að taka út Þeistareykjalínu til þess að bregðast við ísingarveðri sem spáð er. Hugmyndin er að hreinsa það og binda þau vonir við það að það muni ekki taka langan tíma. Hún segir mikinn viðbúnað vera hjá Landsneti svo hægt sé að bregðast við þeim aðstæðum sem geta komið upp. „Við erum búin að vera með ísingarvakt á þessum svæðum og erum búin að fara í hreinsanir á þeim tengivirkjum sem við teljum að séu útsett fyrir ísingu. Við vonum bara að veðrið muni ekki leika okkur mjög illa í þetta skiptið en við erum með mannskap á svæðinu ef eitthvað gerist.“ Þá sé Landsnet stöðugt á vaktinni og það sé mikilvægt að vakta kerfið vel. „Alltaf þegar við eigum von á veðurspá eins og þessari þá förum við vel yfir veðrið, förum yfir hvar mögulega getur orðið áraun á okkar línur og færum okkar fólk til eftir því.“ Norðurþing Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Skagfirðingar vöknuðu í rafmagnsleysi Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. 16. desember 2019 06:46 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Aftur orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Aftur er orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra vegna truflana sem voru í gærkvöldi og nótt á kerfi RARIK frá Hrútatungu og Laxárvatni. 17. desember 2019 08:57 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Uppfært klukkan 10:50: Rafmagn er komið á á Húsavík. Rafmagnslaust varð á Húsavík í morgun og er unnið að því að koma rafmagni aftur á. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir vonir standa til þess að rafmagn verði komið á fyrir hádegi. „Við erum að vinna við að tengja Húsavík aftur inn á kerfið í gegnum Bakka,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Síðustu daga hefur Landsnet staðið í viðgerðum og segir hún þær aðgerðir hafa gengið vel. „Það eru góðar fréttir að austan, við kláruðum viðgerðir á Fljótsdalslínu 4 í gærkvöldi. Það var mjög gott mál því það er spáð slæmu veðri á svæðinu í dag þannig við lögðum allt kapp á að klára þá viðgerð í gærkvöldi. Í nótt fórum við í vinnu í tengivirkinu í Hrútatungu og erum með þrjátíu manns þar í vinnu í alla nótt. Aðgerð lauk þar í morgun og gekk bara vel.“ Nú er stefnt að því að taka út Þeistareykjalínu til þess að bregðast við ísingarveðri sem spáð er. Hugmyndin er að hreinsa það og binda þau vonir við það að það muni ekki taka langan tíma. Hún segir mikinn viðbúnað vera hjá Landsneti svo hægt sé að bregðast við þeim aðstæðum sem geta komið upp. „Við erum búin að vera með ísingarvakt á þessum svæðum og erum búin að fara í hreinsanir á þeim tengivirkjum sem við teljum að séu útsett fyrir ísingu. Við vonum bara að veðrið muni ekki leika okkur mjög illa í þetta skiptið en við erum með mannskap á svæðinu ef eitthvað gerist.“ Þá sé Landsnet stöðugt á vaktinni og það sé mikilvægt að vakta kerfið vel. „Alltaf þegar við eigum von á veðurspá eins og þessari þá förum við vel yfir veðrið, förum yfir hvar mögulega getur orðið áraun á okkar línur og færum okkar fólk til eftir því.“
Norðurþing Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Skagfirðingar vöknuðu í rafmagnsleysi Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. 16. desember 2019 06:46 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Aftur orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Aftur er orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra vegna truflana sem voru í gærkvöldi og nótt á kerfi RARIK frá Hrútatungu og Laxárvatni. 17. desember 2019 08:57 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Skagfirðingar vöknuðu í rafmagnsleysi Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. 16. desember 2019 06:46
Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00
Aftur orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Aftur er orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra vegna truflana sem voru í gærkvöldi og nótt á kerfi RARIK frá Hrútatungu og Laxárvatni. 17. desember 2019 08:57