Viðgerð lokið: Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 21. desember 2019 18:45 Búið er að ljúka viðgerð á einni að aðalæðum hitaveitu Veitna en alvarlegur leki úr henni uppgötvaðist í dag. Heitavatnslaust var í Reykjavík vestan Snorrabrautar. Einhvern tíma tekur fyrir vatnið að koma en talið er að um hafi verið að ræða eina stærstu bilun sem Veitur hafa séð. „Þessi bilun hafði ansi víðtæk á vesturhluta borgarinnar. Kannski frá Kringlumýrarbraut og vestur úr. Þetta er eflaust ein stæsta bilun sem við höfum séð, það er mesti fjöldi sem verður fyrir í langan tíma,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Viðgerðum er nýlokið og gengu þær vonum framar að sögn Ólafar. Ástæða bilunarinnar er einnig kunn.„Þetta reyndist vera tæringarskemmd. Það hafði væntanlega lekið eitthvað vatn niður á lögnina í töluverðan tíma þannig að hún tærðist og það kom gat,“ sagði Ólöf. Svæðið sem bilunin náð til.Myndir/Veitur Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana Þeir sem urðu fyrir hitavatnsleysinu mega búast við að einhvern tíma taki fyrir þrýsting að byggjast upp í kerfinu og mun heita vatnið snúa aftur hægt og bítandi eftir því sem líður á kvöldið. „Það tekur töluverðan tíma að fylla aftur hitaveitnukerfið að vatni og ná upp þrýstingi. Ætli síðustu íbúarnir sem eru hérna lengst frá fari ekki að fá vatn um tvö í nótt en það byrjarað byggjast upp nokkuð hratt þrýstingur hérna í kringum Öskjuhlíðina sem þýðir þá líka að viðkvæmir notendur eins og Landspítalinn verða með þeim fyrstu sem fá vatn,“ sagði Ólöf. Íbúar eru beðnir um að ganga úr skugga um að skrúfað sé fyrir alla heitavatnskrana. „Fólk þarf að gæta að því að það sé ekki opið fyrir heitavatnskrana. Það er hætta á því að þegar vatnið kemur aftur og það er opið fyrir krana að það fari heitt vatn að streyma úr krönunum, einhver gæti brennt sig eða eitthvað gæti skemmst.“ Vestubæingar nokkuð rólegir Fréttamaður tók einnig nokkra Vesturbæinga tali í dag sem virtust taka hitavatnsleysinu af jafnaðargeði.Eruð þið búin að taka fram ullarsokkana og annað.?„Fullt af ullarsokkum og svo fórum við í sturtu í Sundhöll Reykjavíkur í morgun. Við erum góð,“ sagði Ingunn Ólafsdóttir, íbúi í Vesturbænum.Ertu búinn að búa þig undir hitavatnsleysið?„Ég er ekki búinn að búa mig neitt undir það og ég er bara stressuð fyrir því,“ sagði Arney Íris E. Birgisdóttir.Ekki voru þó allir búnir að heyra af heitavatnsleysinu.„Ég var að frétta að þessu frá þér þannig að ég hef engar ráðstafanir gert, ég fer kannski og kaupi mér fleiri kerti,“ sagði Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor. Orkumál Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Búið er að ljúka viðgerð á einni að aðalæðum hitaveitu Veitna en alvarlegur leki úr henni uppgötvaðist í dag. Heitavatnslaust var í Reykjavík vestan Snorrabrautar. Einhvern tíma tekur fyrir vatnið að koma en talið er að um hafi verið að ræða eina stærstu bilun sem Veitur hafa séð. „Þessi bilun hafði ansi víðtæk á vesturhluta borgarinnar. Kannski frá Kringlumýrarbraut og vestur úr. Þetta er eflaust ein stæsta bilun sem við höfum séð, það er mesti fjöldi sem verður fyrir í langan tíma,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Viðgerðum er nýlokið og gengu þær vonum framar að sögn Ólafar. Ástæða bilunarinnar er einnig kunn.„Þetta reyndist vera tæringarskemmd. Það hafði væntanlega lekið eitthvað vatn niður á lögnina í töluverðan tíma þannig að hún tærðist og það kom gat,“ sagði Ólöf. Svæðið sem bilunin náð til.Myndir/Veitur Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana Þeir sem urðu fyrir hitavatnsleysinu mega búast við að einhvern tíma taki fyrir þrýsting að byggjast upp í kerfinu og mun heita vatnið snúa aftur hægt og bítandi eftir því sem líður á kvöldið. „Það tekur töluverðan tíma að fylla aftur hitaveitnukerfið að vatni og ná upp þrýstingi. Ætli síðustu íbúarnir sem eru hérna lengst frá fari ekki að fá vatn um tvö í nótt en það byrjarað byggjast upp nokkuð hratt þrýstingur hérna í kringum Öskjuhlíðina sem þýðir þá líka að viðkvæmir notendur eins og Landspítalinn verða með þeim fyrstu sem fá vatn,“ sagði Ólöf. Íbúar eru beðnir um að ganga úr skugga um að skrúfað sé fyrir alla heitavatnskrana. „Fólk þarf að gæta að því að það sé ekki opið fyrir heitavatnskrana. Það er hætta á því að þegar vatnið kemur aftur og það er opið fyrir krana að það fari heitt vatn að streyma úr krönunum, einhver gæti brennt sig eða eitthvað gæti skemmst.“ Vestubæingar nokkuð rólegir Fréttamaður tók einnig nokkra Vesturbæinga tali í dag sem virtust taka hitavatnsleysinu af jafnaðargeði.Eruð þið búin að taka fram ullarsokkana og annað.?„Fullt af ullarsokkum og svo fórum við í sturtu í Sundhöll Reykjavíkur í morgun. Við erum góð,“ sagði Ingunn Ólafsdóttir, íbúi í Vesturbænum.Ertu búinn að búa þig undir hitavatnsleysið?„Ég er ekki búinn að búa mig neitt undir það og ég er bara stressuð fyrir því,“ sagði Arney Íris E. Birgisdóttir.Ekki voru þó allir búnir að heyra af heitavatnsleysinu.„Ég var að frétta að þessu frá þér þannig að ég hef engar ráðstafanir gert, ég fer kannski og kaupi mér fleiri kerti,“ sagði Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor.
Orkumál Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira