„Samfélagið er meira og minna lamað“ Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. desember 2019 20:00 Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í gær og í dag hefur haft mjög mikil samfélagsleg áhrif, ekki hvað síst á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Rafmagnstruflanir hafa verið mjög víða í landshlutunum og heilu þorpin jafnvel verið án rafmagns, eða með rafmagnstruflanir, í meira en sólarhring. Erfiðlega hefur gengið að koma rafmagni aftur á vegna veðurofsans og ófærðar. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir samfélagið ekki þola þetta ástand mikið lengur. „Þetta er í raun og veru bara þannig að samfélagið er meira og minna lamað. Verkefni okkar núna er einfaldlega bara það að reyna að koma okkur af stað aftur. Það mun taka töluverðan tíma, allir vegir ófærir og annað eftir því þannig að það er langt í land,“ sagði Stefán í beinni útsendingu frá Sauðárkróki í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hversu alvarlegt er ástandið orðið og hversu lengi getur það varað svona? „Ekki mikið lengur og við erum alveg komin að þolmörkum þess. Við sjáum það best á því að verkefni dagsins í dag hefur verið það að reyna að tryggja að veiturnar haldi sér gangandi, keyra olíu á varageyminn þar, sömuleiðis símkerfin og fjarskiptakerfin. Verkefnið er bara að halda þessu gangandi því annars er allt komið á hliðina ef þetta fer,“ sagði Stefán. Gríðarleg áhrif á störf viðbragðsaðila Hann segir rafmagnsleysið hafa haft gríðarleg áhrif á störf björgunarsveita og lögreglu. „Þetta torveldar allar aðgerðir þessara viðbragðsaðila að vera ekki með þessa hluti áhrif á okkur þannig að við þolum þetta ekki mikið lengur.“ Ef ástandið verður svona áfram sagði Stefán viðbragðsaðila þurfa að grípa til einhverra annarra aðgerða. „Auðvitað munum við leysa það verkefni eins og önnur. En það mun gera verkefnið erfiðara en að sjálfsögðu munum við klóra okkur fram úr því.“ Hjúkrunardeildin á Hvammstanga án rafmagns Hvammstangi er einn þeirra bæja í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem hefur mátt þola rafmagnsleysi vegna veðursins. Þar er meðal annars rafmagnslaust á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) sem er með útibú í bænum.Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að engin vararafstöð er fyrir deildina, þar sem sextán manns dvelja nú. Því þarf að nota ljós með rafhlöðum til að lýsa deildina upp. Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri HVE, segir í samtali við RÚV að engin bráðatilfelli hafi komið upp í dag. Þá hafi gengið ágætlega að sinna fólki þrátt fyrir aðstæðurnar. Hún segir það áhyggjuefni þegar rafmagnið fer svona lengi af. „„Við munum skoðum þessi mál. Ef þetta er veruleikinn að við getum lent í þessu svona lengi þá held ég að allir sem eru með svona rekstur þurfi að skoða þessa hluti. Eins og til að mynda að rafmagn sé sett í jörð. Ég sé ekki annað en að við verðum að koma upp vararafstöð fyrir Hvammstanga-deildina,“ segir Jóhanna Fjóla. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í gær og í dag hefur haft mjög mikil samfélagsleg áhrif, ekki hvað síst á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Rafmagnstruflanir hafa verið mjög víða í landshlutunum og heilu þorpin jafnvel verið án rafmagns, eða með rafmagnstruflanir, í meira en sólarhring. Erfiðlega hefur gengið að koma rafmagni aftur á vegna veðurofsans og ófærðar. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir samfélagið ekki þola þetta ástand mikið lengur. „Þetta er í raun og veru bara þannig að samfélagið er meira og minna lamað. Verkefni okkar núna er einfaldlega bara það að reyna að koma okkur af stað aftur. Það mun taka töluverðan tíma, allir vegir ófærir og annað eftir því þannig að það er langt í land,“ sagði Stefán í beinni útsendingu frá Sauðárkróki í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hversu alvarlegt er ástandið orðið og hversu lengi getur það varað svona? „Ekki mikið lengur og við erum alveg komin að þolmörkum þess. Við sjáum það best á því að verkefni dagsins í dag hefur verið það að reyna að tryggja að veiturnar haldi sér gangandi, keyra olíu á varageyminn þar, sömuleiðis símkerfin og fjarskiptakerfin. Verkefnið er bara að halda þessu gangandi því annars er allt komið á hliðina ef þetta fer,“ sagði Stefán. Gríðarleg áhrif á störf viðbragðsaðila Hann segir rafmagnsleysið hafa haft gríðarleg áhrif á störf björgunarsveita og lögreglu. „Þetta torveldar allar aðgerðir þessara viðbragðsaðila að vera ekki með þessa hluti áhrif á okkur þannig að við þolum þetta ekki mikið lengur.“ Ef ástandið verður svona áfram sagði Stefán viðbragðsaðila þurfa að grípa til einhverra annarra aðgerða. „Auðvitað munum við leysa það verkefni eins og önnur. En það mun gera verkefnið erfiðara en að sjálfsögðu munum við klóra okkur fram úr því.“ Hjúkrunardeildin á Hvammstanga án rafmagns Hvammstangi er einn þeirra bæja í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem hefur mátt þola rafmagnsleysi vegna veðursins. Þar er meðal annars rafmagnslaust á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) sem er með útibú í bænum.Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að engin vararafstöð er fyrir deildina, þar sem sextán manns dvelja nú. Því þarf að nota ljós með rafhlöðum til að lýsa deildina upp. Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri HVE, segir í samtali við RÚV að engin bráðatilfelli hafi komið upp í dag. Þá hafi gengið ágætlega að sinna fólki þrátt fyrir aðstæðurnar. Hún segir það áhyggjuefni þegar rafmagnið fer svona lengi af. „„Við munum skoðum þessi mál. Ef þetta er veruleikinn að við getum lent í þessu svona lengi þá held ég að allir sem eru með svona rekstur þurfi að skoða þessa hluti. Eins og til að mynda að rafmagn sé sett í jörð. Ég sé ekki annað en að við verðum að koma upp vararafstöð fyrir Hvammstanga-deildina,“ segir Jóhanna Fjóla.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira