Gott að huga að vatnslögnum fyrir komandi frostgadd Eiður Þór Árnason skrifar 13. desember 2019 19:20 Frostið er ekkert á förum á næstunni. Vísir/Vilhelm Kalt verður í veðri fram yfir helgi og ættu landsmenn að búa sig undir tveggja stafa frost næstu daga.Er mælt með því að fólk fari að huga að vatnslögnum í híbýlum sínum og sumarbústöðum, enda getur mikið frost valdið skemmdum á lögnum og jafnvel eignatjóni. „Allt sem getur klikkað, það klikkar alltaf á versta tíma, það er bara þannig,“ segir Sigurður Ingvar Hannesson, formaður félags pípulagningameistara. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að það sé gjarnan mikill annatími hjá pípulagningarmeisturum í kringum kuldaköst líkt og nú. „Aðalhættan er núna í vatnslögnum. Við tölum um heitavatn og svo vatnslagnir en fólk gleymir kannski að taka slöngur af garðkrönum. Það er mjög hættulegt vegna þess að þá tæmir hann sig ekki og þá getur hann frosið og sprungið inn í veggjum.“ Mikilvægt að passa upp á slönguna Í ljósi þessa segir hann það eiga að vera fyrsta verk fólks að athuga með slönguna.„Ef þið erum með garðslönguna út í garði eða tengda við krana sem á að tæma sig út, takið það af.“ Einnig ef fólk sér eitthvað vatn úti þá hvetur Sigurður fólk til þess að tæma það ef hægt er. Sigurður segir að svokallaðir þrýstijafnarar eigi það oft til að gefa sig á þessum tíma eða þá að bilun komi í ljós þegar kalt er í veðri. Bilunin lýsi sér oftast í því að þrýstijafnarinn festist í ákveðinni stöðu og gefi þá ekki meiri hita en stillingin gaf til kynna áður en hann festist. Aðalmálið að loka fyrir neysluvatn Sumir sumarhúsaeigendur gætu einnig þurft að huga að sínum málum. Sigurður segir að ef hitaveitukerfið sé í lagi í húsinu þá þurfi fólk yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af komandi frosti. „Númer eitt og tvö er að loka fyrir neysluvatn.“ „Það er aðalmálið, að það sé ekki opið vatn inn í húsið þegar enginn er á staðnum.“ Þegar kemur að heitum pottum þá segir hann að ef gengið sé rétt frá þeim sé engin þörf á áhyggjum á þessum tíma. „Ef að menn opna fyrir frárennslið, vatnið á að vera sjálftæmandi eða með hitaþræði í. Þannig ef að það er rétt gengið frá þessu í upphafi þá á það ekki að skipta máli.“ Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Tveggja stafa frost í kortunum Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. 13. desember 2019 08:12 Norðanátt ríkir áfram yfir kalda helgi Í næstu viku dregur svo úr frosti. 12. desember 2019 07:03 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Kalt verður í veðri fram yfir helgi og ættu landsmenn að búa sig undir tveggja stafa frost næstu daga.Er mælt með því að fólk fari að huga að vatnslögnum í híbýlum sínum og sumarbústöðum, enda getur mikið frost valdið skemmdum á lögnum og jafnvel eignatjóni. „Allt sem getur klikkað, það klikkar alltaf á versta tíma, það er bara þannig,“ segir Sigurður Ingvar Hannesson, formaður félags pípulagningameistara. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að það sé gjarnan mikill annatími hjá pípulagningarmeisturum í kringum kuldaköst líkt og nú. „Aðalhættan er núna í vatnslögnum. Við tölum um heitavatn og svo vatnslagnir en fólk gleymir kannski að taka slöngur af garðkrönum. Það er mjög hættulegt vegna þess að þá tæmir hann sig ekki og þá getur hann frosið og sprungið inn í veggjum.“ Mikilvægt að passa upp á slönguna Í ljósi þessa segir hann það eiga að vera fyrsta verk fólks að athuga með slönguna.„Ef þið erum með garðslönguna út í garði eða tengda við krana sem á að tæma sig út, takið það af.“ Einnig ef fólk sér eitthvað vatn úti þá hvetur Sigurður fólk til þess að tæma það ef hægt er. Sigurður segir að svokallaðir þrýstijafnarar eigi það oft til að gefa sig á þessum tíma eða þá að bilun komi í ljós þegar kalt er í veðri. Bilunin lýsi sér oftast í því að þrýstijafnarinn festist í ákveðinni stöðu og gefi þá ekki meiri hita en stillingin gaf til kynna áður en hann festist. Aðalmálið að loka fyrir neysluvatn Sumir sumarhúsaeigendur gætu einnig þurft að huga að sínum málum. Sigurður segir að ef hitaveitukerfið sé í lagi í húsinu þá þurfi fólk yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af komandi frosti. „Númer eitt og tvö er að loka fyrir neysluvatn.“ „Það er aðalmálið, að það sé ekki opið vatn inn í húsið þegar enginn er á staðnum.“ Þegar kemur að heitum pottum þá segir hann að ef gengið sé rétt frá þeim sé engin þörf á áhyggjum á þessum tíma. „Ef að menn opna fyrir frárennslið, vatnið á að vera sjálftæmandi eða með hitaþræði í. Þannig ef að það er rétt gengið frá þessu í upphafi þá á það ekki að skipta máli.“
Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Tveggja stafa frost í kortunum Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. 13. desember 2019 08:12 Norðanátt ríkir áfram yfir kalda helgi Í næstu viku dregur svo úr frosti. 12. desember 2019 07:03 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Tveggja stafa frost í kortunum Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. 13. desember 2019 08:12