Rafmagnstruflanir mesta áhyggjuefni viðbragðsaðila Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 10. desember 2019 18:52 Mikið hefur verið um útköll og þúsundir manna eru í viðbragðsstöðu vegna aftakaveðurs. Allt flug var fellt niður frá Keflavíkurflugvelli og öllu innanlandsflugi var aflýst eftir hádegi. Veðrið hefur einnig haft víðtæk áhrif á samgöngur á jörðu niðri en vegalokanir gilda um allt land og hefur öllum vegum frá höfuðborgarsvæðinu verið lokað nema Reykjanesbraut. Um 160 til 170 útköll hafa borist í dag auk lokanna sagði Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í beinni útsendingu kvöldfréttum Stöðvar 2. „Tuttugu og sjö björgunarsveitir hafa komið að þessu í flestum landshlutum og þetta eru rétt tæplega þrjú hundruð manns, sjálfboðaliðar björgunarsveitanna, sem hafa verið í dag og það eru um það bil tvö hundruð manns í viðbragðsstöðu,“ sagði Jónas. „Sem betur fer hefur ekki verið mikið um alvarleg útköll og raunverulega ekkert alvarlegt. Það hafa bílar fokið út af, það hafa verið þakplötur og annað slíkt. Flutningur á heilbrigðisstarfsfólki í vinnu og frá vinnu og svo framvegis. Þetta eru hefðbundin óveðursútköll,“ sagði Jónas. Eins og sést á þessu tilkynningakorti RARIK er rafmagnslaust mjög víða á Norðurlandi eystra. Hann sagði ófærð á Norðvesturlandi hafa sett strik í reikninginn þar sem aðeins snjóbílar séu færir um að komast um þar núna. Snjóbílar voru sendir í gær frá höfuðborgarsvæðinu til aðstoðar. Auk þess hafa fjöldahjálparstöðvar á vegum Rauða krossins verið settar upp víðs vegar á Suðvesturlandi, á Kjalarnesi, Selfossi og á Borg í Grímsnesi. „Þær eru aðallega til að sinna ferðamönnum sem eru strandaglópar og komast ekki á sinn gististað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Tæplega þrjátíu manns hafi leitað á þessar fjöldahjálparstöðvar í heildina enn sem komið er. Hann sagði helsta áhyggjuefnið vera rafmagnstruflanir en þær geta haft áhrif á fjarskiptakerfi viðbragðsaðila. „Það eru helst rafmagnstruflanir, því það getur haft áhrif á fjarskiptin og það er alltaf svolítið áhyggjuefni fyrir okkur ef að fólk nær ekki í okkur og við náum ekki í fólk. Eins ef við getum ekki talað við viðbragðsaðilana okkar þá er það eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Óvissustig var hækkað upp í hættustig á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum síðdegis í dag.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Mikið hefur verið um útköll og þúsundir manna eru í viðbragðsstöðu vegna aftakaveðurs. Allt flug var fellt niður frá Keflavíkurflugvelli og öllu innanlandsflugi var aflýst eftir hádegi. Veðrið hefur einnig haft víðtæk áhrif á samgöngur á jörðu niðri en vegalokanir gilda um allt land og hefur öllum vegum frá höfuðborgarsvæðinu verið lokað nema Reykjanesbraut. Um 160 til 170 útköll hafa borist í dag auk lokanna sagði Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í beinni útsendingu kvöldfréttum Stöðvar 2. „Tuttugu og sjö björgunarsveitir hafa komið að þessu í flestum landshlutum og þetta eru rétt tæplega þrjú hundruð manns, sjálfboðaliðar björgunarsveitanna, sem hafa verið í dag og það eru um það bil tvö hundruð manns í viðbragðsstöðu,“ sagði Jónas. „Sem betur fer hefur ekki verið mikið um alvarleg útköll og raunverulega ekkert alvarlegt. Það hafa bílar fokið út af, það hafa verið þakplötur og annað slíkt. Flutningur á heilbrigðisstarfsfólki í vinnu og frá vinnu og svo framvegis. Þetta eru hefðbundin óveðursútköll,“ sagði Jónas. Eins og sést á þessu tilkynningakorti RARIK er rafmagnslaust mjög víða á Norðurlandi eystra. Hann sagði ófærð á Norðvesturlandi hafa sett strik í reikninginn þar sem aðeins snjóbílar séu færir um að komast um þar núna. Snjóbílar voru sendir í gær frá höfuðborgarsvæðinu til aðstoðar. Auk þess hafa fjöldahjálparstöðvar á vegum Rauða krossins verið settar upp víðs vegar á Suðvesturlandi, á Kjalarnesi, Selfossi og á Borg í Grímsnesi. „Þær eru aðallega til að sinna ferðamönnum sem eru strandaglópar og komast ekki á sinn gististað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Tæplega þrjátíu manns hafi leitað á þessar fjöldahjálparstöðvar í heildina enn sem komið er. Hann sagði helsta áhyggjuefnið vera rafmagnstruflanir en þær geta haft áhrif á fjarskiptakerfi viðbragðsaðila. „Það eru helst rafmagnstruflanir, því það getur haft áhrif á fjarskiptin og það er alltaf svolítið áhyggjuefni fyrir okkur ef að fólk nær ekki í okkur og við náum ekki í fólk. Eins ef við getum ekki talað við viðbragðsaðilana okkar þá er það eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Óvissustig var hækkað upp í hættustig á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum síðdegis í dag.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira