Gott að huga að vatnslögnum fyrir komandi frostgadd Eiður Þór Árnason skrifar 13. desember 2019 19:20 Frostið er ekkert á förum á næstunni. Vísir/Vilhelm Kalt verður í veðri fram yfir helgi og ættu landsmenn að búa sig undir tveggja stafa frost næstu daga.Er mælt með því að fólk fari að huga að vatnslögnum í híbýlum sínum og sumarbústöðum, enda getur mikið frost valdið skemmdum á lögnum og jafnvel eignatjóni. „Allt sem getur klikkað, það klikkar alltaf á versta tíma, það er bara þannig,“ segir Sigurður Ingvar Hannesson, formaður félags pípulagningameistara. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að það sé gjarnan mikill annatími hjá pípulagningarmeisturum í kringum kuldaköst líkt og nú. „Aðalhættan er núna í vatnslögnum. Við tölum um heitavatn og svo vatnslagnir en fólk gleymir kannski að taka slöngur af garðkrönum. Það er mjög hættulegt vegna þess að þá tæmir hann sig ekki og þá getur hann frosið og sprungið inn í veggjum.“ Mikilvægt að passa upp á slönguna Í ljósi þessa segir hann það eiga að vera fyrsta verk fólks að athuga með slönguna.„Ef þið erum með garðslönguna út í garði eða tengda við krana sem á að tæma sig út, takið það af.“ Einnig ef fólk sér eitthvað vatn úti þá hvetur Sigurður fólk til þess að tæma það ef hægt er. Sigurður segir að svokallaðir þrýstijafnarar eigi það oft til að gefa sig á þessum tíma eða þá að bilun komi í ljós þegar kalt er í veðri. Bilunin lýsi sér oftast í því að þrýstijafnarinn festist í ákveðinni stöðu og gefi þá ekki meiri hita en stillingin gaf til kynna áður en hann festist. Aðalmálið að loka fyrir neysluvatn Sumir sumarhúsaeigendur gætu einnig þurft að huga að sínum málum. Sigurður segir að ef hitaveitukerfið sé í lagi í húsinu þá þurfi fólk yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af komandi frosti. „Númer eitt og tvö er að loka fyrir neysluvatn.“ „Það er aðalmálið, að það sé ekki opið vatn inn í húsið þegar enginn er á staðnum.“ Þegar kemur að heitum pottum þá segir hann að ef gengið sé rétt frá þeim sé engin þörf á áhyggjum á þessum tíma. „Ef að menn opna fyrir frárennslið, vatnið á að vera sjálftæmandi eða með hitaþræði í. Þannig ef að það er rétt gengið frá þessu í upphafi þá á það ekki að skipta máli.“ Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Tveggja stafa frost í kortunum Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. 13. desember 2019 08:12 Norðanátt ríkir áfram yfir kalda helgi Í næstu viku dregur svo úr frosti. 12. desember 2019 07:03 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Kalt verður í veðri fram yfir helgi og ættu landsmenn að búa sig undir tveggja stafa frost næstu daga.Er mælt með því að fólk fari að huga að vatnslögnum í híbýlum sínum og sumarbústöðum, enda getur mikið frost valdið skemmdum á lögnum og jafnvel eignatjóni. „Allt sem getur klikkað, það klikkar alltaf á versta tíma, það er bara þannig,“ segir Sigurður Ingvar Hannesson, formaður félags pípulagningameistara. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að það sé gjarnan mikill annatími hjá pípulagningarmeisturum í kringum kuldaköst líkt og nú. „Aðalhættan er núna í vatnslögnum. Við tölum um heitavatn og svo vatnslagnir en fólk gleymir kannski að taka slöngur af garðkrönum. Það er mjög hættulegt vegna þess að þá tæmir hann sig ekki og þá getur hann frosið og sprungið inn í veggjum.“ Mikilvægt að passa upp á slönguna Í ljósi þessa segir hann það eiga að vera fyrsta verk fólks að athuga með slönguna.„Ef þið erum með garðslönguna út í garði eða tengda við krana sem á að tæma sig út, takið það af.“ Einnig ef fólk sér eitthvað vatn úti þá hvetur Sigurður fólk til þess að tæma það ef hægt er. Sigurður segir að svokallaðir þrýstijafnarar eigi það oft til að gefa sig á þessum tíma eða þá að bilun komi í ljós þegar kalt er í veðri. Bilunin lýsi sér oftast í því að þrýstijafnarinn festist í ákveðinni stöðu og gefi þá ekki meiri hita en stillingin gaf til kynna áður en hann festist. Aðalmálið að loka fyrir neysluvatn Sumir sumarhúsaeigendur gætu einnig þurft að huga að sínum málum. Sigurður segir að ef hitaveitukerfið sé í lagi í húsinu þá þurfi fólk yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af komandi frosti. „Númer eitt og tvö er að loka fyrir neysluvatn.“ „Það er aðalmálið, að það sé ekki opið vatn inn í húsið þegar enginn er á staðnum.“ Þegar kemur að heitum pottum þá segir hann að ef gengið sé rétt frá þeim sé engin þörf á áhyggjum á þessum tíma. „Ef að menn opna fyrir frárennslið, vatnið á að vera sjálftæmandi eða með hitaþræði í. Þannig ef að það er rétt gengið frá þessu í upphafi þá á það ekki að skipta máli.“
Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Tveggja stafa frost í kortunum Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. 13. desember 2019 08:12 Norðanátt ríkir áfram yfir kalda helgi Í næstu viku dregur svo úr frosti. 12. desember 2019 07:03 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Tveggja stafa frost í kortunum Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. 13. desember 2019 08:12