Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2019 14:35 Steingrímur hvessti sig þegar hann sagði að slíkt yrði ekki liðið að þingmenn gripu frammí fyrir forseta sínum. Mikill hiti var í umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi nú fyrir stundu. Voru þingmenn stjórnarandstöðunnar afar ósáttir við framgöngu forseta þingsins, Steingríms J. Sigfússonar. Einkum töldu Píratar á sig halla af hálfu forseta. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði: „Ég kom hér í ræðustól áðan til að mótmæla því að mál væru hér sett á dagskrá. Um leið og ég minntist á málið fór forseti að berja á bjölluna. Mér finnst það óþolandi, herra forseti. Ég hlýt að geta mótmælt því að eitthvað sé sett á dagskrá og nefnt málið sem ég er að tala um, herra forseti. Mér finnst þetta óþolandi. Ég vil bara fá að klára mína ræðu. Ég misnota ekkert þennan lið. Og er bara að tala um dagskrá dagsins í dag. Þetta mál finnst mér ótækt að setja á dagskrá vegna þess að þetta kirkjujarðasamkomulagsbix sem heldur hér áfram fær enga almennilega þinglega meðferð,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Og að það ætti að nota jólin sem tilfinningalega kúgun til að þjóna hagsmunum Þjóðkirkjunnar. Klippa: Steingrímur J. hvessir sig Steingrímur sagði Helga vera kominn efnislega í umræðu um málið undir dagskrárliðnum „um fundarstjórn forseta“ og fyrir því væru 40 vitni. „Víst,“ sagði Steingrímur við frammíkalli Helga. „Eitt verður ekki liðið. Að þingmenn grípi frammí fyrir forseta sínum,“ hrópaði Steingrímur úr sæti forseta. „Og þessum fundi verður slitið ef menn ætla að halda slíku áfram.“ Steingrímur sagði ævaforna hefð fyrir því að málum væri ekki grautað saman með þeim hætti. Helga var heitt í hamsi sem og Halldóru Mogensen, einnig þingmanni Pírata, sem steig einnig í pontu og velti því upp hvort Steingrímur hreinlega mismunaði þingmönnum því hann hamaðist á bjöllunni ætíð þegar þeir hefðu orðið. Hún spurði hvað það væri sem mætti ræða í pontu. „Þegar þingmaður Pírata vildi ræða hvaða mál er verið að setja á dagskrá. Og færir rök fyrir því. Þá finnur forseti hjá sér þörf til að trufla þingmanninn. Og þetta gerist svakalega oft. Ég bið hæstvirtan forseta að skoða það hversu oft hann er raunverulega að trufla þingmenn Pírata í sínum ræðum hérna í þessari pontu. Vegna þess að mér þykir það gerast óþarflega oft miðað við hvernig tekið er á öðrum þingmönnum hér í þessum þingsal.“ Alþingi Píratar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Mikill hiti var í umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi nú fyrir stundu. Voru þingmenn stjórnarandstöðunnar afar ósáttir við framgöngu forseta þingsins, Steingríms J. Sigfússonar. Einkum töldu Píratar á sig halla af hálfu forseta. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði: „Ég kom hér í ræðustól áðan til að mótmæla því að mál væru hér sett á dagskrá. Um leið og ég minntist á málið fór forseti að berja á bjölluna. Mér finnst það óþolandi, herra forseti. Ég hlýt að geta mótmælt því að eitthvað sé sett á dagskrá og nefnt málið sem ég er að tala um, herra forseti. Mér finnst þetta óþolandi. Ég vil bara fá að klára mína ræðu. Ég misnota ekkert þennan lið. Og er bara að tala um dagskrá dagsins í dag. Þetta mál finnst mér ótækt að setja á dagskrá vegna þess að þetta kirkjujarðasamkomulagsbix sem heldur hér áfram fær enga almennilega þinglega meðferð,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Og að það ætti að nota jólin sem tilfinningalega kúgun til að þjóna hagsmunum Þjóðkirkjunnar. Klippa: Steingrímur J. hvessir sig Steingrímur sagði Helga vera kominn efnislega í umræðu um málið undir dagskrárliðnum „um fundarstjórn forseta“ og fyrir því væru 40 vitni. „Víst,“ sagði Steingrímur við frammíkalli Helga. „Eitt verður ekki liðið. Að þingmenn grípi frammí fyrir forseta sínum,“ hrópaði Steingrímur úr sæti forseta. „Og þessum fundi verður slitið ef menn ætla að halda slíku áfram.“ Steingrímur sagði ævaforna hefð fyrir því að málum væri ekki grautað saman með þeim hætti. Helga var heitt í hamsi sem og Halldóru Mogensen, einnig þingmanni Pírata, sem steig einnig í pontu og velti því upp hvort Steingrímur hreinlega mismunaði þingmönnum því hann hamaðist á bjöllunni ætíð þegar þeir hefðu orðið. Hún spurði hvað það væri sem mætti ræða í pontu. „Þegar þingmaður Pírata vildi ræða hvaða mál er verið að setja á dagskrá. Og færir rök fyrir því. Þá finnur forseti hjá sér þörf til að trufla þingmanninn. Og þetta gerist svakalega oft. Ég bið hæstvirtan forseta að skoða það hversu oft hann er raunverulega að trufla þingmenn Pírata í sínum ræðum hérna í þessari pontu. Vegna þess að mér þykir það gerast óþarflega oft miðað við hvernig tekið er á öðrum þingmönnum hér í þessum þingsal.“
Alþingi Píratar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira