Gera ráð fyrir 7,6 prósent fækkun farþega á næsta ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 13:00 Annað árið í röð fækkar skiptifarþegum mest. Vísir/vilhelm Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári verði 6,7 milljónir og dragist þannig saman um 7,6% frá 2019. Þetta kemur fram í farþegaspá Isavia fyrir árið 2020 sem gefin var út í dag. Heildarfjöldi komufararfarþega verði tæpar 2,6 milljónir sem er 1,4% samdráttur frá í fyrra. Annað árið í röð fækkar skiptifarþegum mest. Þeir fara úr rétt rúmum 2 milljónum í rúmlega 1,5 milljón eða niður um 24,3%. Í tilkynningu frá Isavia segir að þegar horft sé til ársins 2019 sé rétt að hafa í huga að fyrstu þrjá mánuðina hafi flugfélagið Wow air verið starfandi. Að frátöldum farþegum Wow air fækkar farþegum í heild um 1,9%. Komu og brottfararfarþegum fjölgar um 3,3% en skiptifarþegum fækkar um 16,2%. „Því má ekki gleyma að stærsta hluta fækkunarinnar má rekja til þess að WOW air var starfandi fyrstu þrjá mánuði ársins á síðasta ári. Það jákvæða er að þessi spá gerir ráð fyrir að að komu- og brottfararfarþegum fækki einungis um rétt rúmt eitt prósent á komandi ári,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia. Íslenskum ferðalöngum fækkar nokkuð Þá segir í tilkynningu frá Isavia að enn sé nokkur óvissa varðandi ferðamannaspá félagsins, sem iðulega er unnin samhliða farþegaspánni. Fyrstu niðurstöður bendi þó til að íslenskum ferðalöngum fækki um 7-8% frá 2019 en á móti gæti fjöldi erlendra ferðamanna staðið nokkurn veginn í stað milli ára. Þetta sé þó ekki endanleg niðurstaða. Farþegaspáin byggir á upplýsingum úr kerfum Isavia og samtölum við flugfélög sem hafa afnot af flugvellinum, auk frétta sem fluttar eru af flugfélögum. Hún er þannig unnin úr samanteknum upplýsingum um öll þau flugfélög sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli eða hafa hafið sölu á ferðum til og frá flugvellinum. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Helmingi fleiri ferðamenn frá Asíu Asískum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 53 prósent á milli ára, sé nýliðinn nóvembermánuður borinn saman við sama mánuð í fyrra. 12. desember 2019 14:59 Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári verði 6,7 milljónir og dragist þannig saman um 7,6% frá 2019. Þetta kemur fram í farþegaspá Isavia fyrir árið 2020 sem gefin var út í dag. Heildarfjöldi komufararfarþega verði tæpar 2,6 milljónir sem er 1,4% samdráttur frá í fyrra. Annað árið í röð fækkar skiptifarþegum mest. Þeir fara úr rétt rúmum 2 milljónum í rúmlega 1,5 milljón eða niður um 24,3%. Í tilkynningu frá Isavia segir að þegar horft sé til ársins 2019 sé rétt að hafa í huga að fyrstu þrjá mánuðina hafi flugfélagið Wow air verið starfandi. Að frátöldum farþegum Wow air fækkar farþegum í heild um 1,9%. Komu og brottfararfarþegum fjölgar um 3,3% en skiptifarþegum fækkar um 16,2%. „Því má ekki gleyma að stærsta hluta fækkunarinnar má rekja til þess að WOW air var starfandi fyrstu þrjá mánuði ársins á síðasta ári. Það jákvæða er að þessi spá gerir ráð fyrir að að komu- og brottfararfarþegum fækki einungis um rétt rúmt eitt prósent á komandi ári,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia. Íslenskum ferðalöngum fækkar nokkuð Þá segir í tilkynningu frá Isavia að enn sé nokkur óvissa varðandi ferðamannaspá félagsins, sem iðulega er unnin samhliða farþegaspánni. Fyrstu niðurstöður bendi þó til að íslenskum ferðalöngum fækki um 7-8% frá 2019 en á móti gæti fjöldi erlendra ferðamanna staðið nokkurn veginn í stað milli ára. Þetta sé þó ekki endanleg niðurstaða. Farþegaspáin byggir á upplýsingum úr kerfum Isavia og samtölum við flugfélög sem hafa afnot af flugvellinum, auk frétta sem fluttar eru af flugfélögum. Hún er þannig unnin úr samanteknum upplýsingum um öll þau flugfélög sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli eða hafa hafið sölu á ferðum til og frá flugvellinum.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Helmingi fleiri ferðamenn frá Asíu Asískum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 53 prósent á milli ára, sé nýliðinn nóvembermánuður borinn saman við sama mánuð í fyrra. 12. desember 2019 14:59 Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Helmingi fleiri ferðamenn frá Asíu Asískum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 53 prósent á milli ára, sé nýliðinn nóvembermánuður borinn saman við sama mánuð í fyrra. 12. desember 2019 14:59
Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07