Fundu lík í Núpá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2019 14:56 Vísir Laust eftir hádegi tilkynnti áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að búið væri að finna lík í Núpá við Fossgil. Líkið er talið vera af piltinum Leif Magnus Grétarssyni Thisland sem saknað hefur verið frá því á miðvikudagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar segir jafnframt að aðstandendur Leifs hafi verið upplýstir, sem og norska sendiráðið á Íslandi. Rétt fyrir klukkan 15 var lögreglan svo upplýst um það að björgunaraðilar væru búnir að ná líkinu upp úr ánni. Var það flutt til Akureyrar með þyrlu. Í tilkynningu lögreglunnar segir að hún vilji þakka öllum viðbragðsaðilum sem að leitinni komu fyrir umfangsmikið og óeigingjarnt starf við mjög erfið leitarskilyrði. Leitað hafði verið að Leif Magnus frá því á miðvikudagskvöld eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann hefði fallið í ána. Allt tiltækt lið var sent á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út. Leif Magnus féll í ána þegar hann var að aðstoða bónda við að hreinsa krap frá inntaki en við Núpá er heimarafstöð, lón og stífla. Hundruð manna komu að leitinni, meðal annars kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og björgunarsveitarmenn sem eru sérþjálfaðir í straumvatnsbjörgun. Aðstæður til leitar voru afar erfiðar þótt þær hafi verið skárri í dag en í gær. Mikill krapi er þó í ánni og var til að mynda ekki fyrirhugað að leita með köfurum í ánni sjálfri í dag vegna mikillar hættu á krapaflóði. Þyrla gæslunnar var hins vegar notuð til að leita úr lofti auk nokkurra dróna.Fréttin hefur verið uppfærð. Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Nafn drengsins sem leitað er við Núpá Drengurinn sem leitað er að í Núpá heitir Leif Magnus Grétarsson Thisland. 13. desember 2019 11:51 Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Laust eftir hádegi tilkynnti áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að búið væri að finna lík í Núpá við Fossgil. Líkið er talið vera af piltinum Leif Magnus Grétarssyni Thisland sem saknað hefur verið frá því á miðvikudagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar segir jafnframt að aðstandendur Leifs hafi verið upplýstir, sem og norska sendiráðið á Íslandi. Rétt fyrir klukkan 15 var lögreglan svo upplýst um það að björgunaraðilar væru búnir að ná líkinu upp úr ánni. Var það flutt til Akureyrar með þyrlu. Í tilkynningu lögreglunnar segir að hún vilji þakka öllum viðbragðsaðilum sem að leitinni komu fyrir umfangsmikið og óeigingjarnt starf við mjög erfið leitarskilyrði. Leitað hafði verið að Leif Magnus frá því á miðvikudagskvöld eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann hefði fallið í ána. Allt tiltækt lið var sent á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út. Leif Magnus féll í ána þegar hann var að aðstoða bónda við að hreinsa krap frá inntaki en við Núpá er heimarafstöð, lón og stífla. Hundruð manna komu að leitinni, meðal annars kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og björgunarsveitarmenn sem eru sérþjálfaðir í straumvatnsbjörgun. Aðstæður til leitar voru afar erfiðar þótt þær hafi verið skárri í dag en í gær. Mikill krapi er þó í ánni og var til að mynda ekki fyrirhugað að leita með köfurum í ánni sjálfri í dag vegna mikillar hættu á krapaflóði. Þyrla gæslunnar var hins vegar notuð til að leita úr lofti auk nokkurra dróna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Nafn drengsins sem leitað er við Núpá Drengurinn sem leitað er að í Núpá heitir Leif Magnus Grétarsson Thisland. 13. desember 2019 11:51 Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Nafn drengsins sem leitað er við Núpá Drengurinn sem leitað er að í Núpá heitir Leif Magnus Grétarsson Thisland. 13. desember 2019 11:51
Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32
Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59