Þriðjung allra dauðsfalla má rekja til lífsstíls Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2019 18:37 Nýlega kom út ritröð um yfirlit heilbrigðismála aðildarlanda ESB ásamt Íslandi og Noregi. Er þetta í fyrsta skipti sem gerð er sérstök greining á heilbrigðiskerfi og heilsufari á Íslandi. Góðu fréttirnar eru að almennt er heilbrigðisástand fólks gott á Íslandi og stendur íslenska heilbrigðiskerfið sig tiltölulega vel að sjá öllum fyrir góðu aðgengi að hágæða þjónustu. Minna efnaðir finna helst fyrir mismunun þegar kemur að lyfjakaupum og tannlæknaþjónustu. Síðustu ár hefur myndast munur á lífslíkum eftir menntunarstigi.vísir/hafsteinn Lífslíkur jukust um næstum þrjú ár frá 2000 til 2017, þegar þær náðu 82,6 árum en meðaltalið er 80,9 ár í Evrópu. Þó hefur komið í ljós að munur eftir menntunarstigi hefur aukist á síðustu árum. Þannig lifa konur með mikla menntun um þremur og hálfu ári lengur en þær minna menntuðu og mikið menntaðir karlar lifa næstum fimm árum lengur en þeir sem hafa litla menntun. Sjötta hvert dauðsfall vegna mataræðis Samkvæmt skýrslunni er talið að rúmlega þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi megi rekja til lífsstílsáhættuþátta sem hægt er að breyta. Slæmar matarvenjur leiddu til rúmlega eins sjötta allra dauðsfalla árið 2017, sem rekja mátti til of lítillar ávaxta- og grænmetisneyslu en of mikillar neyslu á sykri og salti. Áhættuþættir vegna lífsstíls útskýra þriðjung dauðsfalla á Íslandi. Það eru þættir eins og mataræði, reykingar, hreyfingarleysi og áfengisneysla.vísir/hafsteinn Þótt reykingar og áfengisneysla séu minni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi þá er áætlað að tóbak hafi leitt til 15% af öllum dauðsföllunum og áfengisneysla 1% en lítil hreyfing útskýrir 3% dauðsfalla. Þrátt fyrir að Íslendingar, bæði börn og fullorðnir, séu sérstaklega duglegir að hreyfa sig samkvæmt þessari samantekt er offita talið meiriháttar lýðheilsuvandamál hér á landi. Er það tengt slæmum matarvenjum eins og ofar kom fram. Fjórði hver fullorðinn Íslendingur er með offitu samkvæmt útreikningi á BMI-stuðli og hefur hlutfallið aukist mikið síðasta áratuginn. Fimmtungur fimmtán ára ungmenna voru yfir kjörþyngd eða of feit og var það þriðja hæsta hlutfallið í Evrópu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Er offita sjúkdómur? Misjafnt er hvaða augum umræðan um offitu á Íslandi er litin. Annars vegar að offita sé sjúkdómur og heilbrigðiskerfið þurfi að bregðast við. Hins vegar að ekki eigi að sjúkdómsvæða feitt fólk heldur líta til heilsuvenja burtséð frá holdafari. 10. nóvember 2019 19:42 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Sjá meira
Nýlega kom út ritröð um yfirlit heilbrigðismála aðildarlanda ESB ásamt Íslandi og Noregi. Er þetta í fyrsta skipti sem gerð er sérstök greining á heilbrigðiskerfi og heilsufari á Íslandi. Góðu fréttirnar eru að almennt er heilbrigðisástand fólks gott á Íslandi og stendur íslenska heilbrigðiskerfið sig tiltölulega vel að sjá öllum fyrir góðu aðgengi að hágæða þjónustu. Minna efnaðir finna helst fyrir mismunun þegar kemur að lyfjakaupum og tannlæknaþjónustu. Síðustu ár hefur myndast munur á lífslíkum eftir menntunarstigi.vísir/hafsteinn Lífslíkur jukust um næstum þrjú ár frá 2000 til 2017, þegar þær náðu 82,6 árum en meðaltalið er 80,9 ár í Evrópu. Þó hefur komið í ljós að munur eftir menntunarstigi hefur aukist á síðustu árum. Þannig lifa konur með mikla menntun um þremur og hálfu ári lengur en þær minna menntuðu og mikið menntaðir karlar lifa næstum fimm árum lengur en þeir sem hafa litla menntun. Sjötta hvert dauðsfall vegna mataræðis Samkvæmt skýrslunni er talið að rúmlega þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi megi rekja til lífsstílsáhættuþátta sem hægt er að breyta. Slæmar matarvenjur leiddu til rúmlega eins sjötta allra dauðsfalla árið 2017, sem rekja mátti til of lítillar ávaxta- og grænmetisneyslu en of mikillar neyslu á sykri og salti. Áhættuþættir vegna lífsstíls útskýra þriðjung dauðsfalla á Íslandi. Það eru þættir eins og mataræði, reykingar, hreyfingarleysi og áfengisneysla.vísir/hafsteinn Þótt reykingar og áfengisneysla séu minni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi þá er áætlað að tóbak hafi leitt til 15% af öllum dauðsföllunum og áfengisneysla 1% en lítil hreyfing útskýrir 3% dauðsfalla. Þrátt fyrir að Íslendingar, bæði börn og fullorðnir, séu sérstaklega duglegir að hreyfa sig samkvæmt þessari samantekt er offita talið meiriháttar lýðheilsuvandamál hér á landi. Er það tengt slæmum matarvenjum eins og ofar kom fram. Fjórði hver fullorðinn Íslendingur er með offitu samkvæmt útreikningi á BMI-stuðli og hefur hlutfallið aukist mikið síðasta áratuginn. Fimmtungur fimmtán ára ungmenna voru yfir kjörþyngd eða of feit og var það þriðja hæsta hlutfallið í Evrópu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Er offita sjúkdómur? Misjafnt er hvaða augum umræðan um offitu á Íslandi er litin. Annars vegar að offita sé sjúkdómur og heilbrigðiskerfið þurfi að bregðast við. Hins vegar að ekki eigi að sjúkdómsvæða feitt fólk heldur líta til heilsuvenja burtséð frá holdafari. 10. nóvember 2019 19:42 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Sjá meira
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Er offita sjúkdómur? Misjafnt er hvaða augum umræðan um offitu á Íslandi er litin. Annars vegar að offita sé sjúkdómur og heilbrigðiskerfið þurfi að bregðast við. Hins vegar að ekki eigi að sjúkdómsvæða feitt fólk heldur líta til heilsuvenja burtséð frá holdafari. 10. nóvember 2019 19:42