Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2019 11:24 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar bætur þegar dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Foreldrarnir fengu dæmdar tvær milljónir króna í bætur hvort um sig. Börnin þeirra tvö fengu sömuleiðis tvær milljónir í bætur hvort um sig. Er þetta niðurstaða fjölskipaðs héraðsdóms. Foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Umturnaði lífi fjölskyldunnar Höfðaði fjögurra manna fjölskyldan mál á hendur Reykjavíkurborg. Lögmenn fjölskyldunnar sögðu málið hafa haft mikil áhrif á alla fjölskyldumeðlimi sem þeir glíma enn við. Andlegir kvillar fylgja þeim enn í dag og lífið tók allt aðra stefnu en þau höfðu séð fram á. Foreldrarnir skildu, móðirin flosnaði upp úr námi og vinnu, faðirinn sagði málið hafa haft þau áhrif að hann hefði ekki getað sinnt þeirra vinnu sem hann var í og þá hafði málið veruleg áhrif á mótunarár barnanna. Foreldrarnir báðir lýstu því við aðalmeðferð málsins hvernig þeir horfðu á níu mánaða barnið skella með hnakkann í gólfið eftir að hafa æft sig að standa við lítið borð á heimili þeirra. Þegar barnið var komið á sjúkrahús sáu læknar og sérfræðingar mikla blæðingu í heila og augnbotninum, sem geta verið einkenni eftir að barn hefur verið hrist. Lágu foreldrarnir undir grun sem þeir neituðu staðfastlega en svo fór að rannsókn málsins var hætt ári síðar. Var níu mánaða drengurinn tekinn af heimili þeirra. Foreldrarnir fengu hann ekki aftur í sína umsjá fyrr en fjórum mánuðum síðar.Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að bæturnar hefðu verið upp á tvær milljónir króna. Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar bætur þegar dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Foreldrarnir fengu dæmdar tvær milljónir króna í bætur hvort um sig. Börnin þeirra tvö fengu sömuleiðis tvær milljónir í bætur hvort um sig. Er þetta niðurstaða fjölskipaðs héraðsdóms. Foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Umturnaði lífi fjölskyldunnar Höfðaði fjögurra manna fjölskyldan mál á hendur Reykjavíkurborg. Lögmenn fjölskyldunnar sögðu málið hafa haft mikil áhrif á alla fjölskyldumeðlimi sem þeir glíma enn við. Andlegir kvillar fylgja þeim enn í dag og lífið tók allt aðra stefnu en þau höfðu séð fram á. Foreldrarnir skildu, móðirin flosnaði upp úr námi og vinnu, faðirinn sagði málið hafa haft þau áhrif að hann hefði ekki getað sinnt þeirra vinnu sem hann var í og þá hafði málið veruleg áhrif á mótunarár barnanna. Foreldrarnir báðir lýstu því við aðalmeðferð málsins hvernig þeir horfðu á níu mánaða barnið skella með hnakkann í gólfið eftir að hafa æft sig að standa við lítið borð á heimili þeirra. Þegar barnið var komið á sjúkrahús sáu læknar og sérfræðingar mikla blæðingu í heila og augnbotninum, sem geta verið einkenni eftir að barn hefur verið hrist. Lágu foreldrarnir undir grun sem þeir neituðu staðfastlega en svo fór að rannsókn málsins var hætt ári síðar. Var níu mánaða drengurinn tekinn af heimili þeirra. Foreldrarnir fengu hann ekki aftur í sína umsjá fyrr en fjórum mánuðum síðar.Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að bæturnar hefðu verið upp á tvær milljónir króna.
Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00