Banaslys á Suðurlandsvegi: Ók yfir hámarkshraða og alltof hratt miðað við aðstæður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2019 09:45 Mynd frá lögreglunni á Suðurlandi sem sýnir för í vegkantinum sem liggja síðan aftur upp að veginum. Ökumaður sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í apríl 2018 ók yfir hámarkshraða og alltof hratt miðað við aðstæður. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt á vefnum í gær. Maðurinn sem lést var 23 ára og frá Singapúr. Slysið varð að kvöldi 4. apríl í fyrra. Toyota Yaris-bifreið var ekið vestur Suðurlandsvega að Höfðabrekku en í bifreiðinni var ökumaður ásamt tveimur farþegum. Allir voru með öryggisbelti spennt. Slysinu er svo lýst með eftirfarandi hætti í skýrslu rannsóknarnefndarinnar: „Þegar bifreiðinni var ekið yfir blindhæð á þjóðveginum skammt austan við Höfðabrekku varð stefnubreyting á bifreiðinni þannig að hún fór út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu. Ökumaður bifreiðarinnar reyndi líklega að beygja bifreiðinni aftur inn á veginn með því að snúa stýrinu til vinstri. Bifreiðin snérist í vegkantinum og valt nokkrum sinnum. Farþegar í bifreiðinni hlutu minniháttar meiðsl í slysinu en ökumaður bifreiðarinnar lést af völdum áverka sem hann hlaut.“ Björgunaraðilar, sem kallaðir voru til vegna slyssins, sögðu að mjög hvasst hefði verið á vettvangi. Leyfður hámarkshraði á vettvangi er 90 kílómetrar á klukkustund við bestu aðstæður. Farþegar í bílnum lýsa því hins vegar að ökumaðurinn hafi ekið á milli 100 og 120 kílómetra hrað þegar slysið varð. Þá lýsti vitni að framúrakstri því að bílnum hefði verið ekið á mjög miklum hraða um fimm til tíu mínútum áður en slysið varð. Orsakir slyssins að mati rannsóknarnefndarinnar eru þær að ökumaður ók yfir hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður. Sterk vindhviða kom á bílinn á sama tíma og honum var ekið upp á blindhæð. Þá var rásfesta hjólbarða mögulega mismikil.Skýrslu rannsóknarnefndarinnar má sjá hér. Lögreglumál Mýrdalshreppur Umferðaröryggi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Ökumaður sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í apríl 2018 ók yfir hámarkshraða og alltof hratt miðað við aðstæður. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt á vefnum í gær. Maðurinn sem lést var 23 ára og frá Singapúr. Slysið varð að kvöldi 4. apríl í fyrra. Toyota Yaris-bifreið var ekið vestur Suðurlandsvega að Höfðabrekku en í bifreiðinni var ökumaður ásamt tveimur farþegum. Allir voru með öryggisbelti spennt. Slysinu er svo lýst með eftirfarandi hætti í skýrslu rannsóknarnefndarinnar: „Þegar bifreiðinni var ekið yfir blindhæð á þjóðveginum skammt austan við Höfðabrekku varð stefnubreyting á bifreiðinni þannig að hún fór út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu. Ökumaður bifreiðarinnar reyndi líklega að beygja bifreiðinni aftur inn á veginn með því að snúa stýrinu til vinstri. Bifreiðin snérist í vegkantinum og valt nokkrum sinnum. Farþegar í bifreiðinni hlutu minniháttar meiðsl í slysinu en ökumaður bifreiðarinnar lést af völdum áverka sem hann hlaut.“ Björgunaraðilar, sem kallaðir voru til vegna slyssins, sögðu að mjög hvasst hefði verið á vettvangi. Leyfður hámarkshraði á vettvangi er 90 kílómetrar á klukkustund við bestu aðstæður. Farþegar í bílnum lýsa því hins vegar að ökumaðurinn hafi ekið á milli 100 og 120 kílómetra hrað þegar slysið varð. Þá lýsti vitni að framúrakstri því að bílnum hefði verið ekið á mjög miklum hraða um fimm til tíu mínútum áður en slysið varð. Orsakir slyssins að mati rannsóknarnefndarinnar eru þær að ökumaður ók yfir hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður. Sterk vindhviða kom á bílinn á sama tíma og honum var ekið upp á blindhæð. Þá var rásfesta hjólbarða mögulega mismikil.Skýrslu rannsóknarnefndarinnar má sjá hér.
Lögreglumál Mýrdalshreppur Umferðaröryggi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira