PSG sagt vera á eftir Pep Guardiola og Xavi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 10:30 Pep Guardiola og Xavi gætu sameinast á ný hjá Paris Saint-Germain. Getty/Pressefoto Ulmer Pep Guardiola gæti verið á leiðinni í frönsku deildina ef marka má fréttir frá Frakklandi. Ónægja stjörnuleikmanna PSG með núverandi stjóra hefur aukið líkurnar á því að þjálfarastarf félagsins losni í sumar. Le 10 Sport slær því upp að Paris Saint-Germain ætli að reyna að fá Pep Guardiola til að taka við liðinu. Pep Guardiola myndi þá taka við starfi Thomas Tuchel sem hefur verið með Parísarliðið frá 2018. Tvennt er talið ýta undir þetta. Stjörnuleikmenn PSG, Neymar og Kylian Mbappe, eru ekki ánægðir með Thomas Tuchel og þá hefur Pep Guardiola þann möguleika á að losna undan samningi sínum við Mancheser City í sumar. PSG will reportedly line up a move to bring Pep Guardiola to the club to replace Thomas Tuchel. That's the gossip.https://t.co/RvNsSJt5eX#bbcfootballpic.twitter.com/GbX1AnVSj1— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2019 Hinn 48 ára gamli Guardiola hefur sagt að hann væri opinn fyrir nýjum samningi við Manchester City en þessar fréttir frá París gætu breytt því. Manchester City mætir Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það er eini titilinn sem Guardiola hefur ekki unnið með City. City vann fjóra bikara heima á Englandi fyrr á þessu ári. Það fylgir fréttinni hjá Le 10 Sport að Pep Guardiola gæti mögulega fengið Xavi Hernandez sem aðstoðarmann sinn taki hann við Parísarliðinu. EXCLU - Mercato - PSG : Un duo Guardiola/Xavi à Paris ? https://t.co/MtNTL6f0pRpic.twitter.com/O5RCkhjxTl— le10sport (@le10sport) December 17, 2019 Xavi Hernandez hefur verið að þjálfa í Katar eftir að hann hætti sem leikmaður en Xavi átti mörg af sínum bestu árum undir stjórn Guardiola hjá Barcelona. Manchester City hefur unnið ensku deildina undanfarin tvö tímabil en liðið er nú fjórtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Forráðamenn Manchester City trúa því að Pep Guardiola muni klára sinn samning sem er til ársins 2021. Guardiola tók við Manchester City sumarið 2016 og er því á sínu fjórða tímabili með liðið. Hann hætti óvænt hjá Barcelona eftir fjögur ár, 2008-12, og hætti síðan eftir þrjú ár hjá Bayern München, 2013-16. Það þykir auka líkurnar á brottför Guardiola að hann hafi aldrei verið lengur en fjögur tímabil með sama lið. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Pep Guardiola gæti verið á leiðinni í frönsku deildina ef marka má fréttir frá Frakklandi. Ónægja stjörnuleikmanna PSG með núverandi stjóra hefur aukið líkurnar á því að þjálfarastarf félagsins losni í sumar. Le 10 Sport slær því upp að Paris Saint-Germain ætli að reyna að fá Pep Guardiola til að taka við liðinu. Pep Guardiola myndi þá taka við starfi Thomas Tuchel sem hefur verið með Parísarliðið frá 2018. Tvennt er talið ýta undir þetta. Stjörnuleikmenn PSG, Neymar og Kylian Mbappe, eru ekki ánægðir með Thomas Tuchel og þá hefur Pep Guardiola þann möguleika á að losna undan samningi sínum við Mancheser City í sumar. PSG will reportedly line up a move to bring Pep Guardiola to the club to replace Thomas Tuchel. That's the gossip.https://t.co/RvNsSJt5eX#bbcfootballpic.twitter.com/GbX1AnVSj1— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2019 Hinn 48 ára gamli Guardiola hefur sagt að hann væri opinn fyrir nýjum samningi við Manchester City en þessar fréttir frá París gætu breytt því. Manchester City mætir Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það er eini titilinn sem Guardiola hefur ekki unnið með City. City vann fjóra bikara heima á Englandi fyrr á þessu ári. Það fylgir fréttinni hjá Le 10 Sport að Pep Guardiola gæti mögulega fengið Xavi Hernandez sem aðstoðarmann sinn taki hann við Parísarliðinu. EXCLU - Mercato - PSG : Un duo Guardiola/Xavi à Paris ? https://t.co/MtNTL6f0pRpic.twitter.com/O5RCkhjxTl— le10sport (@le10sport) December 17, 2019 Xavi Hernandez hefur verið að þjálfa í Katar eftir að hann hætti sem leikmaður en Xavi átti mörg af sínum bestu árum undir stjórn Guardiola hjá Barcelona. Manchester City hefur unnið ensku deildina undanfarin tvö tímabil en liðið er nú fjórtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Forráðamenn Manchester City trúa því að Pep Guardiola muni klára sinn samning sem er til ársins 2021. Guardiola tók við Manchester City sumarið 2016 og er því á sínu fjórða tímabili með liðið. Hann hætti óvænt hjá Barcelona eftir fjögur ár, 2008-12, og hætti síðan eftir þrjú ár hjá Bayern München, 2013-16. Það þykir auka líkurnar á brottför Guardiola að hann hafi aldrei verið lengur en fjögur tímabil með sama lið.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira