Tannlæknafjölskylda á Selfossi sem gerir það gott Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2019 19:15 Afi hans er tannlæknir, mamma hans er tannlæknir, pabbi hans er tannlæknir og sjálfur er hann nýútskrifaður tannlæknir. Hér eru við að tala um Andra Hrafn Hallsson tuttugu og átta ára tannlæknir og Selfyssing, sem segist elska að vera í vinnunni með foreldrum sínum. Það eru alltaf einhverjir sem óttast að fara til tannlæknis og kvíða mikið fyrir því að setjast í stólinn á meðan aðrir eru sultuslakir og láta tannlækna ekki raska ró sinni. Tannlæknafjölskyldan á Selfossi hjá Tannlæknaþjónustunni er að gera við tennur alla daga hvort sem það er á stofu fjölskyldunnar á Hellu, Reykjavík eða Selfossi. Hallur og Petra hafa starfað lengi sem tannlæknar og pabbi Petru, Sigurður Líndal Viggósson en ekki hefði þeim dottið í hug að þau ættu eftir að vinna með syni sínum, sem er nýútskrifaður tannlæknir 28 ára gamall. „Það er búið að skóla hann nokkuð vel til hérna. Hann byrjaði á því að sendast, svo er hann búin að skúra, hann hefur verið klinka hjá okkur og núna er hann orðinn tannlæknir, hann virðist valda þessu nokkuð þokkalega“, segir Hallur Halldórsson, pabbi Andra.En hvað er talað um við eldhúsborðið heima hjá fjölskyldunni? „Fyrir hádegi er bara talað um tannstein og eftir hádegi viðgerðir og um kvöldið um önnur mál“, segir Hallur hlæjandi. „Hann er að standa sig gríðarlega vel, mjög vel, bæði duglegur að vinna og nær vel til fólks. Það gengur bara mjög vel hjá honum finnst mér“, segir Petra mamma Andra og bætir við; „Já, já, auðvitað gefum við honum góð ráð, við ræðum mikið vinnuna heima og svona en maður reynir auðvitað ekki alltaf að vera að skipta sér af, það væri nú frekar leiðinlegt fyrir hann.“ Andri Hrafn segir starf tannlæknis frábært og skemmtilegt.Vísir/MHH Andri Hrafn útskrifaðist í vor úr tannlæknadeildinni, eini strákurinn úr átta manna hópi. En hvernig finnst honum að vinna hjá foreldrum sínum „Það er mjög gott, þau eru mjög fús til að leiðbeina manni og gott að leita til þeirra. Ég myndi segja að ég væri heppin að fá að vinna við hliðina á þeim. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt starf, þess vegna er ég hérna alla daga því ég elska að vera í vinnunni“. Það vekur athygli þeirra sem sjá Andra Hrafn þegar hann er í stuttermabol að hann er með stór tattú á sitt hvorum handleggnum. „Það gerðist nú mest megni áður en ég fór í tannlæknirinn, þá var maður rosa rokkari“, segir hann brosandi. Annað af húðflúrunum, sem Andri Hrafn er með og vekur alltaf jafn mikla athygli þeirra sem sjá.Vísir/MHH Árborg Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Afi hans er tannlæknir, mamma hans er tannlæknir, pabbi hans er tannlæknir og sjálfur er hann nýútskrifaður tannlæknir. Hér eru við að tala um Andra Hrafn Hallsson tuttugu og átta ára tannlæknir og Selfyssing, sem segist elska að vera í vinnunni með foreldrum sínum. Það eru alltaf einhverjir sem óttast að fara til tannlæknis og kvíða mikið fyrir því að setjast í stólinn á meðan aðrir eru sultuslakir og láta tannlækna ekki raska ró sinni. Tannlæknafjölskyldan á Selfossi hjá Tannlæknaþjónustunni er að gera við tennur alla daga hvort sem það er á stofu fjölskyldunnar á Hellu, Reykjavík eða Selfossi. Hallur og Petra hafa starfað lengi sem tannlæknar og pabbi Petru, Sigurður Líndal Viggósson en ekki hefði þeim dottið í hug að þau ættu eftir að vinna með syni sínum, sem er nýútskrifaður tannlæknir 28 ára gamall. „Það er búið að skóla hann nokkuð vel til hérna. Hann byrjaði á því að sendast, svo er hann búin að skúra, hann hefur verið klinka hjá okkur og núna er hann orðinn tannlæknir, hann virðist valda þessu nokkuð þokkalega“, segir Hallur Halldórsson, pabbi Andra.En hvað er talað um við eldhúsborðið heima hjá fjölskyldunni? „Fyrir hádegi er bara talað um tannstein og eftir hádegi viðgerðir og um kvöldið um önnur mál“, segir Hallur hlæjandi. „Hann er að standa sig gríðarlega vel, mjög vel, bæði duglegur að vinna og nær vel til fólks. Það gengur bara mjög vel hjá honum finnst mér“, segir Petra mamma Andra og bætir við; „Já, já, auðvitað gefum við honum góð ráð, við ræðum mikið vinnuna heima og svona en maður reynir auðvitað ekki alltaf að vera að skipta sér af, það væri nú frekar leiðinlegt fyrir hann.“ Andri Hrafn segir starf tannlæknis frábært og skemmtilegt.Vísir/MHH Andri Hrafn útskrifaðist í vor úr tannlæknadeildinni, eini strákurinn úr átta manna hópi. En hvernig finnst honum að vinna hjá foreldrum sínum „Það er mjög gott, þau eru mjög fús til að leiðbeina manni og gott að leita til þeirra. Ég myndi segja að ég væri heppin að fá að vinna við hliðina á þeim. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt starf, þess vegna er ég hérna alla daga því ég elska að vera í vinnunni“. Það vekur athygli þeirra sem sjá Andra Hrafn þegar hann er í stuttermabol að hann er með stór tattú á sitt hvorum handleggnum. „Það gerðist nú mest megni áður en ég fór í tannlæknirinn, þá var maður rosa rokkari“, segir hann brosandi. Annað af húðflúrunum, sem Andri Hrafn er með og vekur alltaf jafn mikla athygli þeirra sem sjá.Vísir/MHH
Árborg Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira