Treystir sér til að fóðra ráðhúsfólkið fyrir miklu minni pening Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 11:43 Ráðhúsfólkið er vel haldið en Kristján treystir sér til að fóðra það fyrir umtalsvert minni pening en nú fer í kostinn. Margir furða sig á því hversu vel borgarfulltrúar gera við sig í mat og drykk en eins og fram hefur komið borða þeir og drekka fyrir 360 þúsund krónur á fundi hverjum. Einn þeirra er veitingamaðurinn Kristján Þorsteinsson, annar eiganda veitingastaðarins Osushi á Facebook:Illa farið með fé útsvarsgreiðenda „Þetta er með hreinum ólíkindum. Ég er tilbúinn að bjóða borginni veitingar á þessa fundi á 70 prósentum lægra verði - og jafnvel bjóða einn kaldan með. Hér er einfaldlega farið illa með fé útsvarsgreiðenda.“ Kristján segir í samtali við Vísi að ekki myndi standa á sér með slíkt. Hann hafi kynnt sér málið á sínum tíma, starfsfólk ráðhússins sé með mötuneyti auk þess sem það geti keypt sér eitthvað aukreitis svo sem salat eða samloku lítist þeim ekki á það sem er í matinn í það og það skiptið. Kristján vildi bjóða uppá aukamöguleika í þeim efnum og hafði samband við þá sem hafa með veitingar í ráðhúsinu að gera en var þá sagt að hann yrði að tala við Múlakaffi um það. „Engar veitingar færu þarna inn nema í gegnum þá.“ Múlakaffi með hreðjatak á ráðhúsfólki Þannig virðist sem Múlakaffi hefi eitthvert hreðjatak á ráðhúsinu með það, einhvern samning sem útilokar aðra. „Þeir eru sennilega með einhvern samning við Múlakaffi og sá samningur er ekki góður. Eins og ég segi fullum fetum: Ég myndi treysta mér til að bjóða uppá veitingar á 70 prósent lægra verði en Múlakaffi er að taka fyrir þetta. Og ég held að flestir veitingamenn væru tilbúnir að bjóða það sama. Þetta er absúrd verð,“ segir Kristján og bendir á að ekkert jólahlaðborð á almennum markaði sé svo dýrt sem þetta. „Væri gaman að fá að vita hvað þau eru að fá að borða, það hlýtur að vera eitthvað stórglæsilegt. Fyrir þessa upphæð,“ segir Kristján. Hann teldi reyndar ekki úr vegi að borgarfulltrúarnir færu úr húsi á þá fjölmörgu veitingastaði sem eru í grenndinni hvar rekstur er í járnum. Framundan séu erfiðir mánuðir; janúar, febrúar og mars eru þungir fyrir veitingafólk. Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17 Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Margir furða sig á því hversu vel borgarfulltrúar gera við sig í mat og drykk en eins og fram hefur komið borða þeir og drekka fyrir 360 þúsund krónur á fundi hverjum. Einn þeirra er veitingamaðurinn Kristján Þorsteinsson, annar eiganda veitingastaðarins Osushi á Facebook:Illa farið með fé útsvarsgreiðenda „Þetta er með hreinum ólíkindum. Ég er tilbúinn að bjóða borginni veitingar á þessa fundi á 70 prósentum lægra verði - og jafnvel bjóða einn kaldan með. Hér er einfaldlega farið illa með fé útsvarsgreiðenda.“ Kristján segir í samtali við Vísi að ekki myndi standa á sér með slíkt. Hann hafi kynnt sér málið á sínum tíma, starfsfólk ráðhússins sé með mötuneyti auk þess sem það geti keypt sér eitthvað aukreitis svo sem salat eða samloku lítist þeim ekki á það sem er í matinn í það og það skiptið. Kristján vildi bjóða uppá aukamöguleika í þeim efnum og hafði samband við þá sem hafa með veitingar í ráðhúsinu að gera en var þá sagt að hann yrði að tala við Múlakaffi um það. „Engar veitingar færu þarna inn nema í gegnum þá.“ Múlakaffi með hreðjatak á ráðhúsfólki Þannig virðist sem Múlakaffi hefi eitthvert hreðjatak á ráðhúsinu með það, einhvern samning sem útilokar aðra. „Þeir eru sennilega með einhvern samning við Múlakaffi og sá samningur er ekki góður. Eins og ég segi fullum fetum: Ég myndi treysta mér til að bjóða uppá veitingar á 70 prósent lægra verði en Múlakaffi er að taka fyrir þetta. Og ég held að flestir veitingamenn væru tilbúnir að bjóða það sama. Þetta er absúrd verð,“ segir Kristján og bendir á að ekkert jólahlaðborð á almennum markaði sé svo dýrt sem þetta. „Væri gaman að fá að vita hvað þau eru að fá að borða, það hlýtur að vera eitthvað stórglæsilegt. Fyrir þessa upphæð,“ segir Kristján. Hann teldi reyndar ekki úr vegi að borgarfulltrúarnir færu úr húsi á þá fjölmörgu veitingastaði sem eru í grenndinni hvar rekstur er í járnum. Framundan séu erfiðir mánuðir; janúar, febrúar og mars eru þungir fyrir veitingafólk.
Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17 Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17
Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30