Listamaðurinn sagði „að við værum öll apar“ en Sería A hefur nú beðist afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 09:30 Myndirnar umdeildu. Skjámynd/Twitter Gærdagurinn var ekkert sérstaklega góður dagur fyrir forráðamenn ítölsku fótboltadeildarinnar en Sería A hefur nú beðist afsökunar á stórfurðulegum veggspjöldum sínum sem áttu að hjálpa í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Serie A has apologised over the imagery used in an anti-racism campaign https://t.co/ORGCtGGceIpic.twitter.com/3AtD5kPLTs— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Luigi De Siervo, framkvæmdastjóri Seríu A, sendi frá sér yfirlýsingu fyrir hönd deildarinnar. „Ég hef áttað mig núna á því að þetta var ekki við hæfi,“ skrifaði Luigi De Siervo. Veggspjöldin þrjú sem voru hönnuð fyrir Seríu A sýna öll apa málaða í framan og á þeim stendur líka slagorðið „Nei við rasisma“ sem er líklega það eina góða við þessi veggspjöld. Listamaðurinn Simone Fugazzotto gerði öll veggspjöldin og hann var tilbúinn að verja þau með því að segja að „við værum öll apar“ en þau orð hans komu ekki í veg fyrir hneykslun fólks. Það fylgir þó sögunni að Simone Fugazzotto málar apa á nær öllum sínum myndum. Serie A's chief executive has apologised for the monkey artwork used for its anti-racism campaign.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 17, 2019 Baráttusamtök gegn misrétti og kynþáttafordómum kölluðu þetta „sjúkan brandara“ og voru forystumenn þeirra hreinlega orðlausir eftir að hafa séð þessar sorglegu myndir. Það er samt ekki staðfest hvað verður um þessi veggspjöld eða hvort þau fái að hanga uppi í höfuðstöðvum Seríu A í Mílanó eins og áætlað var. „Það sem er ekki hægt að efast um er að Sería A fordæmir allar útgáfur af misrétti og rasisma og við erum staðráðin í að útrýma öllu slíku úr okkar ástkæru deild. Sería A er að vinna að sinni eigin opinberri herferð gegn kynþáttafordómum og hún tengist ekkert verkum Simone Fugazzotto,“ skrifaði De Siervo og tilkynnti jafnframt að von væri á þeirri herferð í febrúar. Það óhætt að segja að pressan á því verkefni hafi aukist mikið eftir atburði síðustu daga. Þetta skrýtna mál bætist ofan á vandræði ítalska fótboltans þegar kemur að kynþáttaformdómum og kynþáttaníði en slíkt hefur ekki aðeins mátt sjá í stúkunni á leikjum heldur einnig á forsíðum blaða. Mario Balotelli og Romelu Lukaku eru tveir af fórnarlömbunum en leikmenn af afrískum uppruna hafa mátt þola kynþáttaníð í langan tíma á Ítalíu. Það er öllum ljóst að Ítalir glíma við stórt og mikið vandamál og því er svona veggjaspjaldagerð ótrúlega klaufalegt og misheppnað innlegg í slíka baráttu. Ítalski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Gærdagurinn var ekkert sérstaklega góður dagur fyrir forráðamenn ítölsku fótboltadeildarinnar en Sería A hefur nú beðist afsökunar á stórfurðulegum veggspjöldum sínum sem áttu að hjálpa í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Serie A has apologised over the imagery used in an anti-racism campaign https://t.co/ORGCtGGceIpic.twitter.com/3AtD5kPLTs— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Luigi De Siervo, framkvæmdastjóri Seríu A, sendi frá sér yfirlýsingu fyrir hönd deildarinnar. „Ég hef áttað mig núna á því að þetta var ekki við hæfi,“ skrifaði Luigi De Siervo. Veggspjöldin þrjú sem voru hönnuð fyrir Seríu A sýna öll apa málaða í framan og á þeim stendur líka slagorðið „Nei við rasisma“ sem er líklega það eina góða við þessi veggspjöld. Listamaðurinn Simone Fugazzotto gerði öll veggspjöldin og hann var tilbúinn að verja þau með því að segja að „við værum öll apar“ en þau orð hans komu ekki í veg fyrir hneykslun fólks. Það fylgir þó sögunni að Simone Fugazzotto málar apa á nær öllum sínum myndum. Serie A's chief executive has apologised for the monkey artwork used for its anti-racism campaign.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 17, 2019 Baráttusamtök gegn misrétti og kynþáttafordómum kölluðu þetta „sjúkan brandara“ og voru forystumenn þeirra hreinlega orðlausir eftir að hafa séð þessar sorglegu myndir. Það er samt ekki staðfest hvað verður um þessi veggspjöld eða hvort þau fái að hanga uppi í höfuðstöðvum Seríu A í Mílanó eins og áætlað var. „Það sem er ekki hægt að efast um er að Sería A fordæmir allar útgáfur af misrétti og rasisma og við erum staðráðin í að útrýma öllu slíku úr okkar ástkæru deild. Sería A er að vinna að sinni eigin opinberri herferð gegn kynþáttafordómum og hún tengist ekkert verkum Simone Fugazzotto,“ skrifaði De Siervo og tilkynnti jafnframt að von væri á þeirri herferð í febrúar. Það óhætt að segja að pressan á því verkefni hafi aukist mikið eftir atburði síðustu daga. Þetta skrýtna mál bætist ofan á vandræði ítalska fótboltans þegar kemur að kynþáttaformdómum og kynþáttaníði en slíkt hefur ekki aðeins mátt sjá í stúkunni á leikjum heldur einnig á forsíðum blaða. Mario Balotelli og Romelu Lukaku eru tveir af fórnarlömbunum en leikmenn af afrískum uppruna hafa mátt þola kynþáttaníð í langan tíma á Ítalíu. Það er öllum ljóst að Ítalir glíma við stórt og mikið vandamál og því er svona veggjaspjaldagerð ótrúlega klaufalegt og misheppnað innlegg í slíka baráttu.
Ítalski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira