Kántrístjarna klifraði upp snarbratta hlíð vegna ótta við að verða gómaður á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2019 21:14 Kip Moore er mikil kántrístjarna. Vísir/Getty Bandaríska kántrístjarnan Kip Moore segir að ógnvænlegustu aðstæður sem hann hafi komið sér í hafi verið á ferð sinni um Ísland árið 2017. Hann og félagi hans óðu þá ískalda á og klifruðu upp snarbratta hlíð til þess að að verða ekki gómaðir af nokkrum „landvörðum“ sem biðu eftir þeim.Moore var gestur viðtalsþáttarins The Ty Bentli Show þar sem hann var spurður að því hvað væri það hættulegasta sem hann hafi lent í á ferðalögum sínum, en Moore er víðförull ferðalangur.„Við vorum á Íslandi. Lengst út í buska,“ svaraði Moore um hæl. Lýsti hann því hvernig hann og ferðafélagi hans hafi verið upp á fjalli og komið auga á ólýsanlega fallegan dal sem þeir hafi „þurft að skoða“.Þegar þeir voru komnir af fjallinu og niður í dalinn ráku þeir auga á skilti sem gaf til kynna með skýrum stöfum að þarna ættu þeir ekki að vea.Engu að síður héldu þeir félagar af stað inn dalinn á fæti.„Það eru þarna ótrúlegir fossar. Þetta var klikkað,“ sagði Moore en hann og félagi hans voru á ferð um landið í febrúar og mars árið 2017. Þegar þeir héldu til baka og voru um 200 metra frá því þar sem þeir lögðu af stað beið þeirra hópur „landvarða,“ líkt Moore komst að orði. Voru þeir rauðklæddir og því líklegt að um björgunarsveitarmenn hafi verið að ræða.„Þeir standa með krosslagðar hendur og eru að bíða eftir okkur,“ sagði Moore. Óttaðist fangelsi eða háa sekt Fylltust Moore og félagi hans hræðslu vegna þess að þeir höfðu séð skiltið áður en þeir lögðu af stað. „Ég veit ekki hvað beið okkar, hvort við færum að fara í fangelsi eða hversu há sektin var,“ sagði Moore. Ákvaðu þeir því að labba til baka og sjá hvort önnur leið væri úr dalnum sem var umkringdur þverhníptum fjöllum að sögn Moore. Komu þeir þó auga á ein hlíð sem mögulega væri hægt að klífa en bæði Moore og félagar hans eru vanir klifrarar. Þurftu þeir að vaða ánna sem rennur í gegnum dalinn til að komast að hlíðinni og lýsir Moore því hvernig þeir hafi afklæðst og haldið fötunum yfir höfðum sínum á meðan þeir óðu ískalda ánna. Því næst þurftu þeir að klifra upp hlíðina og lýsir Moore því sem mikilli svaðilför sem hafi þó að lokum tekist. Þurftu þeir því ekki að horfast í augu við þá sem biðu eftir þeim í dalnum. Sögustund Moore má horfa á hér í myndbandinu að ofan. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Beyoncé með flestar tilnefningar til Grammy Bandaríska söngkonan Beyoncé fær níu tilnefningar til Grammy-verðlauna ár og fær enginn annar listamaður fleiri. 6. desember 2016 15:00 Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Bandaríska kántrístjarnan Kip Moore segir að ógnvænlegustu aðstæður sem hann hafi komið sér í hafi verið á ferð sinni um Ísland árið 2017. Hann og félagi hans óðu þá ískalda á og klifruðu upp snarbratta hlíð til þess að að verða ekki gómaðir af nokkrum „landvörðum“ sem biðu eftir þeim.Moore var gestur viðtalsþáttarins The Ty Bentli Show þar sem hann var spurður að því hvað væri það hættulegasta sem hann hafi lent í á ferðalögum sínum, en Moore er víðförull ferðalangur.„Við vorum á Íslandi. Lengst út í buska,“ svaraði Moore um hæl. Lýsti hann því hvernig hann og ferðafélagi hans hafi verið upp á fjalli og komið auga á ólýsanlega fallegan dal sem þeir hafi „þurft að skoða“.Þegar þeir voru komnir af fjallinu og niður í dalinn ráku þeir auga á skilti sem gaf til kynna með skýrum stöfum að þarna ættu þeir ekki að vea.Engu að síður héldu þeir félagar af stað inn dalinn á fæti.„Það eru þarna ótrúlegir fossar. Þetta var klikkað,“ sagði Moore en hann og félagi hans voru á ferð um landið í febrúar og mars árið 2017. Þegar þeir héldu til baka og voru um 200 metra frá því þar sem þeir lögðu af stað beið þeirra hópur „landvarða,“ líkt Moore komst að orði. Voru þeir rauðklæddir og því líklegt að um björgunarsveitarmenn hafi verið að ræða.„Þeir standa með krosslagðar hendur og eru að bíða eftir okkur,“ sagði Moore. Óttaðist fangelsi eða háa sekt Fylltust Moore og félagi hans hræðslu vegna þess að þeir höfðu séð skiltið áður en þeir lögðu af stað. „Ég veit ekki hvað beið okkar, hvort við færum að fara í fangelsi eða hversu há sektin var,“ sagði Moore. Ákvaðu þeir því að labba til baka og sjá hvort önnur leið væri úr dalnum sem var umkringdur þverhníptum fjöllum að sögn Moore. Komu þeir þó auga á ein hlíð sem mögulega væri hægt að klífa en bæði Moore og félagar hans eru vanir klifrarar. Þurftu þeir að vaða ánna sem rennur í gegnum dalinn til að komast að hlíðinni og lýsir Moore því hvernig þeir hafi afklæðst og haldið fötunum yfir höfðum sínum á meðan þeir óðu ískalda ánna. Því næst þurftu þeir að klifra upp hlíðina og lýsir Moore því sem mikilli svaðilför sem hafi þó að lokum tekist. Þurftu þeir því ekki að horfast í augu við þá sem biðu eftir þeim í dalnum. Sögustund Moore má horfa á hér í myndbandinu að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Beyoncé með flestar tilnefningar til Grammy Bandaríska söngkonan Beyoncé fær níu tilnefningar til Grammy-verðlauna ár og fær enginn annar listamaður fleiri. 6. desember 2016 15:00 Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Beyoncé með flestar tilnefningar til Grammy Bandaríska söngkonan Beyoncé fær níu tilnefningar til Grammy-verðlauna ár og fær enginn annar listamaður fleiri. 6. desember 2016 15:00
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning