Ætla að koma greiðsluþátttöku sjúklinga niður fyrir sársaukaviðmið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2019 19:23 Í dag kynnti heilbrigðisráðherra 3,5 milljarða króna áætlun um að lækka greiðsluþátttöku Íslendinga niður fyrir fimmtán prósent. „Í fyrsta lagi af því að Norðurlöndin eru þar og við viljum miða okkar kerfi við Norðurlöndin en líka af því að Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur bent á að þetta er sársaukaviðmið - þegar fólk er farið að greiða meira en 15% þá er það farið að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna efnahags,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Íslendingar greiða 16,5% úr eigin vasa.vísir/hafsteinn Hærra hlutfall Íslendinga hefur þurft að neita sér um læknisþjónustu en á hinum Norðurlöndunum. Sérstaklega þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Árið 2016 sögðust 8% Íslendinga ekki geta leyft sér að fara til tannlæknis en næstum 15% þeirra tekjulægstu segjast búa við slíkan skort. Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið fimm til tíu prósent. Sjúklingar sem hafa ekki efni á komugjöldum Heilbrigðisráðherra ætlar að auka niðurgreiðslur vegna tannlækninga til lífeyrisþega úr 50% upp í 75%. Niðurgreiðslur vegna lyfja og tiltekinna hjálpartækja verða auknar og reglur um ferðakostnað rýmkaðar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, fagnar áformum ráðherra.vísir/egill Þá verða komugjöld í heilsugæsluna lækkuð nú um áramót úr 1200 krónum í 700 og eftir ár verða gjöldin alfarið felld niður. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir nú tryggt að allir fái fyrstu þjónustu óháð efnahag. „Við sem vinnum með sjúklingum verðum vör við það að þeir komast ekki alltaf í sínar rannsóknir eða á heilsugæslustöðina út af fjárhagsástæðum og með því að fella niður komugjöldin þá verður þetta úr sögunni,“ segir Óskar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga: Komugjöld sjúklinga lækka úr 1200 í 700 krónur um áramótin Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. 19. desember 2019 14:13 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Í dag kynnti heilbrigðisráðherra 3,5 milljarða króna áætlun um að lækka greiðsluþátttöku Íslendinga niður fyrir fimmtán prósent. „Í fyrsta lagi af því að Norðurlöndin eru þar og við viljum miða okkar kerfi við Norðurlöndin en líka af því að Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur bent á að þetta er sársaukaviðmið - þegar fólk er farið að greiða meira en 15% þá er það farið að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna efnahags,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Íslendingar greiða 16,5% úr eigin vasa.vísir/hafsteinn Hærra hlutfall Íslendinga hefur þurft að neita sér um læknisþjónustu en á hinum Norðurlöndunum. Sérstaklega þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Árið 2016 sögðust 8% Íslendinga ekki geta leyft sér að fara til tannlæknis en næstum 15% þeirra tekjulægstu segjast búa við slíkan skort. Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið fimm til tíu prósent. Sjúklingar sem hafa ekki efni á komugjöldum Heilbrigðisráðherra ætlar að auka niðurgreiðslur vegna tannlækninga til lífeyrisþega úr 50% upp í 75%. Niðurgreiðslur vegna lyfja og tiltekinna hjálpartækja verða auknar og reglur um ferðakostnað rýmkaðar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, fagnar áformum ráðherra.vísir/egill Þá verða komugjöld í heilsugæsluna lækkuð nú um áramót úr 1200 krónum í 700 og eftir ár verða gjöldin alfarið felld niður. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir nú tryggt að allir fái fyrstu þjónustu óháð efnahag. „Við sem vinnum með sjúklingum verðum vör við það að þeir komast ekki alltaf í sínar rannsóknir eða á heilsugæslustöðina út af fjárhagsástæðum og með því að fella niður komugjöldin þá verður þetta úr sögunni,“ segir Óskar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga: Komugjöld sjúklinga lækka úr 1200 í 700 krónur um áramótin Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. 19. desember 2019 14:13 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga: Komugjöld sjúklinga lækka úr 1200 í 700 krónur um áramótin Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. 19. desember 2019 14:13