Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 10:48 Borgarfulltrúi Flokks fólksins: Ég borða sennilega aldrei eins lítið og á þessum fundum sem eru stundum 10 tímar visir/vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, á ekki orð yfir þeim kostnaði við borgarstjórnarfundina sem frá hefur verið greint. Meðalkostnaður fyrir hvern fund á kjörtímabilinu er um 850.000. krónur vegna veitinga fyrir borgarstjórn, vegna útsendinga á vef Reykjavíkurborgar og í útvarpi og vegna yfirvinnu húsvarða í Ráðhúsi frá kl. 18.00. „Allur þessi dýrindis matur og drykkir,“ sem lýst hefur verið fjálglega í fjölmiðlum að sögn Kolbrúnar, „hefur farið fram hjá mér. Ég borða sennilega aldrei eins lítið og á þessum fundum sem eru stundum 10 tímar.“ Þannig að einhverjir aðrir borgarfulltrúar og starfsmenn Ráðhússins eru í því að raða í sig. Kolbrún segir að frammi bjóðist kaffi, kex og stundum eitthvað grænmeti. „Og í kvöldmat förum við niður í mötuneyti þar sem borðað er ágætur matur sem klárlega er oft samsettur úr afgöngum sem ég hef verið afar ánægð með. Einstaka máltíð hefur verið frá Múlakaffi. En þetta er vissulega stór hópur sem borðar.“ Kolbrún lét bóka um kostnaðinn að hún hafi rætt tæknimálin sérstaklega við tæknimenn og þeim ber saman um að kostnaðurinn sé óeðlilegur. „Tæknihlutinn er að taka stærstan hluta af þessari upphæð. Gæði útsendinga eru auk þess léleg, hljóð og mynd fer ekki saman. Ef borið er saman við útsendingar Alþingis má sjá gríðarlegan mun. Hér þarf að skoða málin ofan í kjölinn og auðvitað finna aðra leið. Þessa upphæð mætti lækka um helming í það minnsta hvað varðar tæknilegu málin. Borgarfulltrúi gerir þá kröfu að þeir sem annast þessi mál taki þetta til gaumgæfilegrar athugunar, geri verðkönnun og samanburð sem þarf til að finna ódýrari leiðir. Útboð þarf að vera á öllum kostnaðarþáttum að sjálfsögðu jafnvel þótt áætlun um kostnað nái ekki viðmiði innkaupareglna.“Fundur í borgarstjórn stendur yfir og geta því lesendur séð gæðin í útsendingunni. Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, á ekki orð yfir þeim kostnaði við borgarstjórnarfundina sem frá hefur verið greint. Meðalkostnaður fyrir hvern fund á kjörtímabilinu er um 850.000. krónur vegna veitinga fyrir borgarstjórn, vegna útsendinga á vef Reykjavíkurborgar og í útvarpi og vegna yfirvinnu húsvarða í Ráðhúsi frá kl. 18.00. „Allur þessi dýrindis matur og drykkir,“ sem lýst hefur verið fjálglega í fjölmiðlum að sögn Kolbrúnar, „hefur farið fram hjá mér. Ég borða sennilega aldrei eins lítið og á þessum fundum sem eru stundum 10 tímar.“ Þannig að einhverjir aðrir borgarfulltrúar og starfsmenn Ráðhússins eru í því að raða í sig. Kolbrún segir að frammi bjóðist kaffi, kex og stundum eitthvað grænmeti. „Og í kvöldmat förum við niður í mötuneyti þar sem borðað er ágætur matur sem klárlega er oft samsettur úr afgöngum sem ég hef verið afar ánægð með. Einstaka máltíð hefur verið frá Múlakaffi. En þetta er vissulega stór hópur sem borðar.“ Kolbrún lét bóka um kostnaðinn að hún hafi rætt tæknimálin sérstaklega við tæknimenn og þeim ber saman um að kostnaðurinn sé óeðlilegur. „Tæknihlutinn er að taka stærstan hluta af þessari upphæð. Gæði útsendinga eru auk þess léleg, hljóð og mynd fer ekki saman. Ef borið er saman við útsendingar Alþingis má sjá gríðarlegan mun. Hér þarf að skoða málin ofan í kjölinn og auðvitað finna aðra leið. Þessa upphæð mætti lækka um helming í það minnsta hvað varðar tæknilegu málin. Borgarfulltrúi gerir þá kröfu að þeir sem annast þessi mál taki þetta til gaumgæfilegrar athugunar, geri verðkönnun og samanburð sem þarf til að finna ódýrari leiðir. Útboð þarf að vera á öllum kostnaðarþáttum að sjálfsögðu jafnvel þótt áætlun um kostnað nái ekki viðmiði innkaupareglna.“Fundur í borgarstjórn stendur yfir og geta því lesendur séð gæðin í útsendingunni.
Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30