Byrlað af maka sínum eða neyddar til þátttöku í hópkynlífi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. desember 2019 19:30 Nokkur dæmi eru um að konur hafi leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, á árinu eftir að hafa verið byrlað af maka sínum eða þær þvingaðar í kynferðisathafnir af maka sínum með þriðja aðila. Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar en í ár og segir verkefnastýra að ofbeldi í nánum samböndum sé grófara en áður. Árið 2019 hafa 557 manns leitað í fyrsta sinn til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en málin voru 479 árið 2018. Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13%. Í ár hafa 98 karlar leitað til Bjarkarhlíðar og eru 18 % þolenda. „Það má segja að það sé helmingsaukning á að þeir leiti til okkar í ár,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Vísir/baldur Til stendur að koma til móts við karlahópinn með aukinni ráðgjöf og hópastarfi. Ragna Björg segir að flestir komi vegna heimilisofbeldis. „Birtingarmyndirnar eru fjárhagslegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi,“ segir Ragna Björg. Konur eru þó í miklum meirihluta þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar eða og hafa 457 konur leitað þangað í fyrsta sinn ár, langflestar vegna heimilisofbeldis. Ragna Björg segir að ofbeldið sé alltaf að verða grófara. „Við sjáum byrlanir í nánum samböndum. Svo sjáum við dæmi þar sem konur eru þvingaðar í kynferðisathafnir út fyrir hjónabandið þar sem þeim er jafnvel líka byrlað eða þær deyfðar á einhvern hátt til að koma fram vilja ofbeldismannsins,“ segir Ragna Björg. Nokkur mál af þessum toga hafi komið upp á árinu. „Þetta er ekki einstakt.“ Hún telur að klámvæðing hafi áhrif á alvarleika brotanna. „Og bara þetta virðingarleysi gagnvart konum,“ segir Ragna Björg. Kynferðisofbeldi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Nokkur dæmi eru um að konur hafi leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, á árinu eftir að hafa verið byrlað af maka sínum eða þær þvingaðar í kynferðisathafnir af maka sínum með þriðja aðila. Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar en í ár og segir verkefnastýra að ofbeldi í nánum samböndum sé grófara en áður. Árið 2019 hafa 557 manns leitað í fyrsta sinn til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en málin voru 479 árið 2018. Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13%. Í ár hafa 98 karlar leitað til Bjarkarhlíðar og eru 18 % þolenda. „Það má segja að það sé helmingsaukning á að þeir leiti til okkar í ár,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Vísir/baldur Til stendur að koma til móts við karlahópinn með aukinni ráðgjöf og hópastarfi. Ragna Björg segir að flestir komi vegna heimilisofbeldis. „Birtingarmyndirnar eru fjárhagslegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi,“ segir Ragna Björg. Konur eru þó í miklum meirihluta þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar eða og hafa 457 konur leitað þangað í fyrsta sinn ár, langflestar vegna heimilisofbeldis. Ragna Björg segir að ofbeldið sé alltaf að verða grófara. „Við sjáum byrlanir í nánum samböndum. Svo sjáum við dæmi þar sem konur eru þvingaðar í kynferðisathafnir út fyrir hjónabandið þar sem þeim er jafnvel líka byrlað eða þær deyfðar á einhvern hátt til að koma fram vilja ofbeldismannsins,“ segir Ragna Björg. Nokkur mál af þessum toga hafi komið upp á árinu. „Þetta er ekki einstakt.“ Hún telur að klámvæðing hafi áhrif á alvarleika brotanna. „Og bara þetta virðingarleysi gagnvart konum,“ segir Ragna Björg.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira