Fullnægingarleikþáttur Trumps var kornið sem fyllti mælinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 08:12 Lisa Page mætir hér á fund þingnefndar vegna skilaboðanna í júlí árið 2018. Vísir/getty Fyrrverandi starfsmaður Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega á sunnudag um ófrægingarherferð Bandaríkjaforseta gegn henni, sem náði hápunkti með „fullnægingarleikþætti“ í október síðastliðnum. Forsetinn sakar hana jafnframt um að hafa reynt, ásamt fyrrverandi yfirmanni hjá alríkislögreglunni, að grafa undan setu hans í embætti. Umræddur starfsmaður heitir Lisa Page og starfaði sem lögfræðingur hjá FBI. Hún vann að rannsókn alríkslögreglunnar á tölvupóstum Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda, sem og Rússarannsókn Roberts Muellers.Sjá einnig: Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Page átti í ástarsambandi við Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmann gagnnjósna hjá FBI, en þeim var báðum gert að hætta störfum við rannsókn Muellers þegar upp komst um einkaskilaboð sem fóru þeirra á milli á rannsóknartímanum. Í skilaboðunum lýstu þau bæði yfir andúð sinni á Donald Trump, sem þá var forsetaframbjóðandi. Þannig kallaði Page hann „fyrirlitlega manneskju“ og Strzok sagði hann „fávita“. Þá kvaðst Page vona að Clinton yrði forseti og Strzok svaraði um hæl að Trump yrði aldrei kjörinn. „Við munum stöðva hann“. Trump hefur síðan ítrekað reynt að koma höggi á „FBI-elskendurna“ og notað skilaboð þeirra til að sýna fram á fjandsamlegt viðhorf alríkislögreglunnar, sem skipuð var í tíð Baracks Obama, í sinn garð. Trump gerði sér síðast mat úr málinu á kosningafundi í Minnesota í október. Þar brá hann sér í hlutverk Page og Strzok, ýjaði að því að þau væru í miðjum ástaratlotum, og hóf hálfgerðan leiklestur á hluta skilaboðanna sem þeim fór á milli. Þá virðist sem Trump hafi leikið eftir „fullnægingu“ með því að endurtaka ítrekað nafn Lisu.Myndband af ræðunni má sjá hér að neðan.Sú síðastnefnda túlkar leikþátt forsetans í það minnsta á þann veg. Hún segir í viðtali við Daily Beast sem birtist á sunnudag að henni hafi „orðið óglatt“ við ummæli forsetans. Það hafi einmitt verið umræddur fullnægingarleikþáttur sem knúði hana til að stíga loks fram og segja frá sinni hlið á málinu, sem hún hefur ekki gert opinberlega áður. „Þessi niðurlægjandi gervifullnæging var dropinn sem fyllti mælinn, hreinskilnislega. […] Ég hafði ekki sagt neitt árum saman í von um að þetta fjaraði út en þetta versnaði bara,“ segir Page í viðtalinu. „Þetta er eins og að vera kýld í magann. Ég er alltaf með hjartað í buxunum þegar ég verð þess vör að hann hefur tíst um mig.“ Þá þvertekur Page fyrir það að hafa gerst brotleg við reglur með því að skiptast á umræddum skilaboðum við Strzok. Viðtalið við Page í Daily Beast má lesa í heild hér. Skýrsla Roberts Muellers um ásakanir Donalds Trumps þess efnis að FBI hafi njósnað um kosningabaráttu hans í aðdraganda kosninganna árið 2016 er væntanleg innan tíðar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 13. ágúst 2018 15:48 FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega á sunnudag um ófrægingarherferð Bandaríkjaforseta gegn henni, sem náði hápunkti með „fullnægingarleikþætti“ í október síðastliðnum. Forsetinn sakar hana jafnframt um að hafa reynt, ásamt fyrrverandi yfirmanni hjá alríkislögreglunni, að grafa undan setu hans í embætti. Umræddur starfsmaður heitir Lisa Page og starfaði sem lögfræðingur hjá FBI. Hún vann að rannsókn alríkslögreglunnar á tölvupóstum Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda, sem og Rússarannsókn Roberts Muellers.Sjá einnig: Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Page átti í ástarsambandi við Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmann gagnnjósna hjá FBI, en þeim var báðum gert að hætta störfum við rannsókn Muellers þegar upp komst um einkaskilaboð sem fóru þeirra á milli á rannsóknartímanum. Í skilaboðunum lýstu þau bæði yfir andúð sinni á Donald Trump, sem þá var forsetaframbjóðandi. Þannig kallaði Page hann „fyrirlitlega manneskju“ og Strzok sagði hann „fávita“. Þá kvaðst Page vona að Clinton yrði forseti og Strzok svaraði um hæl að Trump yrði aldrei kjörinn. „Við munum stöðva hann“. Trump hefur síðan ítrekað reynt að koma höggi á „FBI-elskendurna“ og notað skilaboð þeirra til að sýna fram á fjandsamlegt viðhorf alríkislögreglunnar, sem skipuð var í tíð Baracks Obama, í sinn garð. Trump gerði sér síðast mat úr málinu á kosningafundi í Minnesota í október. Þar brá hann sér í hlutverk Page og Strzok, ýjaði að því að þau væru í miðjum ástaratlotum, og hóf hálfgerðan leiklestur á hluta skilaboðanna sem þeim fór á milli. Þá virðist sem Trump hafi leikið eftir „fullnægingu“ með því að endurtaka ítrekað nafn Lisu.Myndband af ræðunni má sjá hér að neðan.Sú síðastnefnda túlkar leikþátt forsetans í það minnsta á þann veg. Hún segir í viðtali við Daily Beast sem birtist á sunnudag að henni hafi „orðið óglatt“ við ummæli forsetans. Það hafi einmitt verið umræddur fullnægingarleikþáttur sem knúði hana til að stíga loks fram og segja frá sinni hlið á málinu, sem hún hefur ekki gert opinberlega áður. „Þessi niðurlægjandi gervifullnæging var dropinn sem fyllti mælinn, hreinskilnislega. […] Ég hafði ekki sagt neitt árum saman í von um að þetta fjaraði út en þetta versnaði bara,“ segir Page í viðtalinu. „Þetta er eins og að vera kýld í magann. Ég er alltaf með hjartað í buxunum þegar ég verð þess vör að hann hefur tíst um mig.“ Þá þvertekur Page fyrir það að hafa gerst brotleg við reglur með því að skiptast á umræddum skilaboðum við Strzok. Viðtalið við Page í Daily Beast má lesa í heild hér. Skýrsla Roberts Muellers um ásakanir Donalds Trumps þess efnis að FBI hafi njósnað um kosningabaráttu hans í aðdraganda kosninganna árið 2016 er væntanleg innan tíðar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 13. ágúst 2018 15:48 FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
„Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49
Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 13. ágúst 2018 15:48
FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22