Ricky Gervais og J.K Rowling sökuð um transfóbíu Sylvía Hall skrifar 22. desember 2019 12:21 Netverjar eru ekki sáttir við þetta tvíeyki. Vísir/Getty Ricky Gervais hefur staðið í ströngu við að afsaka röð tísta hann sendi frá sér í gær. Margir fylgjendur grínistans hafa sakað hann um fyrirlitningu í garð transfólks en hann segir að tístin hafi einungis verið grín. Tístin tengjast öðru máli sem hefur verið fyrirferðarmikið í netheimum undanfarna daga og tengdist J.K. Rowling, rithöfundi Harry Potter-bókanna vinsælu. Rowling hafði lýst yfir stuðningi við rannsóknarkonuna Mayu Forstater sem missti starf sitt eftir að hún sagði á Twitter-síðu sinni að transkonur gætu ekki breytt líffræðilegu kyni sínu. Mál Forstater fór fyrir dómstóla og var það niðurstaða dómara að sú skoðun hennar að tala um manneskju eftir því kyni sem henni var úthlutað við fæðingu, óháð því hvort það væri niðurlægjandi, ógnandi eða fjandsamlegt, væri ekki virðingarinnar virði í lýðræðislegu samfélagi. J.K Rowling kom Mayu til varnar og sagðist standa með henni. Það væri óásættanlegt að hún hefði misst vinnuna fyrir það að fullyrða að kyn væri raunverulegt. Dress however you please. Call yourself whatever you like. Sleep with any consenting adult who’ll have you. Live your best life in peace and security. But force women out of their jobs for stating that sex is real? #IStandWithMaya#ThisIsNotADrill— J.K. Rowling (@jk_rowling) December 19, 2019 Við þetta reiddust margir fylgjendur Rowling mjög og sökuðu hana um fyrirlitningu í garð transfólks. Þá lýstu margir yfir vonbrigðum með afstöðu hennar og sögðu hana ekki hafa skilning á málefnum transfólks almennt. In fact, the World Health Organization--among countless other medical authorities--validate trans people in their authentic gender identity. It is quite clear you don't understand the first thing about the trans community or the science at play. This is heartbreaking.— Charlotte Clymer (@cmclymer) December 19, 2019 Gervais blandaði sér óvænt inn í deiluna í gær eftir að hann svaraði tísti frá grínaðganginum Jarvis Dupont sem deildi grein Spectator. Í greininni var gert lítið úr þeim sem gagnrýndu Rowling fyrir ummælin og virtist Gervais taka undir þau sjónarmið. Those awful biological women can never understand what it must be like for you becoming a lovely lady so late in life. They take their girly privileges for granted. Winning at female sports and having their own toilets. Well, enough is enough.— Ricky Gervais (@rickygervais) December 20, 2019 „Þessar hræðilegu líffræðilegu konur geta aldrei skilið hvernig það hlýtur að vera fyrir þig að verða glæsileg kona svo seint í lífinu. Þær taka kvenkyns forréttindum sínum sem gefnum hlut. Sigra í kvennaíþróttum og eiga sín eigin klósett. Nóg er nóg.“ Einn fylgjandi Gervais svaraði tísti hans með því að minna hann á að „góðmennska væru töfrar“ og tók hann undir það og sagði þess vegna vera mikilvægt að vernda réttindi kvenna en ekki eyða þeim vegna þess að „einhverjir karlmenn hafi fundið nýja lúmska leið til þess að drottna yfir og djölfavæða heilt kyn“. Exactly. We need to protect the rights of women. Not erode them because some men have found a new cunning way to dominate and demonise an entire sex.— Ricky Gervais (@rickygervais) December 20, 2019 Eftir að gagnrýnin fór að aukast sagði Gervais að um grín væri að ræða. Þegar einn notandi benti honum á að slíkt grín væri skaðlegt sagðist hann gera grín að ýmsum skaðlegum hlutum, þó grínið væri ekki það sem væri skaðlegt við þá. I do. I also make jokes about AIDS, Cancer, Famine and The Holocaust. Those things do a bit of harm too. But jokes don't. Have a nice day.— Ricky Gervais (@rickygervais) December 21, 2019 Bretland Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira
Ricky Gervais hefur staðið í ströngu við að afsaka röð tísta hann sendi frá sér í gær. Margir fylgjendur grínistans hafa sakað hann um fyrirlitningu í garð transfólks en hann segir að tístin hafi einungis verið grín. Tístin tengjast öðru máli sem hefur verið fyrirferðarmikið í netheimum undanfarna daga og tengdist J.K. Rowling, rithöfundi Harry Potter-bókanna vinsælu. Rowling hafði lýst yfir stuðningi við rannsóknarkonuna Mayu Forstater sem missti starf sitt eftir að hún sagði á Twitter-síðu sinni að transkonur gætu ekki breytt líffræðilegu kyni sínu. Mál Forstater fór fyrir dómstóla og var það niðurstaða dómara að sú skoðun hennar að tala um manneskju eftir því kyni sem henni var úthlutað við fæðingu, óháð því hvort það væri niðurlægjandi, ógnandi eða fjandsamlegt, væri ekki virðingarinnar virði í lýðræðislegu samfélagi. J.K Rowling kom Mayu til varnar og sagðist standa með henni. Það væri óásættanlegt að hún hefði misst vinnuna fyrir það að fullyrða að kyn væri raunverulegt. Dress however you please. Call yourself whatever you like. Sleep with any consenting adult who’ll have you. Live your best life in peace and security. But force women out of their jobs for stating that sex is real? #IStandWithMaya#ThisIsNotADrill— J.K. Rowling (@jk_rowling) December 19, 2019 Við þetta reiddust margir fylgjendur Rowling mjög og sökuðu hana um fyrirlitningu í garð transfólks. Þá lýstu margir yfir vonbrigðum með afstöðu hennar og sögðu hana ekki hafa skilning á málefnum transfólks almennt. In fact, the World Health Organization--among countless other medical authorities--validate trans people in their authentic gender identity. It is quite clear you don't understand the first thing about the trans community or the science at play. This is heartbreaking.— Charlotte Clymer (@cmclymer) December 19, 2019 Gervais blandaði sér óvænt inn í deiluna í gær eftir að hann svaraði tísti frá grínaðganginum Jarvis Dupont sem deildi grein Spectator. Í greininni var gert lítið úr þeim sem gagnrýndu Rowling fyrir ummælin og virtist Gervais taka undir þau sjónarmið. Those awful biological women can never understand what it must be like for you becoming a lovely lady so late in life. They take their girly privileges for granted. Winning at female sports and having their own toilets. Well, enough is enough.— Ricky Gervais (@rickygervais) December 20, 2019 „Þessar hræðilegu líffræðilegu konur geta aldrei skilið hvernig það hlýtur að vera fyrir þig að verða glæsileg kona svo seint í lífinu. Þær taka kvenkyns forréttindum sínum sem gefnum hlut. Sigra í kvennaíþróttum og eiga sín eigin klósett. Nóg er nóg.“ Einn fylgjandi Gervais svaraði tísti hans með því að minna hann á að „góðmennska væru töfrar“ og tók hann undir það og sagði þess vegna vera mikilvægt að vernda réttindi kvenna en ekki eyða þeim vegna þess að „einhverjir karlmenn hafi fundið nýja lúmska leið til þess að drottna yfir og djölfavæða heilt kyn“. Exactly. We need to protect the rights of women. Not erode them because some men have found a new cunning way to dominate and demonise an entire sex.— Ricky Gervais (@rickygervais) December 20, 2019 Eftir að gagnrýnin fór að aukast sagði Gervais að um grín væri að ræða. Þegar einn notandi benti honum á að slíkt grín væri skaðlegt sagðist hann gera grín að ýmsum skaðlegum hlutum, þó grínið væri ekki það sem væri skaðlegt við þá. I do. I also make jokes about AIDS, Cancer, Famine and The Holocaust. Those things do a bit of harm too. But jokes don't. Have a nice day.— Ricky Gervais (@rickygervais) December 21, 2019
Bretland Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira