Lífið

Myndaveisla: Stjörnurnar skinu skært í Allir geta dansað

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað.
Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað. Myndir/Marínó Flóvent
Eins og hefur varla farið framhjá neinum var fyrsti þátturinn í annarri þáttaröð Allir geta dansað á Stöð 2 á föstudagskvöld. Ekkert par var sent heim í fyrsta þættinum en þrjú pör voru efst eftir stigagjöf kvöldsins, Sophie og Haffi Haff, Manuela Ósk og Jón Eyþór og svo Vala Eiríks og Sigurður Már.

Sjá einnig: Allir geta dansað fór vel af stað

Dómnefndina skipa Selma Björns, Karen Reeve og Jóhann Gunnar Arnarson en kynnar eru þau Auðunn Blöndal og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. Næsti þáttur af Allir geta dansað verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 næstkomandi föstudagskvöld. Þemað í næsta þætti verður ABBA. Sóley Guðmundsdóttir var með beina textalýsingu á meðan þátturinn var sýndur á föstudaginn og má nálgast hana í heild sinni HÉR á Vísi.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Marínó Flóvent tók af dansatriðunum. 

Pörin sem taka þátt eru þau Regína Ósk og Max Petrov, Veigar Páll Gunnarsson og Ástrós Traustadóttir, Jón Viðar Arnþórsson og Malin Agla Kristjánsdóttir, Manúela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson, Eyjólfur Kristjánsson og Telma Rut Sigurðardóttir, Vala Eiríksdóttir og Sigurður Már Atlason, Sólveig Eiríksdóttir og Daði Freyr Guðjónsson, Hafsteinn Þór Guðjónsson og Sophia Louise Webb, Ólafur Örn Ólafsson og Marta Carrasco og Vilborg Arna Gissurardóttir og Javi Fernández Valiño.

Vísir/M. Flóvent

Tengdar fréttir

Allir geta dansað fór vel af stað

Önnur þáttaröð af Allir geta dansað hófst í Gufunesi í kvöld. Tíu pör stigu á svið og voru þau hvert öðru glæsilegra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×