Sportpakkinn: 556 dagar Carlo Ancelotti hjá Napoli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 16:45 Carlo Ancelotti í síðasta leiknum sínum með Napoli liðið. Getty/Francesco Pecoraro Carlo Ancelotti missti starfið sitt hjá ítalska félaginu Napoli í gær þrátt fyrir 4-0 stórsigur og sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði tíma Carlo Ancelotti og viðbrögð leikmanna Napoli við brottrekstri hans. „Vonandi verður Ancelotti hjá okkur í mörg ár, hann er sigurvegari og við þurfum þannig mann fyrir verkefnið okkar“, sagði forseti Napoli Aurelio De Laurentiis þegar félagið réði Carlo Ancelotti í maí í fyrra. 556 dögum síðar var forsetinn búinn að fá nóg og rak hann nokkrum mínútum eftir að Napoli tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar með stórsigri á Genk. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Napoli kemst þetta langt í keppninni. Ancelotti var ráðinn knattspyrnustjóri Napolí í maí sama dag og Maurizio Sarri yfirgaf liðið til að taka við stjórastarfinu hjá Chelsea. Undir hans stjórn varð Napoli í 2. sæti í serie A á síðustu leiktíð og rétt missti af því að komast í 16-liða úrslit meistaradeildarinnar, Liverpool hafði betur á markamun. Á þessari leiktíð hefur Napoli lent í basli í serie A og hefur ekki unnið í sjö síðustu leikjum. Liðið er í 7. sæti með 21 stig eins og Parma sem sækir Napolí heim um helgina. Liðið er 17 stigum á eftir Inter sem er í 1. sæti. Í 72 leikjum undir stjórn Ancelotti vann Napoli 38, gerði 19 jafntefli og tapaði 15 leikjum. Napoli skoraði 126 mörk í þessum leikjum en fékk á sig 71. Sem knattspyrnumaður átti Ancelotti farsælan feril, lék með Parma, Roma og AC Milan og lék 26 landsleiki á miðjunni hjá Ítölum á árunum 1981-1991. Napoli var níunda liðið sem hann stjórnar og liðin hans hafa sankað að sér titlum. Greinilegt er að leikmenn Napoli sakna stjórans, þeir hafa verið duglegir að senda honum kveðjuóskir á samfélagsmiðlum. Pólski framherjinn Arkadiusz Milik sem skoraði þrennu í gærkvöldi segir á Instagram: „Takk meistari fyrir stuðninginn, undir þinni stjórn hef ég bætt mig sem leikmaður og einnig sem manneskja“. Fyrirliðinn Lorenzo Insigne lenti nokkrum sinnum í deilum við Ancelotti en hann segir á Instagram: „Takk fyrir mig. Það var heiður að vinna með þér og á þessum tveimur árum hef ég kynnst sérstökum manni og ég óska þér alls hins besta“. Hægri bakvörðurinn Giovanni Di Lorenzo sparar ekki stóru orðin: „Þú gafst mér sjálfstraust og hjálpaðir mér að bæta mig sem knattspyrnumaður. Þú gafst mér fyrsta tækifærið í meistaradeildinni og hjálpaðir mér að vinna mér sæti í landsliðinu“. Hinn sextugi Ancelotti verður væntanlega ekki lengi án atvinnu. Arsenal og Everton eru bæði að leita að knattspyrnustjóra og eru væntanlega þegar búin að setja sig í samband við umboðsmann Ancelotti. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um Carlo Ancelotti hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 556 dagar Carlo Ancelotti hjá Napoli Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Carlo Ancelotti missti starfið sitt hjá ítalska félaginu Napoli í gær þrátt fyrir 4-0 stórsigur og sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði tíma Carlo Ancelotti og viðbrögð leikmanna Napoli við brottrekstri hans. „Vonandi verður Ancelotti hjá okkur í mörg ár, hann er sigurvegari og við þurfum þannig mann fyrir verkefnið okkar“, sagði forseti Napoli Aurelio De Laurentiis þegar félagið réði Carlo Ancelotti í maí í fyrra. 556 dögum síðar var forsetinn búinn að fá nóg og rak hann nokkrum mínútum eftir að Napoli tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar með stórsigri á Genk. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Napoli kemst þetta langt í keppninni. Ancelotti var ráðinn knattspyrnustjóri Napolí í maí sama dag og Maurizio Sarri yfirgaf liðið til að taka við stjórastarfinu hjá Chelsea. Undir hans stjórn varð Napoli í 2. sæti í serie A á síðustu leiktíð og rétt missti af því að komast í 16-liða úrslit meistaradeildarinnar, Liverpool hafði betur á markamun. Á þessari leiktíð hefur Napoli lent í basli í serie A og hefur ekki unnið í sjö síðustu leikjum. Liðið er í 7. sæti með 21 stig eins og Parma sem sækir Napolí heim um helgina. Liðið er 17 stigum á eftir Inter sem er í 1. sæti. Í 72 leikjum undir stjórn Ancelotti vann Napoli 38, gerði 19 jafntefli og tapaði 15 leikjum. Napoli skoraði 126 mörk í þessum leikjum en fékk á sig 71. Sem knattspyrnumaður átti Ancelotti farsælan feril, lék með Parma, Roma og AC Milan og lék 26 landsleiki á miðjunni hjá Ítölum á árunum 1981-1991. Napoli var níunda liðið sem hann stjórnar og liðin hans hafa sankað að sér titlum. Greinilegt er að leikmenn Napoli sakna stjórans, þeir hafa verið duglegir að senda honum kveðjuóskir á samfélagsmiðlum. Pólski framherjinn Arkadiusz Milik sem skoraði þrennu í gærkvöldi segir á Instagram: „Takk meistari fyrir stuðninginn, undir þinni stjórn hef ég bætt mig sem leikmaður og einnig sem manneskja“. Fyrirliðinn Lorenzo Insigne lenti nokkrum sinnum í deilum við Ancelotti en hann segir á Instagram: „Takk fyrir mig. Það var heiður að vinna með þér og á þessum tveimur árum hef ég kynnst sérstökum manni og ég óska þér alls hins besta“. Hægri bakvörðurinn Giovanni Di Lorenzo sparar ekki stóru orðin: „Þú gafst mér sjálfstraust og hjálpaðir mér að bæta mig sem knattspyrnumaður. Þú gafst mér fyrsta tækifærið í meistaradeildinni og hjálpaðir mér að vinna mér sæti í landsliðinu“. Hinn sextugi Ancelotti verður væntanlega ekki lengi án atvinnu. Arsenal og Everton eru bæði að leita að knattspyrnustjóra og eru væntanlega þegar búin að setja sig í samband við umboðsmann Ancelotti. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um Carlo Ancelotti hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 556 dagar Carlo Ancelotti hjá Napoli
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira