Gott að huga að vatnslögnum fyrir komandi frostgadd Eiður Þór Árnason skrifar 13. desember 2019 19:20 Frostið er ekkert á förum á næstunni. Vísir/Vilhelm Kalt verður í veðri fram yfir helgi og ættu landsmenn að búa sig undir tveggja stafa frost næstu daga.Er mælt með því að fólk fari að huga að vatnslögnum í híbýlum sínum og sumarbústöðum, enda getur mikið frost valdið skemmdum á lögnum og jafnvel eignatjóni. „Allt sem getur klikkað, það klikkar alltaf á versta tíma, það er bara þannig,“ segir Sigurður Ingvar Hannesson, formaður félags pípulagningameistara. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að það sé gjarnan mikill annatími hjá pípulagningarmeisturum í kringum kuldaköst líkt og nú. „Aðalhættan er núna í vatnslögnum. Við tölum um heitavatn og svo vatnslagnir en fólk gleymir kannski að taka slöngur af garðkrönum. Það er mjög hættulegt vegna þess að þá tæmir hann sig ekki og þá getur hann frosið og sprungið inn í veggjum.“ Mikilvægt að passa upp á slönguna Í ljósi þessa segir hann það eiga að vera fyrsta verk fólks að athuga með slönguna.„Ef þið erum með garðslönguna út í garði eða tengda við krana sem á að tæma sig út, takið það af.“ Einnig ef fólk sér eitthvað vatn úti þá hvetur Sigurður fólk til þess að tæma það ef hægt er. Sigurður segir að svokallaðir þrýstijafnarar eigi það oft til að gefa sig á þessum tíma eða þá að bilun komi í ljós þegar kalt er í veðri. Bilunin lýsi sér oftast í því að þrýstijafnarinn festist í ákveðinni stöðu og gefi þá ekki meiri hita en stillingin gaf til kynna áður en hann festist. Aðalmálið að loka fyrir neysluvatn Sumir sumarhúsaeigendur gætu einnig þurft að huga að sínum málum. Sigurður segir að ef hitaveitukerfið sé í lagi í húsinu þá þurfi fólk yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af komandi frosti. „Númer eitt og tvö er að loka fyrir neysluvatn.“ „Það er aðalmálið, að það sé ekki opið vatn inn í húsið þegar enginn er á staðnum.“ Þegar kemur að heitum pottum þá segir hann að ef gengið sé rétt frá þeim sé engin þörf á áhyggjum á þessum tíma. „Ef að menn opna fyrir frárennslið, vatnið á að vera sjálftæmandi eða með hitaþræði í. Þannig ef að það er rétt gengið frá þessu í upphafi þá á það ekki að skipta máli.“ Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Tveggja stafa frost í kortunum Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. 13. desember 2019 08:12 Norðanátt ríkir áfram yfir kalda helgi Í næstu viku dregur svo úr frosti. 12. desember 2019 07:03 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Kalt verður í veðri fram yfir helgi og ættu landsmenn að búa sig undir tveggja stafa frost næstu daga.Er mælt með því að fólk fari að huga að vatnslögnum í híbýlum sínum og sumarbústöðum, enda getur mikið frost valdið skemmdum á lögnum og jafnvel eignatjóni. „Allt sem getur klikkað, það klikkar alltaf á versta tíma, það er bara þannig,“ segir Sigurður Ingvar Hannesson, formaður félags pípulagningameistara. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að það sé gjarnan mikill annatími hjá pípulagningarmeisturum í kringum kuldaköst líkt og nú. „Aðalhættan er núna í vatnslögnum. Við tölum um heitavatn og svo vatnslagnir en fólk gleymir kannski að taka slöngur af garðkrönum. Það er mjög hættulegt vegna þess að þá tæmir hann sig ekki og þá getur hann frosið og sprungið inn í veggjum.“ Mikilvægt að passa upp á slönguna Í ljósi þessa segir hann það eiga að vera fyrsta verk fólks að athuga með slönguna.„Ef þið erum með garðslönguna út í garði eða tengda við krana sem á að tæma sig út, takið það af.“ Einnig ef fólk sér eitthvað vatn úti þá hvetur Sigurður fólk til þess að tæma það ef hægt er. Sigurður segir að svokallaðir þrýstijafnarar eigi það oft til að gefa sig á þessum tíma eða þá að bilun komi í ljós þegar kalt er í veðri. Bilunin lýsi sér oftast í því að þrýstijafnarinn festist í ákveðinni stöðu og gefi þá ekki meiri hita en stillingin gaf til kynna áður en hann festist. Aðalmálið að loka fyrir neysluvatn Sumir sumarhúsaeigendur gætu einnig þurft að huga að sínum málum. Sigurður segir að ef hitaveitukerfið sé í lagi í húsinu þá þurfi fólk yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af komandi frosti. „Númer eitt og tvö er að loka fyrir neysluvatn.“ „Það er aðalmálið, að það sé ekki opið vatn inn í húsið þegar enginn er á staðnum.“ Þegar kemur að heitum pottum þá segir hann að ef gengið sé rétt frá þeim sé engin þörf á áhyggjum á þessum tíma. „Ef að menn opna fyrir frárennslið, vatnið á að vera sjálftæmandi eða með hitaþræði í. Þannig ef að það er rétt gengið frá þessu í upphafi þá á það ekki að skipta máli.“
Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Tveggja stafa frost í kortunum Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. 13. desember 2019 08:12 Norðanátt ríkir áfram yfir kalda helgi Í næstu viku dregur svo úr frosti. 12. desember 2019 07:03 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Tveggja stafa frost í kortunum Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. 13. desember 2019 08:12