NFL: Lamar og félagar halda áfram að vinna bestu lið deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 14:00 Leikstjórnandinn Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens er á einu augabragði orðin ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar. Getty/y Rob Carr Baltimore Ravens liðið hefur sett stefnuna á Super Bowl í ár og liðið er líklegur kandídat eftir að hafa unnið hvert frábæra liðið á fætur öðru á undanförnum vikum. Baltimore Ravens vann annað spútniklið í gær eða lið San Francisco 49ers. Bæði liðin því með tíu sigra í tólf leikjum. Það mátti þó ekki miklu muna því Hrafnarnir unnu á vallarmarki í blálokin. Baltimore Ravens fór á toppinn í Ameríkudeildinni eftir að Houston Texans vann meistara New England Patriots í kvöldleiknum. Bæði Ravens og Patriots hafa unnið tíu leiki en Baltimore vann innbyrðis leik liðanna og er því ofar.Game ball goes to OB.#WeAreTexanspic.twitter.com/fTnS13wzhb — Houston Texans (@HoustonTexans) December 2, 2019 Houston Texans er í efsta sæti í sínum riðli í Ameríkudeildinni en Tennessee Titans vann sinn þriðja leik í röð og er aðeins einum leik á eftir. Það er því mikil spenna í Suður-riðlinum. Leikstjórnandinn Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens er á sínu fyrsta heila tímabili í byrjunarliðshlutverki og hefur spilað nær óaðfinnanlega. Það stefnir allt í það að þessi óvenjulegi og nær óstöðvandi leikmaður verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár.Lamar Jackson and the Ravens have beaten ... Seahawks Patriots Texans 49ers Those teams have a combined 36-9 record on the season ?? pic.twitter.com/E8iVCeNHZQ — ESPN (@espn) December 1, 2019Baltimore liðið hefur unnið bestu lið deildarinnar að undanförnu. Liðið hefur unnið átta síðustu leiki sína eða alla leiki frá og með 1. október. Meðal liðanna sem hafa legið í valnum eru sterk lið eins og Seattle Seahawks, New England Patriots, Houston Texans, Los Angeles Rams og nú síðast San Francisco 49ers.FINAL: Eight in a row. The @Ravens win! #SFvsBALpic.twitter.com/B2HTCWJKXU — NFL (@NFL) December 1, 2019 Green Bay Packers og Kansas City Chiefs styrktu bæði stöðu sína í sínum riðlum með sigrum í gær. Packers vann New York Giants í snjókomu og Chiefs vann sannfærandi sigur á Oakland Raiders. Tveir af óvæntustu sigrum dagsins voru sigrar Miami Dolphins og Washington Redskins sem bæði voru aðeins að vinna þriðja leikinn sinn í sumar. Cincinnati Bengals vann líka sinn fyrsta leik á tímabilinu og endaði þar með ellefu leikja taphrinu. Dallas Cowboys er líka áfram á toppnum í sínum riðli þrátt fyrir tvö vandræðaleg töp í röð. Ástæðan er að Philadelphia Eagles tapaði sínum þriðja leik í röð í gær og nú fyrir Miami Dolphins.Úrsltin í NFL-deildinni í gær: Houston Texans- New England Patriots 28-22 Denver Broncos - Los Angeles Chargers 23-20 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 40-9 Arizona Cardinals - Los Angeles Rams 7-34 Baltimore Ravens - San Francisco 49ers 20-17 Carolina Panthers - Washington Redskins 21-29 Cincinnati Bengals - New York Jets 22-6 Indianapolis Colts - Tennessee Titans 17-31 Jacksonville Jaguars - Tampa Bay Buccaneers 11-28 Miami Dolphins - Philadelphia Eagles 37-31 New York Giants - Green Bay Packers 13-31 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 20-13 NFL Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Sjá meira
Baltimore Ravens liðið hefur sett stefnuna á Super Bowl í ár og liðið er líklegur kandídat eftir að hafa unnið hvert frábæra liðið á fætur öðru á undanförnum vikum. Baltimore Ravens vann annað spútniklið í gær eða lið San Francisco 49ers. Bæði liðin því með tíu sigra í tólf leikjum. Það mátti þó ekki miklu muna því Hrafnarnir unnu á vallarmarki í blálokin. Baltimore Ravens fór á toppinn í Ameríkudeildinni eftir að Houston Texans vann meistara New England Patriots í kvöldleiknum. Bæði Ravens og Patriots hafa unnið tíu leiki en Baltimore vann innbyrðis leik liðanna og er því ofar.Game ball goes to OB.#WeAreTexanspic.twitter.com/fTnS13wzhb — Houston Texans (@HoustonTexans) December 2, 2019 Houston Texans er í efsta sæti í sínum riðli í Ameríkudeildinni en Tennessee Titans vann sinn þriðja leik í röð og er aðeins einum leik á eftir. Það er því mikil spenna í Suður-riðlinum. Leikstjórnandinn Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens er á sínu fyrsta heila tímabili í byrjunarliðshlutverki og hefur spilað nær óaðfinnanlega. Það stefnir allt í það að þessi óvenjulegi og nær óstöðvandi leikmaður verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár.Lamar Jackson and the Ravens have beaten ... Seahawks Patriots Texans 49ers Those teams have a combined 36-9 record on the season ?? pic.twitter.com/E8iVCeNHZQ — ESPN (@espn) December 1, 2019Baltimore liðið hefur unnið bestu lið deildarinnar að undanförnu. Liðið hefur unnið átta síðustu leiki sína eða alla leiki frá og með 1. október. Meðal liðanna sem hafa legið í valnum eru sterk lið eins og Seattle Seahawks, New England Patriots, Houston Texans, Los Angeles Rams og nú síðast San Francisco 49ers.FINAL: Eight in a row. The @Ravens win! #SFvsBALpic.twitter.com/B2HTCWJKXU — NFL (@NFL) December 1, 2019 Green Bay Packers og Kansas City Chiefs styrktu bæði stöðu sína í sínum riðlum með sigrum í gær. Packers vann New York Giants í snjókomu og Chiefs vann sannfærandi sigur á Oakland Raiders. Tveir af óvæntustu sigrum dagsins voru sigrar Miami Dolphins og Washington Redskins sem bæði voru aðeins að vinna þriðja leikinn sinn í sumar. Cincinnati Bengals vann líka sinn fyrsta leik á tímabilinu og endaði þar með ellefu leikja taphrinu. Dallas Cowboys er líka áfram á toppnum í sínum riðli þrátt fyrir tvö vandræðaleg töp í röð. Ástæðan er að Philadelphia Eagles tapaði sínum þriðja leik í röð í gær og nú fyrir Miami Dolphins.Úrsltin í NFL-deildinni í gær: Houston Texans- New England Patriots 28-22 Denver Broncos - Los Angeles Chargers 23-20 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 40-9 Arizona Cardinals - Los Angeles Rams 7-34 Baltimore Ravens - San Francisco 49ers 20-17 Carolina Panthers - Washington Redskins 21-29 Cincinnati Bengals - New York Jets 22-6 Indianapolis Colts - Tennessee Titans 17-31 Jacksonville Jaguars - Tampa Bay Buccaneers 11-28 Miami Dolphins - Philadelphia Eagles 37-31 New York Giants - Green Bay Packers 13-31 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 20-13
NFL Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Sjá meira