„Ég svara því bara fullum hálsi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. desember 2019 12:39 Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar á bug ásökunum um að hafa rofið trúnað um umfjöllun málsins í nefndinni. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, og Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, samþykktu fyrr í þessum mánuði tillögu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Sjá einnig: Saka hvort annað um að misskilja málið Skömmu síðar lagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður nefndarinnar, fram bókun þar sem segir að Guðmundur Andri hafi fjallað opinberlega um efni fundarins, sem feli í sér skýrt brot á þingskaparlögum. Harmar Líneik í bókun sinni að þingmaðurinn hafi rofið trúnað en því vísar Guðmundur Andri á bug. „Ég svara því bara fullum hálsi og neita því að ég hafi gert það. Ég sagði frá fundi og sagði frá þeirri afstöðu sem að fundarmenn hefðu haft en ég var ekki að rekja einstök orðaskipti og ég var ekkert að bera á torg neinar viðkvæmar upplýsingar. Þannig að ég er ekki sammála því, “ segir Guðmundur Andri. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar í dag, þegar henni gefst færi á að funda milli anna í þinginu. „Þá munum við væntanlega setja niður fyrir okkur spurningar sem að við leggjum fyrir ráðuneytið í þessari rannsókn,“ segir Guðmundur Andri. Formaður nefndarinnar „hrapi að ályktunum“ Á sama fundi og Líneik lagði fram bókun um meintan trúnaðarbrest Guðmundar Andra, sem fór fram þann 9. desember, lagði hún fram aðra bókun þar sem hún lýsir áhyggjum af framferði Þórhildar Sunnu, formanns nefndarinnar, vegna málsins. „Áhyggjuefni er þegar formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hrapar ítrekað að ályktunum og gefur sér niðurstöðu fyrir fram í flóknum málum, nú síðast í málum sem varða hæfi ráðherra sjávarútvegsmála. Þar hefur þess ekki verið gætt að málefnaleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við meðferð mála í nefndinni, með því að veita ráðherra eðlilegt færi á því að skýra orð sín, sem og að neita nefndarmönnum um frekari gögn í málinu, áður en ákvörðun er tekin um frumkvæðisathugun nefndarinnar,“ segir meðal annars í bókun Líneikur. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 19:00 Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar á bug ásökunum um að hafa rofið trúnað um umfjöllun málsins í nefndinni. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, og Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, samþykktu fyrr í þessum mánuði tillögu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Sjá einnig: Saka hvort annað um að misskilja málið Skömmu síðar lagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður nefndarinnar, fram bókun þar sem segir að Guðmundur Andri hafi fjallað opinberlega um efni fundarins, sem feli í sér skýrt brot á þingskaparlögum. Harmar Líneik í bókun sinni að þingmaðurinn hafi rofið trúnað en því vísar Guðmundur Andri á bug. „Ég svara því bara fullum hálsi og neita því að ég hafi gert það. Ég sagði frá fundi og sagði frá þeirri afstöðu sem að fundarmenn hefðu haft en ég var ekki að rekja einstök orðaskipti og ég var ekkert að bera á torg neinar viðkvæmar upplýsingar. Þannig að ég er ekki sammála því, “ segir Guðmundur Andri. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar í dag, þegar henni gefst færi á að funda milli anna í þinginu. „Þá munum við væntanlega setja niður fyrir okkur spurningar sem að við leggjum fyrir ráðuneytið í þessari rannsókn,“ segir Guðmundur Andri. Formaður nefndarinnar „hrapi að ályktunum“ Á sama fundi og Líneik lagði fram bókun um meintan trúnaðarbrest Guðmundar Andra, sem fór fram þann 9. desember, lagði hún fram aðra bókun þar sem hún lýsir áhyggjum af framferði Þórhildar Sunnu, formanns nefndarinnar, vegna málsins. „Áhyggjuefni er þegar formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hrapar ítrekað að ályktunum og gefur sér niðurstöðu fyrir fram í flóknum málum, nú síðast í málum sem varða hæfi ráðherra sjávarútvegsmála. Þar hefur þess ekki verið gætt að málefnaleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við meðferð mála í nefndinni, með því að veita ráðherra eðlilegt færi á því að skýra orð sín, sem og að neita nefndarmönnum um frekari gögn í málinu, áður en ákvörðun er tekin um frumkvæðisathugun nefndarinnar,“ segir meðal annars í bókun Líneikur.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 19:00 Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 19:00
Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11