Á YouTube-rásinni Architectural Digest má reglulega finna myndbönd þar sem þekkt fólk leyfir áhorfendum að kíkja í heimsókn og sjá heimili þeirra.
Grínistinn og leikkonan Chelsea Handler bauð myndatökuliði AD í heimsókn í hús sitt í Los Angeles á dögunum en þar kom meðal annars í ljós að hún er með fullbúinn pítsaofn á verönd sinni fyrir framan húsið.
Virkilega fallegt hús og má sjá yfirferðina um eignina hér að neðan.

