Sigurvegarar Kraumsverðlaunanna 2019 Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. desember 2019 17:15 Sigurvegararnir á verðlaunaafhendingunni í kvöld. kraumur Kraumsverðlaunin voru afhent á Bryggjunni Brugghúsi klukkan 17 í dag. Sex plötur voru valdar af Kraumslistanum, sem telur 25 plötur. Voru þær valdar úr rúmlega 350 íslenskum plötum sem dómnefnd rýndi í. Verðlaunin eru veitt íslenskum hljómplötum sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Eftirfarandi plötur hlutu Kraumsverðlaunin 2019: Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Gróa - Í glimmerheimi Hlökk - Hulduljóð K.óla - Allt verður alltílæ Sunna Margrét - Art of History Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Óli Dóri, Tanya Lind, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. Umslög platnanna sem hlutu verðlaunin í ár. Athygli vekur að sigurplöturnar í ár eru allar eftir konur, að undanskildri plötu Bjarka. Vestfirska tvíeykið Between Mountains gaf út sína fyrstu plötu í ár, en þær hafa vakið verðskuldaða athygli síðan þær sigruðu Músíktilraunir árið 2017. Teknógúrkutröllið Bjarki er líklega fremstur meðal íslenskra jafningja en er þó miklu þekktari erlendis heldur en heima fyrir. Gáskafulla pönksveitin Gróa gaf út sína aðra plötu í ár þrátt fyrir að þær stöllur séu ekki enn skriðnar yfir tvítugt. Þær og k.óla eru hluti listahópsins post-dreifingar, en Allt verður alltílæ er einnig önnur plata k.óla, sem er listamannsnafn tónsmíðanemans Katrínar Helgu Ólafsdóttur. Hlökk er listahópur skipaður þeim Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Lilju Maríu Ásmundsdóttur and Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Hulduhljóð er myndræn plata úr þeirra smiðju. Sunna Margrét, sem var áður meðlimur Bloodgroup, gerir sveimandi en brotakennda raftónlist, og blandar henni iðulega við innsetningar og aðra myndræna framsetningu á tónleikum sínum. Hlusta má á vel valin lög af hverri plötu fyrir sig hér að neðan.Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Gróa - Í glimmerheimi Hlökk - Hulduhljóð K.óla - Allt verður alltílæ Sunna Margrét - Art of History Tónlist Tengdar fréttir Kraumslistinn 2019 birtur 25 íslenskar hljómplötur sem skarað hafa fram úr á árinu valdar úr rúmlega 350. 3. desember 2019 14:30 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Kraumsverðlaunin voru afhent á Bryggjunni Brugghúsi klukkan 17 í dag. Sex plötur voru valdar af Kraumslistanum, sem telur 25 plötur. Voru þær valdar úr rúmlega 350 íslenskum plötum sem dómnefnd rýndi í. Verðlaunin eru veitt íslenskum hljómplötum sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Eftirfarandi plötur hlutu Kraumsverðlaunin 2019: Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Gróa - Í glimmerheimi Hlökk - Hulduljóð K.óla - Allt verður alltílæ Sunna Margrét - Art of History Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Óli Dóri, Tanya Lind, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. Umslög platnanna sem hlutu verðlaunin í ár. Athygli vekur að sigurplöturnar í ár eru allar eftir konur, að undanskildri plötu Bjarka. Vestfirska tvíeykið Between Mountains gaf út sína fyrstu plötu í ár, en þær hafa vakið verðskuldaða athygli síðan þær sigruðu Músíktilraunir árið 2017. Teknógúrkutröllið Bjarki er líklega fremstur meðal íslenskra jafningja en er þó miklu þekktari erlendis heldur en heima fyrir. Gáskafulla pönksveitin Gróa gaf út sína aðra plötu í ár þrátt fyrir að þær stöllur séu ekki enn skriðnar yfir tvítugt. Þær og k.óla eru hluti listahópsins post-dreifingar, en Allt verður alltílæ er einnig önnur plata k.óla, sem er listamannsnafn tónsmíðanemans Katrínar Helgu Ólafsdóttur. Hlökk er listahópur skipaður þeim Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Lilju Maríu Ásmundsdóttur and Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Hulduhljóð er myndræn plata úr þeirra smiðju. Sunna Margrét, sem var áður meðlimur Bloodgroup, gerir sveimandi en brotakennda raftónlist, og blandar henni iðulega við innsetningar og aðra myndræna framsetningu á tónleikum sínum. Hlusta má á vel valin lög af hverri plötu fyrir sig hér að neðan.Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Gróa - Í glimmerheimi Hlökk - Hulduhljóð K.óla - Allt verður alltílæ Sunna Margrét - Art of History
Tónlist Tengdar fréttir Kraumslistinn 2019 birtur 25 íslenskar hljómplötur sem skarað hafa fram úr á árinu valdar úr rúmlega 350. 3. desember 2019 14:30 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Kraumslistinn 2019 birtur 25 íslenskar hljómplötur sem skarað hafa fram úr á árinu valdar úr rúmlega 350. 3. desember 2019 14:30