Bein útsending: Áslaug Arna bregst við starfslokum Haraldar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 12:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun fjalla um málefni lögreglu á blaðamannafundi klukkan 13 í dag í Ráðherrabústaðnum. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í morgun kom ekkert nánar fram um efni fundarins. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sendi hins vegar í framhaldi af fundarborði Áslaugar Örnu tölvupóst á samstarfsfólk sitt hjá embætti ríkislögreglustjóra. Tilkynnti hann um starfslok um áramótin en hann hefur gegnt starfinu í 22 ár. Hann hefur lýst yfir áhuga á að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála og segist boðinn og búinn til að aðstoða ráðherra í þeim efnum. Reikna má með því að Áslaug ræði þessi mál en sömuleiðis skipulagsbreytingar á löggæslu í landinu sem unnið hefur verið að í ráðuneytinu undanfarnar vikur. Stendur meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir verður í beinni útsendingu frá blaðamannafundinum og sömuleiðis verður fylgst með gangi mála jafnóðum í vaktinni fyrir neðan spilarann, fyrir þá lesendur sem ekki eiga þess kost að horfa og hlusta á fundinn.Uppfært klukkan 13:37Beinni útsendingu er lokið en upptöku má sjá hér að neðan ásamt vaktinni.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun fjalla um málefni lögreglu á blaðamannafundi klukkan 13 í dag í Ráðherrabústaðnum. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í morgun kom ekkert nánar fram um efni fundarins. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sendi hins vegar í framhaldi af fundarborði Áslaugar Örnu tölvupóst á samstarfsfólk sitt hjá embætti ríkislögreglustjóra. Tilkynnti hann um starfslok um áramótin en hann hefur gegnt starfinu í 22 ár. Hann hefur lýst yfir áhuga á að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála og segist boðinn og búinn til að aðstoða ráðherra í þeim efnum. Reikna má með því að Áslaug ræði þessi mál en sömuleiðis skipulagsbreytingar á löggæslu í landinu sem unnið hefur verið að í ráðuneytinu undanfarnar vikur. Stendur meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir verður í beinni útsendingu frá blaðamannafundinum og sömuleiðis verður fylgst með gangi mála jafnóðum í vaktinni fyrir neðan spilarann, fyrir þá lesendur sem ekki eiga þess kost að horfa og hlusta á fundinn.Uppfært klukkan 13:37Beinni útsendingu er lokið en upptöku má sjá hér að neðan ásamt vaktinni.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin þau munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira