Robert Green við Sarri eftir 6-0 tapið gegn City: Þú ert ekki með neitt plan B Anton Ingi Leifsson skrifar 25. desember 2019 06:00 Rob Green spilaði ekki neinn leik með Chelsea en lenti hins vegar upp á kant við Sarri. vísir/getty Rob Green, fyrrum markvörður Chelsea og fleiri liða á Englandi, hefur greint frá því að hann hafi rætt við Maurizio Sarri, stjóra Chelsea á síðustu leiktíð, eftir leik gegn Manchester City. Ensku meistararnir í City niðurlægðu Chelsea. Lokatölurnar urðu 6-0 er liðin mættust í febrúarmánuði. Green var ekki í leikmannahópnum en ræddi þó við Sarri eftir leikinn. „Ég sagði við hann að hann væri ekki með neitt plan B. Hann hagaði sér eins og viðskiptastjóri,“ sagði Green í ítarlegu viðtali við The Athletic. „Leikmönnunum í hópnum líkaði ekki að tala um þetta og voru hræddir við að segja eitthvað. Ég var ekki hræddur við það því hvað hefði hann átt að gera, taka mig úr liðinu?“ Green spilaði lítið sem ekkert undir stjórn Sarri enda var hann bara þriðji markvörður félagsins. Sarri yfirgaf Chelsea svo í sumar eins og kunnugt er - og Green lagði skóna á hilluna. Rob Green to Maurizio Sarri: "‘You have no plan B. You’re a transactional kind of manager. The players in the group are not the kind to speak to you like this... I don’t care because what are you going to do — drop me!?’" Full interview here: https://t.co/O2xSVQq1V4— The Athletic UK (@TheAthleticUK) December 24, 2019 „Ég talaði við hann í fimmtán mínútur. Fullt af leikmönnum sögðu við mig eftir samtalið að þeir voru ánægðir með þetta og ég hafi sagt það sem þeir vildu segja. Það hefði getað kostað þá sæti í liðinu eða framtíðina hjá félaginu.“ „Hann var fyrrum bankamaður og stýrði liðinu eins og því. Í höfði hans var formúla sem átti að skila árangri. Hann var eins og stærðfræðingur. Ég hef reiknað þetta út og þetta skilar árangri.“ Green sagði einnig að leikmennirnir hefðu oftar en ekki gert sömu æfinguna allt tímabilið. Viðtalið í heild sinni, sem er ansi athyglisvert, má lesa hér. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Rob Green, fyrrum markvörður Chelsea og fleiri liða á Englandi, hefur greint frá því að hann hafi rætt við Maurizio Sarri, stjóra Chelsea á síðustu leiktíð, eftir leik gegn Manchester City. Ensku meistararnir í City niðurlægðu Chelsea. Lokatölurnar urðu 6-0 er liðin mættust í febrúarmánuði. Green var ekki í leikmannahópnum en ræddi þó við Sarri eftir leikinn. „Ég sagði við hann að hann væri ekki með neitt plan B. Hann hagaði sér eins og viðskiptastjóri,“ sagði Green í ítarlegu viðtali við The Athletic. „Leikmönnunum í hópnum líkaði ekki að tala um þetta og voru hræddir við að segja eitthvað. Ég var ekki hræddur við það því hvað hefði hann átt að gera, taka mig úr liðinu?“ Green spilaði lítið sem ekkert undir stjórn Sarri enda var hann bara þriðji markvörður félagsins. Sarri yfirgaf Chelsea svo í sumar eins og kunnugt er - og Green lagði skóna á hilluna. Rob Green to Maurizio Sarri: "‘You have no plan B. You’re a transactional kind of manager. The players in the group are not the kind to speak to you like this... I don’t care because what are you going to do — drop me!?’" Full interview here: https://t.co/O2xSVQq1V4— The Athletic UK (@TheAthleticUK) December 24, 2019 „Ég talaði við hann í fimmtán mínútur. Fullt af leikmönnum sögðu við mig eftir samtalið að þeir voru ánægðir með þetta og ég hafi sagt það sem þeir vildu segja. Það hefði getað kostað þá sæti í liðinu eða framtíðina hjá félaginu.“ „Hann var fyrrum bankamaður og stýrði liðinu eins og því. Í höfði hans var formúla sem átti að skila árangri. Hann var eins og stærðfræðingur. Ég hef reiknað þetta út og þetta skilar árangri.“ Green sagði einnig að leikmennirnir hefðu oftar en ekki gert sömu æfinguna allt tímabilið. Viðtalið í heild sinni, sem er ansi athyglisvert, má lesa hér.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira