Enskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun en United mætir bæði Tottenham og Manchester City í vikunni. Þeir fá Jose Mourinho og Tottenham í heimsókn á morgun en ferðast svo á Etihad á sunnudaginn.
„Ole var tilfinningaríkur og sagði við leikmennina að ef þeir næðu ekki í góð úrslit í vikunni þá væri hann farinn,“ sagði heimildarmaður innan herbúða Manchester United.
„Þetta er versti tíminn til þess að mæta Spurs þegar þeir eru komnir með Jose aftur í boltann.“
Ole Gunnar Solskjaer 'warns his players he will be axed if they lose to both Tottenham and Man City' as pressure rises https://t.co/0g05bSgKVQ
— MailOnline Sport (@MailSport) December 3, 2019
Solskjær er einna líklegastur til að vera rekinn í enska boltanum og ekki minnkaði pressan er United gerði 2-2 jafntefli við Aston Villa um helgina.
Liðið hefur einungis náð í átján stig úr fjórtán leikjum og er þetta versta byrjun í deildinni síðan tímabilið 1988/1989.
Mauricio Pochettino hefur verið orðaður við starfið en hann var rekinn frá Tottenham í þar síðustu viku.
Ole Gunnar Solskjaer has reportedly told his players that he could be sacked depending on the results against Tottenham and Man City.
That's the gossip.
https://t.co/CQNor7hfvp#bbcfootballpic.twitter.com/gy1uyNcUqy
— BBC Sport (@BBCSport) December 3, 2019