Lagið Á túr yfir jólin vekur athygli Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2019 15:30 Katla Vigdís fer á kostum í myndbandinu bæði með leik og söng. Unga tónlistarkonan Katla Vigdís Vernharðsdóttir, sem þekktust er fyrir hljómsveitina Between Mountains, endurgerði texta við hið þekkta jólalag Svona eru jólin í byrjun desember. Í meðförum Kötlu Vigdísar heitir það Á túr yfir jólin og hefur það vakið mikla athygli á YouTube. Vídjóráð Menntaskólans á Ísafirði framleiddi lagið og myndbandið og með Kötlu Vigdís syngja þær Karólína Sif og Ástrós Helga. Viðfangsefnið vakti athygli Rauða krossins, en vandamálin sem sungið er um eru enn stærri í Malaví. Víða í Malaví, einu fátækasta landi Afríku, hafa sárafátækar stúlkur lítið sem ekkert aðgengi að dömubindum og verður það oft til þess að þær treysta sér ekki til að fara í skólann þá daga sem blæðingarnar eru hvað mestar. Þær missa því allt að viku úr skóla í hverjum mánuði. Blæðingar eru afskaplega skammarlegt umræðuefni í Malaví og því eiga stúlkur oft mjög erfitt með að tjá sig um þessa hluti. Rauði krossinn vinnur ötullega að túrheilbrigði í Malaví og vinnur með skólabörnum í, bæði stúlkum og drengjum, að því að draga úr skömminni og auka fræðslu. „Við gefum skólastúlkum pakka með þremur fjölnota dömubindum og kennum þeim einnig að sauma sér margnota dömubindi, sem þær geta svo gefið systrum sínum, mæðrum, vinkonum, já eða selt til að þéna pening,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. Hægt er að kaupa fjölnota dömubindi til styrktar stúlkum í Malaví í vefverslun Rauða krossins. Hér er hægt að sjá myndbandið við lagið sjálft. Hér að neðan má sjá myndbandið frá Rauða krossinum Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Unga tónlistarkonan Katla Vigdís Vernharðsdóttir, sem þekktust er fyrir hljómsveitina Between Mountains, endurgerði texta við hið þekkta jólalag Svona eru jólin í byrjun desember. Í meðförum Kötlu Vigdísar heitir það Á túr yfir jólin og hefur það vakið mikla athygli á YouTube. Vídjóráð Menntaskólans á Ísafirði framleiddi lagið og myndbandið og með Kötlu Vigdís syngja þær Karólína Sif og Ástrós Helga. Viðfangsefnið vakti athygli Rauða krossins, en vandamálin sem sungið er um eru enn stærri í Malaví. Víða í Malaví, einu fátækasta landi Afríku, hafa sárafátækar stúlkur lítið sem ekkert aðgengi að dömubindum og verður það oft til þess að þær treysta sér ekki til að fara í skólann þá daga sem blæðingarnar eru hvað mestar. Þær missa því allt að viku úr skóla í hverjum mánuði. Blæðingar eru afskaplega skammarlegt umræðuefni í Malaví og því eiga stúlkur oft mjög erfitt með að tjá sig um þessa hluti. Rauði krossinn vinnur ötullega að túrheilbrigði í Malaví og vinnur með skólabörnum í, bæði stúlkum og drengjum, að því að draga úr skömminni og auka fræðslu. „Við gefum skólastúlkum pakka með þremur fjölnota dömubindum og kennum þeim einnig að sauma sér margnota dömubindi, sem þær geta svo gefið systrum sínum, mæðrum, vinkonum, já eða selt til að þéna pening,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. Hægt er að kaupa fjölnota dömubindi til styrktar stúlkum í Malaví í vefverslun Rauða krossins. Hér er hægt að sjá myndbandið við lagið sjálft. Hér að neðan má sjá myndbandið frá Rauða krossinum
Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira