Trump sakar Trudeau ranglega um að hafa klippt sig úr Home Alone 2 Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2019 08:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist saka Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í gær um að hafa fyrirskipað að Trump yrði klipptur úr útgáfu af Home Alone 2: Lost in New York, sem sýnd var í Kanada. Forsetinn gefur í skyn á Twitter að Trudeau sé ósáttur því Trump hafi þvingað hann til að greiða meira til Atlantshafsbandalagsins og í viðskiptum ríkjanna á milli. Mögulega er forsetinn að slá á létta strengi en það gerði Donald Trump Jr., sonur forsetans, ekki. Hann vakti athygli á því í gær að Trump eldri hefði ekki verið í þeirri útgáfu Home Alone 2 sem sýnd hafi verið á CBC í Kanada um jólin. Deildi hann grein um málið og sagði það ömurlegt. CBC ætti í vök að verjast fyrir að klippa forsetann út úr myndinni. Hann var harðorður út í CBC á Instagram þar sem hann sagði málið til marks um andúð fjölmiðla á föður sínum og sagði þá sannarlega vera óvini fólksins, eins og Trump eldri hefur ítrekað haldið fram. Þá notaði hann tækifærið til að auglýsa bók sína, „Triggered“. Hún fjallar um það hvernig vinstri sinnað fólk á að missa vitið yfir hinum smávægilegustu hlutum.Þeir hafa þó báðir rangt fyrir sér enda var umrætt atriði, og önnur, klippt úr myndinni árið 2014, þegar CBC keypti sýningarrétt myndarinnar í Kanada, til að rýma fyrir auglýsingum eins og sé iðulega gert við kvikmyndir fyrir útsendingar í sjónvarpi. Það hefur verið staðfest af CBC en Trump tilkynnti forsetaframboð sitt í júní 2015 og var kjörinn í nóvember 2016.Það væri því til marks um þó nokkra forsjárhyggju hjá Justin Trudeau, sem var sjálfur ekki orðinn forsætisráðherra, að einhvern veginn tryggja að ríkisútvarp Kanada klippti Donald Trump úr myndinni. I guess Justin T doesn’t much like my making him pay up on NATO or Trade! https://t.co/sndS7YvIGR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 27, 2019 Í frétt BBC er bent á að Trump virðist annt um hlutverk sitt í myndinni og nefndi hann það sérstaklega í símtali við hermenn Bandaríkjanna um jólin. Í óklipptri útgáfu Home Alone 2 birtist forsetinn í nokkrar sekúndur í anddyri Plaza hótelsins í New York og spyr persóna Macauley Culkin Trump vegar. Trump átti hótelið á þeim tíma. Trump og Trudeau hafa deilt opinberlega á undanförnum árum vegna ýmissa málefna. Í byrjun mánaðarins sagði Trump að forsætisráðherrann kanadíski væri tvöfaldur í roðinu, eftir að myndband sem sýndi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta gera grín á kostnað Trump varð opinbert. Bandaríkin Donald Trump Kanada Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist saka Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í gær um að hafa fyrirskipað að Trump yrði klipptur úr útgáfu af Home Alone 2: Lost in New York, sem sýnd var í Kanada. Forsetinn gefur í skyn á Twitter að Trudeau sé ósáttur því Trump hafi þvingað hann til að greiða meira til Atlantshafsbandalagsins og í viðskiptum ríkjanna á milli. Mögulega er forsetinn að slá á létta strengi en það gerði Donald Trump Jr., sonur forsetans, ekki. Hann vakti athygli á því í gær að Trump eldri hefði ekki verið í þeirri útgáfu Home Alone 2 sem sýnd hafi verið á CBC í Kanada um jólin. Deildi hann grein um málið og sagði það ömurlegt. CBC ætti í vök að verjast fyrir að klippa forsetann út úr myndinni. Hann var harðorður út í CBC á Instagram þar sem hann sagði málið til marks um andúð fjölmiðla á föður sínum og sagði þá sannarlega vera óvini fólksins, eins og Trump eldri hefur ítrekað haldið fram. Þá notaði hann tækifærið til að auglýsa bók sína, „Triggered“. Hún fjallar um það hvernig vinstri sinnað fólk á að missa vitið yfir hinum smávægilegustu hlutum.Þeir hafa þó báðir rangt fyrir sér enda var umrætt atriði, og önnur, klippt úr myndinni árið 2014, þegar CBC keypti sýningarrétt myndarinnar í Kanada, til að rýma fyrir auglýsingum eins og sé iðulega gert við kvikmyndir fyrir útsendingar í sjónvarpi. Það hefur verið staðfest af CBC en Trump tilkynnti forsetaframboð sitt í júní 2015 og var kjörinn í nóvember 2016.Það væri því til marks um þó nokkra forsjárhyggju hjá Justin Trudeau, sem var sjálfur ekki orðinn forsætisráðherra, að einhvern veginn tryggja að ríkisútvarp Kanada klippti Donald Trump úr myndinni. I guess Justin T doesn’t much like my making him pay up on NATO or Trade! https://t.co/sndS7YvIGR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 27, 2019 Í frétt BBC er bent á að Trump virðist annt um hlutverk sitt í myndinni og nefndi hann það sérstaklega í símtali við hermenn Bandaríkjanna um jólin. Í óklipptri útgáfu Home Alone 2 birtist forsetinn í nokkrar sekúndur í anddyri Plaza hótelsins í New York og spyr persóna Macauley Culkin Trump vegar. Trump átti hótelið á þeim tíma. Trump og Trudeau hafa deilt opinberlega á undanförnum árum vegna ýmissa málefna. Í byrjun mánaðarins sagði Trump að forsætisráðherrann kanadíski væri tvöfaldur í roðinu, eftir að myndband sem sýndi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta gera grín á kostnað Trump varð opinbert.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira