Skipa aðgerðarhóp um Akureyrarflugvöll Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2019 20:19 Fyrsta flugi Transavia og Voigt var tel tekið á Akureyri í vor. Vísir/Tryggvi Páll Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra munu skipa aðgerðahóp sem falið verður að setja fram tillögur um hvernig megi byggja Akureyrarflugvöll upp sem aðra gátt fyrir ferðamenn inn í landið. Sigurður Ingi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar greinir hann frá því að í gær hafi hann fundað með bæjarstjórn Akureyrbæjar og fulltrúum Eyþings, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Efni fundarins var Akureyrarflugvöllur. Heimamenn hafa lengi barist við því að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem millilandaflugvöllur. Þokkalega hefur gengið að markaðssetja flugvöllinn og hafa erlendar ferðaskrifstofur að undanförnu selt ferðir til Akureyrar. Fréttir um að aðstaða á vellinum sé ekki nógu góð eru hins vegar orðnar margar og að undanförnu hafa forsvarsmenn ferðaþjónustunnar krafið stjórnvöld um skýr svör hvort standi til að ráðast í uppbyggingu á flugvellinum eða ekki.Sjá einnig:Beið átekta meðan allt var í gangi og fann aðra leið inn í landið Í Facebook-færslu Sigurðar vísar hann í ríkisstjórnarsáttmálann þar sem meðal annars segir að eitt af verkefnum ríkisstjórnarinnar sé að opna fleiri hlið inn til landsins svo fjölga megi svæðum sem njóti góðs af ferðaþjónustu. „Því höfum við Þórdís Kolbrún lýst yfir vilja okkar til frekari uppbyggingar á Akureyrarflugvelli sem hliði inn til landsins í þágu svæðisins og íslenskrar ferðaþjónustu,“ skrifar Sigurður Ingi. Skipaður verði aðgerðarhópur um Akureyrarflugvöll sem eigi að vinna „hratt og vel“. „Aðgerðahópi skipaður fulltrúum ráðuneytanna tveggja, Akureyrarbæjar, Eyþings, ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og Isavia verður því falið að taka saman gögn og setja fram tillögur til að vinna að þessu markmiði hratt og vel.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi kölluðu í dag eftir skýrum svörum frá yfirvöldum hvort að leggjast eigi í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli eða ekki. 15. október 2019 20:30 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Einn milljarður geti orðið að tíu Það að engu fjármagni sé áætlað til uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem millilandaflugvallar í drögum að samgönguáætlun næstu fimm ára gengur þvert gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda. Þetta er mat framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. 30. október 2019 11:00 Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra munu skipa aðgerðahóp sem falið verður að setja fram tillögur um hvernig megi byggja Akureyrarflugvöll upp sem aðra gátt fyrir ferðamenn inn í landið. Sigurður Ingi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar greinir hann frá því að í gær hafi hann fundað með bæjarstjórn Akureyrbæjar og fulltrúum Eyþings, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Efni fundarins var Akureyrarflugvöllur. Heimamenn hafa lengi barist við því að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem millilandaflugvöllur. Þokkalega hefur gengið að markaðssetja flugvöllinn og hafa erlendar ferðaskrifstofur að undanförnu selt ferðir til Akureyrar. Fréttir um að aðstaða á vellinum sé ekki nógu góð eru hins vegar orðnar margar og að undanförnu hafa forsvarsmenn ferðaþjónustunnar krafið stjórnvöld um skýr svör hvort standi til að ráðast í uppbyggingu á flugvellinum eða ekki.Sjá einnig:Beið átekta meðan allt var í gangi og fann aðra leið inn í landið Í Facebook-færslu Sigurðar vísar hann í ríkisstjórnarsáttmálann þar sem meðal annars segir að eitt af verkefnum ríkisstjórnarinnar sé að opna fleiri hlið inn til landsins svo fjölga megi svæðum sem njóti góðs af ferðaþjónustu. „Því höfum við Þórdís Kolbrún lýst yfir vilja okkar til frekari uppbyggingar á Akureyrarflugvelli sem hliði inn til landsins í þágu svæðisins og íslenskrar ferðaþjónustu,“ skrifar Sigurður Ingi. Skipaður verði aðgerðarhópur um Akureyrarflugvöll sem eigi að vinna „hratt og vel“. „Aðgerðahópi skipaður fulltrúum ráðuneytanna tveggja, Akureyrarbæjar, Eyþings, ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og Isavia verður því falið að taka saman gögn og setja fram tillögur til að vinna að þessu markmiði hratt og vel.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi kölluðu í dag eftir skýrum svörum frá yfirvöldum hvort að leggjast eigi í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli eða ekki. 15. október 2019 20:30 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Einn milljarður geti orðið að tíu Það að engu fjármagni sé áætlað til uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem millilandaflugvallar í drögum að samgönguáætlun næstu fimm ára gengur þvert gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda. Þetta er mat framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. 30. október 2019 11:00 Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Sjá meira
Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14
Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi kölluðu í dag eftir skýrum svörum frá yfirvöldum hvort að leggjast eigi í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli eða ekki. 15. október 2019 20:30
Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30
Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15
Einn milljarður geti orðið að tíu Það að engu fjármagni sé áætlað til uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem millilandaflugvallar í drögum að samgönguáætlun næstu fimm ára gengur þvert gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda. Þetta er mat framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. 30. október 2019 11:00
Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15