Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2019 11:49 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur sætt spurningum um hæfi sitt vegna náinna tengsla við útgerðarrisann Samherja. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson ætlar að sitja áfram sem sjávarútvegsráðherra og gerir lítið úr gagnrýni stjórnarandstöðunnar á veru hans í embættinu vegna tengsla hans við Samherja. Ráðherrann segir ákvörðun sína um að segja sig frá fjórum málum tengdum Samherja byggða á þeim forsendum sem hann setti sér þegar hann tók við embættinu. Ráðherrann fór yfir ákvörðunina í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði sig frá fjórum málum sem varða stjórnsýslukærur á hendur Samherja. Þar á meðal er kæra vegna fyrirhugaðrar tvöföldunar á fiskeldi Samherja í Öxarfirði. Hann sagði flestar ákvarðanir teknar af stofnunum, ekki ráðuneytum. „Þegar þetta gerist síðan og koma til einhverjar ákvarðanir sem ráðuneytin þurfa að taka sem gerist iðulega þekkist það bara úr sögunni, og við þekkjum dæmi þess að aðrir ráðherrar núna í þessari ríkisstjórn og fyrri stjórnum óska á stundum eftir því að staðgenglar taki ákvarðanir í einstökum málum til að leyfa þeim að njóta vafans við slíka ákvörðun,“ sagði Kristján Þór. Lagt hefur verið til í ríkisstjórn að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, verði staðgengill Kristjáns Þórs við meðferð kæranna. Þessar stjórnsýslukærur varða ekki mál Samherja í Namibíu. Fyrirtækið er sakað um að hafa greitt þarlendum stjórnmálamönnum mútur til að tryggja sér fiskveiðiheimildir. „Ég hét því og lofaði því og gerði það opinbert 12. desember 2017 fyrir tveimur árum þegar ég tók við þessu embætti að þennan hátt myndi ég hafa á varðandi það ef einstök mál bæru upp á mitt borð sem sjávarútvegsráðherra og tengdust þessu fyrirtæki, vegna bara fyrri sögu og tengsla, þá myndi ég hafa þann háttinn á að meta það í hvert sinn hæfi mitt til þess að taka ákvarðanir í því,“ sagði hann. Hann sagðist hafa verið upplýstur um eina kæru sem varðaði skipið Kleifarberg í sinni tíð sem sjávarútvegsráðherra. Hann hafði þó enga aðkomu að því máli. Segir ekkert nýtt varðandi hæfi hans gagnvart Samherja Kristján sagði að það væri gott að hann stigi til hliðar í þessum fjórum málum svo enginn vafi væri um hlutlægni. „Það er hins vegar uppi núna raddir í pólitíkinni sem eru allt annars eðlis og hafa í raun ekkert með stjórnsýsluna að gera heldur eru fyrst og fremst pólitík. Við heyrum það frá stjórnarandstöðunni til dæmis sem ræðir þetta af miklum móð, það er fyrst og fremst pólitík. Það er ekkert nýtt varðandi hæfi mitt tengdu Samherja frá árinu 2017 frá því ég gaf þess yfirlýsingu. Ég spyr hvar hafa þessar raddir verið allan þann tíma. Það er ekkert nýtt í málinu, ekki nokkur skapaður hlutur,“ sagði Kristján Þór. Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59 Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson ætlar að sitja áfram sem sjávarútvegsráðherra og gerir lítið úr gagnrýni stjórnarandstöðunnar á veru hans í embættinu vegna tengsla hans við Samherja. Ráðherrann segir ákvörðun sína um að segja sig frá fjórum málum tengdum Samherja byggða á þeim forsendum sem hann setti sér þegar hann tók við embættinu. Ráðherrann fór yfir ákvörðunina í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði sig frá fjórum málum sem varða stjórnsýslukærur á hendur Samherja. Þar á meðal er kæra vegna fyrirhugaðrar tvöföldunar á fiskeldi Samherja í Öxarfirði. Hann sagði flestar ákvarðanir teknar af stofnunum, ekki ráðuneytum. „Þegar þetta gerist síðan og koma til einhverjar ákvarðanir sem ráðuneytin þurfa að taka sem gerist iðulega þekkist það bara úr sögunni, og við þekkjum dæmi þess að aðrir ráðherrar núna í þessari ríkisstjórn og fyrri stjórnum óska á stundum eftir því að staðgenglar taki ákvarðanir í einstökum málum til að leyfa þeim að njóta vafans við slíka ákvörðun,“ sagði Kristján Þór. Lagt hefur verið til í ríkisstjórn að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, verði staðgengill Kristjáns Þórs við meðferð kæranna. Þessar stjórnsýslukærur varða ekki mál Samherja í Namibíu. Fyrirtækið er sakað um að hafa greitt þarlendum stjórnmálamönnum mútur til að tryggja sér fiskveiðiheimildir. „Ég hét því og lofaði því og gerði það opinbert 12. desember 2017 fyrir tveimur árum þegar ég tók við þessu embætti að þennan hátt myndi ég hafa á varðandi það ef einstök mál bæru upp á mitt borð sem sjávarútvegsráðherra og tengdust þessu fyrirtæki, vegna bara fyrri sögu og tengsla, þá myndi ég hafa þann háttinn á að meta það í hvert sinn hæfi mitt til þess að taka ákvarðanir í því,“ sagði hann. Hann sagðist hafa verið upplýstur um eina kæru sem varðaði skipið Kleifarberg í sinni tíð sem sjávarútvegsráðherra. Hann hafði þó enga aðkomu að því máli. Segir ekkert nýtt varðandi hæfi hans gagnvart Samherja Kristján sagði að það væri gott að hann stigi til hliðar í þessum fjórum málum svo enginn vafi væri um hlutlægni. „Það er hins vegar uppi núna raddir í pólitíkinni sem eru allt annars eðlis og hafa í raun ekkert með stjórnsýsluna að gera heldur eru fyrst og fremst pólitík. Við heyrum það frá stjórnarandstöðunni til dæmis sem ræðir þetta af miklum móð, það er fyrst og fremst pólitík. Það er ekkert nýtt varðandi hæfi mitt tengdu Samherja frá árinu 2017 frá því ég gaf þess yfirlýsingu. Ég spyr hvar hafa þessar raddir verið allan þann tíma. Það er ekkert nýtt í málinu, ekki nokkur skapaður hlutur,“ sagði Kristján Þór.
Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59 Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59
Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32
Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30