Vill banna einnota plastvörur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2019 16:31 Umhverfisráðherra vill banna plastvörur eins og einnota bómullarpinnar úr plasti, hnífapör, diska og sogrör. Þá vill hann einnig gera fólki skylt að flokka sorp. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnti í gær í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og breytingar á lögum um úrgangsmál. „Hvoru tveggja er hluti af því að innleiða hringrásarhagkerfi hér á Íslandi og það felst í því að reyna að draga úr sóun eins og hægt er og nýta auðlindir betur. Jafnframt að þegar að úrgangur verður til að við reynum að nota hann sem efnivið í vöru aftur,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Verði frumvörpin að lögum verður bannað að setja algengar einnota vörur úr plasti á markað. „Þetta eru svona þessar algengustu plastvörur sem að eru að finnast á ströndum, niðri við sjó, sem eru að berast út í umhverfið og hafa þannig neikvæð áhrif. Eins og plaströr, diskar og hnífapör, eyrnapinnar og ýmislegt svona úr frauðplasti. Þannig að það er eitt markmiðið að hreinlega banna markaðssetningu þessara vara og síðan að setja gjald á ákveðnar aðrar einnota plastvörur,“ segir Guðmundur Ingi. Hitt frumvarp ráðherrans fjallar um breytingar á lögum um úrgangsmál. „Þar sem að við erum meðal annars að leggja til að bæði heimilin og fyrirtækin í landinu verði í rauninni skyldug til þess að flokka sorp. Mér finnst svona kominn tími til þess að við gerum þetta öll núna þegar árið 2020 er að renna í garð,“ segir Guðmundur Ingi. Ráðherrann vonast til þess að mæla fyrir báðum frumvörpunum á Alþingi í febrúar og að þau verði orðin að lögum í sumar. Umhverfismál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Umhverfisráðherra vill banna plastvörur eins og einnota bómullarpinnar úr plasti, hnífapör, diska og sogrör. Þá vill hann einnig gera fólki skylt að flokka sorp. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnti í gær í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og breytingar á lögum um úrgangsmál. „Hvoru tveggja er hluti af því að innleiða hringrásarhagkerfi hér á Íslandi og það felst í því að reyna að draga úr sóun eins og hægt er og nýta auðlindir betur. Jafnframt að þegar að úrgangur verður til að við reynum að nota hann sem efnivið í vöru aftur,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Verði frumvörpin að lögum verður bannað að setja algengar einnota vörur úr plasti á markað. „Þetta eru svona þessar algengustu plastvörur sem að eru að finnast á ströndum, niðri við sjó, sem eru að berast út í umhverfið og hafa þannig neikvæð áhrif. Eins og plaströr, diskar og hnífapör, eyrnapinnar og ýmislegt svona úr frauðplasti. Þannig að það er eitt markmiðið að hreinlega banna markaðssetningu þessara vara og síðan að setja gjald á ákveðnar aðrar einnota plastvörur,“ segir Guðmundur Ingi. Hitt frumvarp ráðherrans fjallar um breytingar á lögum um úrgangsmál. „Þar sem að við erum meðal annars að leggja til að bæði heimilin og fyrirtækin í landinu verði í rauninni skyldug til þess að flokka sorp. Mér finnst svona kominn tími til þess að við gerum þetta öll núna þegar árið 2020 er að renna í garð,“ segir Guðmundur Ingi. Ráðherrann vonast til þess að mæla fyrir báðum frumvörpunum á Alþingi í febrúar og að þau verði orðin að lögum í sumar.
Umhverfismál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira