„Það er augljóst að þetta verður fúskað í gegn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 12:17 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan er sökuð um að halda uppi málþófi í gær í umræðu um þjóðkirkjufrumvarp dómsmálaráðherra. Þingfundi var frestað á miðnætti og hafði þá ekki tekist að tæma mælendaskrá. Þingmaður Pírata segir augljóst að koma eigi málinu í gegn með fúski. Nokkuð er tekist á á bak við tjöldin á Alþingi þessa dagana um dagskrá þingsins þessa síðustu daga fyrir jólafrí. Í gær var framhaldið á Alþingi umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar og stóð umræðan í nokkrar klukkustundir eða þar til þingfundi var frestað á miðnætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu lítur stjórnarmeirihlutinn svo á að með þessu hafi stjórnarandstaðan reynt að tefja á meðan reynt er að semja um dagskrána fyrir jólafrí. Frumvarpið tengist viðbótarsamningi sem gerður var við kirkjuna sem meðal annars miðar að því að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í fjármálum og starfsmannamálum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerir verulegar athugasemdir við frumvarpið, bæði efnislega og hvað varðar málsmeðferðina. „Málsmeðferðin er algjörlega hábölvanleg og það er algjörlega dæmigert fyrir þetta kirkjujarðasamkomulag og allt sem því viðkemur, að ráðherra fer og talar við kirkjuna og svo er það kirkjuþing en ekki Alþingi sem að samþykkir samninginn fyrst og síðan er þessu hent hérna inn rétt fyrir jól,“ segir Helgi Hrafn. „Það er augljóst að þetta mál fær ekki viðunandi, eða eftir því sem ég fæ best séð, neina umfjöllun í nefnd, alla vegana ekki ef það á að halda starfsáætlun.“ Samkvæmt dagskrá verður umræðu um málið framhaldið nú strax eftir hádegi í dag. „Það er augljóst að þetta verður fúskað í gegn,“ segir Helgi. Spurður hvort ekki megi líta á langar umræður stjórnarandstöðunnar um málið sem málþóf svarar Helgi: „Ég get ekki fullyrt um hvað öðrum gengur til, ég tók eina fimmtán mínútna ræðu, aðra fimm mínútna ræðu og fór í andsvör bara eins og þingsköp heimila mér og ég gæti talað um þetta mál miklu miklu meira,“ segir Helgi. Alþingi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Steingrímur hellti sér yfir Halldóru Mogensen í hliðarsal þingsins Forseti þingsins óvenju skapillur og vanstilltur nú um stundir. 12. desember 2019 12:00 Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Stjórnarandstaðan er sökuð um að halda uppi málþófi í gær í umræðu um þjóðkirkjufrumvarp dómsmálaráðherra. Þingfundi var frestað á miðnætti og hafði þá ekki tekist að tæma mælendaskrá. Þingmaður Pírata segir augljóst að koma eigi málinu í gegn með fúski. Nokkuð er tekist á á bak við tjöldin á Alþingi þessa dagana um dagskrá þingsins þessa síðustu daga fyrir jólafrí. Í gær var framhaldið á Alþingi umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar og stóð umræðan í nokkrar klukkustundir eða þar til þingfundi var frestað á miðnætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu lítur stjórnarmeirihlutinn svo á að með þessu hafi stjórnarandstaðan reynt að tefja á meðan reynt er að semja um dagskrána fyrir jólafrí. Frumvarpið tengist viðbótarsamningi sem gerður var við kirkjuna sem meðal annars miðar að því að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í fjármálum og starfsmannamálum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerir verulegar athugasemdir við frumvarpið, bæði efnislega og hvað varðar málsmeðferðina. „Málsmeðferðin er algjörlega hábölvanleg og það er algjörlega dæmigert fyrir þetta kirkjujarðasamkomulag og allt sem því viðkemur, að ráðherra fer og talar við kirkjuna og svo er það kirkjuþing en ekki Alþingi sem að samþykkir samninginn fyrst og síðan er þessu hent hérna inn rétt fyrir jól,“ segir Helgi Hrafn. „Það er augljóst að þetta mál fær ekki viðunandi, eða eftir því sem ég fæ best séð, neina umfjöllun í nefnd, alla vegana ekki ef það á að halda starfsáætlun.“ Samkvæmt dagskrá verður umræðu um málið framhaldið nú strax eftir hádegi í dag. „Það er augljóst að þetta verður fúskað í gegn,“ segir Helgi. Spurður hvort ekki megi líta á langar umræður stjórnarandstöðunnar um málið sem málþóf svarar Helgi: „Ég get ekki fullyrt um hvað öðrum gengur til, ég tók eina fimmtán mínútna ræðu, aðra fimm mínútna ræðu og fór í andsvör bara eins og þingsköp heimila mér og ég gæti talað um þetta mál miklu miklu meira,“ segir Helgi.
Alþingi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Steingrímur hellti sér yfir Halldóru Mogensen í hliðarsal þingsins Forseti þingsins óvenju skapillur og vanstilltur nú um stundir. 12. desember 2019 12:00 Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Steingrímur hellti sér yfir Halldóru Mogensen í hliðarsal þingsins Forseti þingsins óvenju skapillur og vanstilltur nú um stundir. 12. desember 2019 12:00
Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35