Einnig fjöllum við um stöðuna á Seltjarnarnesi en börn í efstu bekkjum grunnskólans fóru ekki í skólann í dag vegna gagnrýni bæjarstjórnar á námsmat skólans. Rætt verður við framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins sem vill að komið verði á fót sérstakri neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis og fjallað verður um sprotafyrritæki sem vill koma upp óháðri bálstofu og minningargarði.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.