Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2019 13:15 Andrés Ingi Jónsson. Vísir/Vilhelm Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. Hollendingar lækkuðu hámarkshraða á vegum í haust til að draga úr mengun. Á áramótum taka gildi ný umferðarlög þar sem verður að finna heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum, þó eigi hærri en 110 kílómetrar á klukkustund, ef akreinar eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa. Lögin í dag kveða á um að hámarkshraði á vegum fari ekki yfir 90 kílómetra hraða. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utanflokka, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um hvaða vegarkaflar hafa komið til álita að ákveða hærri hraðamörk þegar nýju lögin taka gildi. Þá vill Andrés einnig fá að vita hvaða áhrif slík hækkun hefur á losun gróðurhúsalofttegunda, svifryksmengun, tíðni og alvarleika slysa, og slit umferðarmannvirkja, afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. „Eftir því sem hraði eykst þá hækkar þetta allt saman,“ segir Andrés. Hann tekur telur hækkun hámarkshraða fara í öfuga átt við almenna þróun í heiminum. Í Hollandi hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraða. „Mér var til dæmis bent á að í Hollandi hefði hámarkshraði verið lækkaður núna í haust á hraðbrautum úr 120 eða 130 niður í 100 kílómetra hraða. Það var eftir greiningu sem leiddi í ljós að þetta væri mjög áhrifarík leið til að bæði draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en líka til að minnka slys og draga úr viðhaldsþörf á vegunum. Það er í sjálfu sér ekkert ný uppfinning því í olíukreppunni ´74 lækkaði Nixon hámarkshraða í Bandaríkjunum til að spara olíu.“ Þá vill Andrés einnig vita hvaða áhrif það hefði ef afnumin yrði undanþága til hærra hraðamarka en 50 km/h inna þéttbýlis. „Það er eitthvað sem við mættum alveg fara að ræða, sérstaklega á gráu dögunum sem eru farnir að vera dálítið algengir á veturna, þar sem að svifryksmengun fer upp úr öllum mörkum. Hvort að þessi 80 kílómetra hámarkshraði sem er á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins. Hvort hann sé að skila nægilegum ábata í afkastagetu. Hvort að umferðin sé í rauninni að fara það mikið skilvirkar á milli staða að það réttlæti þau auknu mengun sem fylgir hraðanum,“ segir Andrés. Hann hefur einnig skrifað grein á vísi um málið. Losun frá vegasamgöngum er mikil og stjórnvöld geti haft mikil áhrif þar á. Með því að hækka hámarkshraða er losun aukin. Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Hægjum á okkur fyrir framtíðina Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er "grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. 15. desember 2019 12:30 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. Hollendingar lækkuðu hámarkshraða á vegum í haust til að draga úr mengun. Á áramótum taka gildi ný umferðarlög þar sem verður að finna heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum, þó eigi hærri en 110 kílómetrar á klukkustund, ef akreinar eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa. Lögin í dag kveða á um að hámarkshraði á vegum fari ekki yfir 90 kílómetra hraða. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utanflokka, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um hvaða vegarkaflar hafa komið til álita að ákveða hærri hraðamörk þegar nýju lögin taka gildi. Þá vill Andrés einnig fá að vita hvaða áhrif slík hækkun hefur á losun gróðurhúsalofttegunda, svifryksmengun, tíðni og alvarleika slysa, og slit umferðarmannvirkja, afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. „Eftir því sem hraði eykst þá hækkar þetta allt saman,“ segir Andrés. Hann tekur telur hækkun hámarkshraða fara í öfuga átt við almenna þróun í heiminum. Í Hollandi hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraða. „Mér var til dæmis bent á að í Hollandi hefði hámarkshraði verið lækkaður núna í haust á hraðbrautum úr 120 eða 130 niður í 100 kílómetra hraða. Það var eftir greiningu sem leiddi í ljós að þetta væri mjög áhrifarík leið til að bæði draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en líka til að minnka slys og draga úr viðhaldsþörf á vegunum. Það er í sjálfu sér ekkert ný uppfinning því í olíukreppunni ´74 lækkaði Nixon hámarkshraða í Bandaríkjunum til að spara olíu.“ Þá vill Andrés einnig vita hvaða áhrif það hefði ef afnumin yrði undanþága til hærra hraðamarka en 50 km/h inna þéttbýlis. „Það er eitthvað sem við mættum alveg fara að ræða, sérstaklega á gráu dögunum sem eru farnir að vera dálítið algengir á veturna, þar sem að svifryksmengun fer upp úr öllum mörkum. Hvort að þessi 80 kílómetra hámarkshraði sem er á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins. Hvort hann sé að skila nægilegum ábata í afkastagetu. Hvort að umferðin sé í rauninni að fara það mikið skilvirkar á milli staða að það réttlæti þau auknu mengun sem fylgir hraðanum,“ segir Andrés. Hann hefur einnig skrifað grein á vísi um málið. Losun frá vegasamgöngum er mikil og stjórnvöld geti haft mikil áhrif þar á. Með því að hækka hámarkshraða er losun aukin.
Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Hægjum á okkur fyrir framtíðina Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er "grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. 15. desember 2019 12:30 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Hægjum á okkur fyrir framtíðina Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er "grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. 15. desember 2019 12:30