Sportpakkinn: 556 dagar Carlo Ancelotti hjá Napoli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 16:45 Carlo Ancelotti í síðasta leiknum sínum með Napoli liðið. Getty/Francesco Pecoraro Carlo Ancelotti missti starfið sitt hjá ítalska félaginu Napoli í gær þrátt fyrir 4-0 stórsigur og sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði tíma Carlo Ancelotti og viðbrögð leikmanna Napoli við brottrekstri hans. „Vonandi verður Ancelotti hjá okkur í mörg ár, hann er sigurvegari og við þurfum þannig mann fyrir verkefnið okkar“, sagði forseti Napoli Aurelio De Laurentiis þegar félagið réði Carlo Ancelotti í maí í fyrra. 556 dögum síðar var forsetinn búinn að fá nóg og rak hann nokkrum mínútum eftir að Napoli tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar með stórsigri á Genk. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Napoli kemst þetta langt í keppninni. Ancelotti var ráðinn knattspyrnustjóri Napolí í maí sama dag og Maurizio Sarri yfirgaf liðið til að taka við stjórastarfinu hjá Chelsea. Undir hans stjórn varð Napoli í 2. sæti í serie A á síðustu leiktíð og rétt missti af því að komast í 16-liða úrslit meistaradeildarinnar, Liverpool hafði betur á markamun. Á þessari leiktíð hefur Napoli lent í basli í serie A og hefur ekki unnið í sjö síðustu leikjum. Liðið er í 7. sæti með 21 stig eins og Parma sem sækir Napolí heim um helgina. Liðið er 17 stigum á eftir Inter sem er í 1. sæti. Í 72 leikjum undir stjórn Ancelotti vann Napoli 38, gerði 19 jafntefli og tapaði 15 leikjum. Napoli skoraði 126 mörk í þessum leikjum en fékk á sig 71. Sem knattspyrnumaður átti Ancelotti farsælan feril, lék með Parma, Roma og AC Milan og lék 26 landsleiki á miðjunni hjá Ítölum á árunum 1981-1991. Napoli var níunda liðið sem hann stjórnar og liðin hans hafa sankað að sér titlum. Greinilegt er að leikmenn Napoli sakna stjórans, þeir hafa verið duglegir að senda honum kveðjuóskir á samfélagsmiðlum. Pólski framherjinn Arkadiusz Milik sem skoraði þrennu í gærkvöldi segir á Instagram: „Takk meistari fyrir stuðninginn, undir þinni stjórn hef ég bætt mig sem leikmaður og einnig sem manneskja“. Fyrirliðinn Lorenzo Insigne lenti nokkrum sinnum í deilum við Ancelotti en hann segir á Instagram: „Takk fyrir mig. Það var heiður að vinna með þér og á þessum tveimur árum hef ég kynnst sérstökum manni og ég óska þér alls hins besta“. Hægri bakvörðurinn Giovanni Di Lorenzo sparar ekki stóru orðin: „Þú gafst mér sjálfstraust og hjálpaðir mér að bæta mig sem knattspyrnumaður. Þú gafst mér fyrsta tækifærið í meistaradeildinni og hjálpaðir mér að vinna mér sæti í landsliðinu“. Hinn sextugi Ancelotti verður væntanlega ekki lengi án atvinnu. Arsenal og Everton eru bæði að leita að knattspyrnustjóra og eru væntanlega þegar búin að setja sig í samband við umboðsmann Ancelotti. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um Carlo Ancelotti hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 556 dagar Carlo Ancelotti hjá Napoli Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Carlo Ancelotti missti starfið sitt hjá ítalska félaginu Napoli í gær þrátt fyrir 4-0 stórsigur og sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði tíma Carlo Ancelotti og viðbrögð leikmanna Napoli við brottrekstri hans. „Vonandi verður Ancelotti hjá okkur í mörg ár, hann er sigurvegari og við þurfum þannig mann fyrir verkefnið okkar“, sagði forseti Napoli Aurelio De Laurentiis þegar félagið réði Carlo Ancelotti í maí í fyrra. 556 dögum síðar var forsetinn búinn að fá nóg og rak hann nokkrum mínútum eftir að Napoli tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar með stórsigri á Genk. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Napoli kemst þetta langt í keppninni. Ancelotti var ráðinn knattspyrnustjóri Napolí í maí sama dag og Maurizio Sarri yfirgaf liðið til að taka við stjórastarfinu hjá Chelsea. Undir hans stjórn varð Napoli í 2. sæti í serie A á síðustu leiktíð og rétt missti af því að komast í 16-liða úrslit meistaradeildarinnar, Liverpool hafði betur á markamun. Á þessari leiktíð hefur Napoli lent í basli í serie A og hefur ekki unnið í sjö síðustu leikjum. Liðið er í 7. sæti með 21 stig eins og Parma sem sækir Napolí heim um helgina. Liðið er 17 stigum á eftir Inter sem er í 1. sæti. Í 72 leikjum undir stjórn Ancelotti vann Napoli 38, gerði 19 jafntefli og tapaði 15 leikjum. Napoli skoraði 126 mörk í þessum leikjum en fékk á sig 71. Sem knattspyrnumaður átti Ancelotti farsælan feril, lék með Parma, Roma og AC Milan og lék 26 landsleiki á miðjunni hjá Ítölum á árunum 1981-1991. Napoli var níunda liðið sem hann stjórnar og liðin hans hafa sankað að sér titlum. Greinilegt er að leikmenn Napoli sakna stjórans, þeir hafa verið duglegir að senda honum kveðjuóskir á samfélagsmiðlum. Pólski framherjinn Arkadiusz Milik sem skoraði þrennu í gærkvöldi segir á Instagram: „Takk meistari fyrir stuðninginn, undir þinni stjórn hef ég bætt mig sem leikmaður og einnig sem manneskja“. Fyrirliðinn Lorenzo Insigne lenti nokkrum sinnum í deilum við Ancelotti en hann segir á Instagram: „Takk fyrir mig. Það var heiður að vinna með þér og á þessum tveimur árum hef ég kynnst sérstökum manni og ég óska þér alls hins besta“. Hægri bakvörðurinn Giovanni Di Lorenzo sparar ekki stóru orðin: „Þú gafst mér sjálfstraust og hjálpaðir mér að bæta mig sem knattspyrnumaður. Þú gafst mér fyrsta tækifærið í meistaradeildinni og hjálpaðir mér að vinna mér sæti í landsliðinu“. Hinn sextugi Ancelotti verður væntanlega ekki lengi án atvinnu. Arsenal og Everton eru bæði að leita að knattspyrnustjóra og eru væntanlega þegar búin að setja sig í samband við umboðsmann Ancelotti. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um Carlo Ancelotti hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 556 dagar Carlo Ancelotti hjá Napoli
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti