Sara heldur áfram að auka forskot sitt á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 16:30 Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Fésbókarsíða Dubai CrossFit Championship Sara Sigmundsdóttir er í frábærum málum eftir magnaðan dag á CrossFit mótinu í Dúbaí en Sara er komin með 36 stiga forskot á toppnum eftir þrjár flottar greinar í dag. Björgvin Karl varð í fimmta sæti í sjöundu grein dagsins og er líka í fimmta sæti í heildarkeppninni fyrir lokadaginn. Sara Sigmundsdóttir var þriðja fljótust í sjöundu greininni sem var krefjandi þrautabraut þar sem keppendur þurftu að klifra í köðlum, taka á því í róðravél, hoppa upp á kassa, henda þungum boltum og ganga ákveðna vegalengd með 60 kílóa stangir. Fram undan er lokadagurinn á morgun og þó að þar verði örugglega nóg af stigum í boði þá gæti orðið erfitt fyrir hinar stelpurnar að stoppa Söru sem er í miklu stuði í hitanum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara komst upp í toppsætið með sigri í einu grein gærdagsins og fylgdi því eftir með því að auka forskot sitt í öllum þremur greinum dagsins. Sara varð eins og áður sagði í þriðja sæti í síðustu greininni og varð því á topp þrjú í öllum greinum dagsins. Það þýðir 285 stig af 300 mögulegum í dag sem er magnaður árangur. Sara er komin með 617 stig eftir sjö greinar og hefur nú 36 stiga forskot á hina slóvakísku Karin Frey. Björgvin Karl Guðmundsson er í fimmta sæti eftir sjö greinar hjá körlunum. Í þremur greinum dagsins varð Björgvin í 3. sætt (grein 5), í 9. sæti (grein 6) og loks í 5. sæti í lokagreininni.Staðan í kvennakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Sara Sigmundsdóttir, Íslandi 617 2. Karin Frey, Slóvakíu 581 3. Samantha Briggs, Bretlandi 561 4. Gabriela Migala, Póllandi 552 5. Alessandra Pichelli, Ítalíu 545 6. Jamie Greene, Ástralía 527 7. Emily Rolfe, Kanada 516 8. Julie Hougård, Danmörku 501Staðan í karlakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Roman Khrennikov, Rússlandi 579 2. Brent Fikowski, Kanada 574 3. Jason Smith, Suður Afríku 553 4. Patrick Vellner, Kanada 552 5. Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi 529 6. Jeffrey Adler, Kanada 507 7. Tola Morakinyo, Bandaríkjunum 501 8. Jonne Koski, Finnlandi 489 Hér fyrir neðan má sjá allar keppnir þriðja dagsins. CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er í frábærum málum eftir magnaðan dag á CrossFit mótinu í Dúbaí en Sara er komin með 36 stiga forskot á toppnum eftir þrjár flottar greinar í dag. Björgvin Karl varð í fimmta sæti í sjöundu grein dagsins og er líka í fimmta sæti í heildarkeppninni fyrir lokadaginn. Sara Sigmundsdóttir var þriðja fljótust í sjöundu greininni sem var krefjandi þrautabraut þar sem keppendur þurftu að klifra í köðlum, taka á því í róðravél, hoppa upp á kassa, henda þungum boltum og ganga ákveðna vegalengd með 60 kílóa stangir. Fram undan er lokadagurinn á morgun og þó að þar verði örugglega nóg af stigum í boði þá gæti orðið erfitt fyrir hinar stelpurnar að stoppa Söru sem er í miklu stuði í hitanum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara komst upp í toppsætið með sigri í einu grein gærdagsins og fylgdi því eftir með því að auka forskot sitt í öllum þremur greinum dagsins. Sara varð eins og áður sagði í þriðja sæti í síðustu greininni og varð því á topp þrjú í öllum greinum dagsins. Það þýðir 285 stig af 300 mögulegum í dag sem er magnaður árangur. Sara er komin með 617 stig eftir sjö greinar og hefur nú 36 stiga forskot á hina slóvakísku Karin Frey. Björgvin Karl Guðmundsson er í fimmta sæti eftir sjö greinar hjá körlunum. Í þremur greinum dagsins varð Björgvin í 3. sætt (grein 5), í 9. sæti (grein 6) og loks í 5. sæti í lokagreininni.Staðan í kvennakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Sara Sigmundsdóttir, Íslandi 617 2. Karin Frey, Slóvakíu 581 3. Samantha Briggs, Bretlandi 561 4. Gabriela Migala, Póllandi 552 5. Alessandra Pichelli, Ítalíu 545 6. Jamie Greene, Ástralía 527 7. Emily Rolfe, Kanada 516 8. Julie Hougård, Danmörku 501Staðan í karlakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Roman Khrennikov, Rússlandi 579 2. Brent Fikowski, Kanada 574 3. Jason Smith, Suður Afríku 553 4. Patrick Vellner, Kanada 552 5. Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi 529 6. Jeffrey Adler, Kanada 507 7. Tola Morakinyo, Bandaríkjunum 501 8. Jonne Koski, Finnlandi 489 Hér fyrir neðan má sjá allar keppnir þriðja dagsins.
CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Sjá meira