Innlent

Af­marka sér­stök skot­svæði fyrir flug­elda um ára­mótin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Með því að afmarka skotsvæðin er verið að draga úr hættu á slysum af völdum flugelda
Með því að afmarka skotsvæðin er verið að draga úr hættu á slysum af völdum flugelda vísir/vilhelm

Líkt og í fyrra hefur Reykjavíkurborg ákveðið að sérstök skotsvæði fyrir flugelda verði afmörkuð um á Skólavörðuholti, Klambratúni og Landakotstúni á gamlárskvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að á þessum þremur stöðum hafi mikill mannfjöldi safnast saman ár hvert.

Með því að afmarka skotsvæðin sé verið að draga úr hættu á slysum af völdum flugelda. Gæsla verður á svæðunum frá klukkan 22 til klukkan eitt eftir miðnætti.

Þá verður Skólavörðuholt að hluta lokað akandi umferð í samráði við lögregluna til að tryggja betur öryggi íbúa og gesta á svæðinu.

„Við hvetjum íbúa og gesti til að sýna aðgát og virða leiðbeiningar,“ segir Björg Jónsdóttir verkefnisstjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, sem heldur í ár utan um skipulagningu.

„Upphaflega hugmyndin um afmörkuð skotsvæði er komin frá íbúum borgarinnar og hefur Sjóvá staðið við bakið þeim,“ segir hún.

Á vef Reykjavíkurborgar má nálgast leiðbeiningar á nokkrum tungumálum bæði fyrir Íslendinga og erlenda gesti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×