Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2019 13:15 Andrés Ingi Jónsson. Vísir/Vilhelm Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. Hollendingar lækkuðu hámarkshraða á vegum í haust til að draga úr mengun. Á áramótum taka gildi ný umferðarlög þar sem verður að finna heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum, þó eigi hærri en 110 kílómetrar á klukkustund, ef akreinar eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa. Lögin í dag kveða á um að hámarkshraði á vegum fari ekki yfir 90 kílómetra hraða. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utanflokka, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um hvaða vegarkaflar hafa komið til álita að ákveða hærri hraðamörk þegar nýju lögin taka gildi. Þá vill Andrés einnig fá að vita hvaða áhrif slík hækkun hefur á losun gróðurhúsalofttegunda, svifryksmengun, tíðni og alvarleika slysa, og slit umferðarmannvirkja, afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. „Eftir því sem hraði eykst þá hækkar þetta allt saman,“ segir Andrés. Hann tekur telur hækkun hámarkshraða fara í öfuga átt við almenna þróun í heiminum. Í Hollandi hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraða. „Mér var til dæmis bent á að í Hollandi hefði hámarkshraði verið lækkaður núna í haust á hraðbrautum úr 120 eða 130 niður í 100 kílómetra hraða. Það var eftir greiningu sem leiddi í ljós að þetta væri mjög áhrifarík leið til að bæði draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en líka til að minnka slys og draga úr viðhaldsþörf á vegunum. Það er í sjálfu sér ekkert ný uppfinning því í olíukreppunni ´74 lækkaði Nixon hámarkshraða í Bandaríkjunum til að spara olíu.“ Þá vill Andrés einnig vita hvaða áhrif það hefði ef afnumin yrði undanþága til hærra hraðamarka en 50 km/h inna þéttbýlis. „Það er eitthvað sem við mættum alveg fara að ræða, sérstaklega á gráu dögunum sem eru farnir að vera dálítið algengir á veturna, þar sem að svifryksmengun fer upp úr öllum mörkum. Hvort að þessi 80 kílómetra hámarkshraði sem er á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins. Hvort hann sé að skila nægilegum ábata í afkastagetu. Hvort að umferðin sé í rauninni að fara það mikið skilvirkar á milli staða að það réttlæti þau auknu mengun sem fylgir hraðanum,“ segir Andrés. Hann hefur einnig skrifað grein á vísi um málið. Losun frá vegasamgöngum er mikil og stjórnvöld geti haft mikil áhrif þar á. Með því að hækka hámarkshraða er losun aukin. Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Hægjum á okkur fyrir framtíðina Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er "grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. 15. desember 2019 12:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. Hollendingar lækkuðu hámarkshraða á vegum í haust til að draga úr mengun. Á áramótum taka gildi ný umferðarlög þar sem verður að finna heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum, þó eigi hærri en 110 kílómetrar á klukkustund, ef akreinar eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa. Lögin í dag kveða á um að hámarkshraði á vegum fari ekki yfir 90 kílómetra hraða. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utanflokka, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um hvaða vegarkaflar hafa komið til álita að ákveða hærri hraðamörk þegar nýju lögin taka gildi. Þá vill Andrés einnig fá að vita hvaða áhrif slík hækkun hefur á losun gróðurhúsalofttegunda, svifryksmengun, tíðni og alvarleika slysa, og slit umferðarmannvirkja, afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. „Eftir því sem hraði eykst þá hækkar þetta allt saman,“ segir Andrés. Hann tekur telur hækkun hámarkshraða fara í öfuga átt við almenna þróun í heiminum. Í Hollandi hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraða. „Mér var til dæmis bent á að í Hollandi hefði hámarkshraði verið lækkaður núna í haust á hraðbrautum úr 120 eða 130 niður í 100 kílómetra hraða. Það var eftir greiningu sem leiddi í ljós að þetta væri mjög áhrifarík leið til að bæði draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en líka til að minnka slys og draga úr viðhaldsþörf á vegunum. Það er í sjálfu sér ekkert ný uppfinning því í olíukreppunni ´74 lækkaði Nixon hámarkshraða í Bandaríkjunum til að spara olíu.“ Þá vill Andrés einnig vita hvaða áhrif það hefði ef afnumin yrði undanþága til hærra hraðamarka en 50 km/h inna þéttbýlis. „Það er eitthvað sem við mættum alveg fara að ræða, sérstaklega á gráu dögunum sem eru farnir að vera dálítið algengir á veturna, þar sem að svifryksmengun fer upp úr öllum mörkum. Hvort að þessi 80 kílómetra hámarkshraði sem er á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins. Hvort hann sé að skila nægilegum ábata í afkastagetu. Hvort að umferðin sé í rauninni að fara það mikið skilvirkar á milli staða að það réttlæti þau auknu mengun sem fylgir hraðanum,“ segir Andrés. Hann hefur einnig skrifað grein á vísi um málið. Losun frá vegasamgöngum er mikil og stjórnvöld geti haft mikil áhrif þar á. Með því að hækka hámarkshraða er losun aukin.
Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Hægjum á okkur fyrir framtíðina Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er "grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. 15. desember 2019 12:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hægjum á okkur fyrir framtíðina Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er "grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. 15. desember 2019 12:30