Unai Emery var rekinn á föstudaginn og Svíinn tók þar af leiðandi tímabundið við liðinu en í byrjunarliðinu í 2-2 jafnteflinu gegn Norwich mátti sjá leikmenn eins og Shkodran Mustafi og Granit Xhaka.
Þeir hafa fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína á tímabilinu og myllumerkið #FreddieOut var komið á flug í miðju jafnteflinu gegn Norwich.
'He's put players in the team that the fans can't stand'
Freddie Ljungberg's first starting line-up as Arsenal boss is 'surprising', claims Jamie Carragherhttps://t.co/QT1oHzG6Clpic.twitter.com/A7MDoEtExK
— MailOnline Sport (@MailSport) December 2, 2019
„Þetta kom á óvart. Hann setti leikmenn í liðið sem stuðningsmennirnir skilja ekki. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann sér í Mustafi og ég skil það einfaldlega ekki,“ sagði Carragher er hann hitaði upp fyrir leikinn á Sky Sports.
„Sokratis hefur verið mjög slakur. Þetta er ekki auðvelt því ég veit ekki hvað á að gera við öftustu fjóra. Xhaka er svo mættur aftur. Þetta er mjög áhugavert,“ bætti Carragher við.
Arsenal er í 8. sæti ensku úrvalsdeildairnnar, með nítján stig, en liðið er sjö stigum á eftir Meistaradeildarsæti.