Trump sakar Trudeau ranglega um að hafa klippt sig úr Home Alone 2 Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2019 08:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist saka Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í gær um að hafa fyrirskipað að Trump yrði klipptur úr útgáfu af Home Alone 2: Lost in New York, sem sýnd var í Kanada. Forsetinn gefur í skyn á Twitter að Trudeau sé ósáttur því Trump hafi þvingað hann til að greiða meira til Atlantshafsbandalagsins og í viðskiptum ríkjanna á milli. Mögulega er forsetinn að slá á létta strengi en það gerði Donald Trump Jr., sonur forsetans, ekki. Hann vakti athygli á því í gær að Trump eldri hefði ekki verið í þeirri útgáfu Home Alone 2 sem sýnd hafi verið á CBC í Kanada um jólin. Deildi hann grein um málið og sagði það ömurlegt. CBC ætti í vök að verjast fyrir að klippa forsetann út úr myndinni. Hann var harðorður út í CBC á Instagram þar sem hann sagði málið til marks um andúð fjölmiðla á föður sínum og sagði þá sannarlega vera óvini fólksins, eins og Trump eldri hefur ítrekað haldið fram. Þá notaði hann tækifærið til að auglýsa bók sína, „Triggered“. Hún fjallar um það hvernig vinstri sinnað fólk á að missa vitið yfir hinum smávægilegustu hlutum.Þeir hafa þó báðir rangt fyrir sér enda var umrætt atriði, og önnur, klippt úr myndinni árið 2014, þegar CBC keypti sýningarrétt myndarinnar í Kanada, til að rýma fyrir auglýsingum eins og sé iðulega gert við kvikmyndir fyrir útsendingar í sjónvarpi. Það hefur verið staðfest af CBC en Trump tilkynnti forsetaframboð sitt í júní 2015 og var kjörinn í nóvember 2016.Það væri því til marks um þó nokkra forsjárhyggju hjá Justin Trudeau, sem var sjálfur ekki orðinn forsætisráðherra, að einhvern veginn tryggja að ríkisútvarp Kanada klippti Donald Trump úr myndinni. I guess Justin T doesn’t much like my making him pay up on NATO or Trade! https://t.co/sndS7YvIGR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 27, 2019 Í frétt BBC er bent á að Trump virðist annt um hlutverk sitt í myndinni og nefndi hann það sérstaklega í símtali við hermenn Bandaríkjanna um jólin. Í óklipptri útgáfu Home Alone 2 birtist forsetinn í nokkrar sekúndur í anddyri Plaza hótelsins í New York og spyr persóna Macauley Culkin Trump vegar. Trump átti hótelið á þeim tíma. Trump og Trudeau hafa deilt opinberlega á undanförnum árum vegna ýmissa málefna. Í byrjun mánaðarins sagði Trump að forsætisráðherrann kanadíski væri tvöfaldur í roðinu, eftir að myndband sem sýndi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta gera grín á kostnað Trump varð opinbert. Bandaríkin Donald Trump Kanada Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist saka Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í gær um að hafa fyrirskipað að Trump yrði klipptur úr útgáfu af Home Alone 2: Lost in New York, sem sýnd var í Kanada. Forsetinn gefur í skyn á Twitter að Trudeau sé ósáttur því Trump hafi þvingað hann til að greiða meira til Atlantshafsbandalagsins og í viðskiptum ríkjanna á milli. Mögulega er forsetinn að slá á létta strengi en það gerði Donald Trump Jr., sonur forsetans, ekki. Hann vakti athygli á því í gær að Trump eldri hefði ekki verið í þeirri útgáfu Home Alone 2 sem sýnd hafi verið á CBC í Kanada um jólin. Deildi hann grein um málið og sagði það ömurlegt. CBC ætti í vök að verjast fyrir að klippa forsetann út úr myndinni. Hann var harðorður út í CBC á Instagram þar sem hann sagði málið til marks um andúð fjölmiðla á föður sínum og sagði þá sannarlega vera óvini fólksins, eins og Trump eldri hefur ítrekað haldið fram. Þá notaði hann tækifærið til að auglýsa bók sína, „Triggered“. Hún fjallar um það hvernig vinstri sinnað fólk á að missa vitið yfir hinum smávægilegustu hlutum.Þeir hafa þó báðir rangt fyrir sér enda var umrætt atriði, og önnur, klippt úr myndinni árið 2014, þegar CBC keypti sýningarrétt myndarinnar í Kanada, til að rýma fyrir auglýsingum eins og sé iðulega gert við kvikmyndir fyrir útsendingar í sjónvarpi. Það hefur verið staðfest af CBC en Trump tilkynnti forsetaframboð sitt í júní 2015 og var kjörinn í nóvember 2016.Það væri því til marks um þó nokkra forsjárhyggju hjá Justin Trudeau, sem var sjálfur ekki orðinn forsætisráðherra, að einhvern veginn tryggja að ríkisútvarp Kanada klippti Donald Trump úr myndinni. I guess Justin T doesn’t much like my making him pay up on NATO or Trade! https://t.co/sndS7YvIGR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 27, 2019 Í frétt BBC er bent á að Trump virðist annt um hlutverk sitt í myndinni og nefndi hann það sérstaklega í símtali við hermenn Bandaríkjanna um jólin. Í óklipptri útgáfu Home Alone 2 birtist forsetinn í nokkrar sekúndur í anddyri Plaza hótelsins í New York og spyr persóna Macauley Culkin Trump vegar. Trump átti hótelið á þeim tíma. Trump og Trudeau hafa deilt opinberlega á undanförnum árum vegna ýmissa málefna. Í byrjun mánaðarins sagði Trump að forsætisráðherrann kanadíski væri tvöfaldur í roðinu, eftir að myndband sem sýndi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta gera grín á kostnað Trump varð opinbert.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira