Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2019 12:48 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að miðað við þær tillögur sem nú er unnið útfrá gæti miðhálendisþjóðgarður orðið sá stærsti eða næststærsti í Evrópu. Vísir/vilhelm Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fékk í gær í hendur skýrslu nefndar sem vann tillögur að því hvernig mætti standa að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Nefndin var skipuð fulltrúum allra flokka á þingi og fulltrúum sveitarfélaga og ráðuneyta. „Þetta eru þá þeirra tillögur um hvernig megi standa að því, yfir hve stórt svæði hann eigi að ná, hvers konar stjórnfyrirkomulag eigi að vera og svo framvegis,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég tel þetta vera þjóðgarð á miðhálendinu, geta orðið okkar stærsta framlag til náttúruverndar fyrr og síðar á Íslandi.“ Hann muni byggja lagafrumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á tillögum nefndarinnar. Tillögurnar nýtist svo áfram í framhaldinu. Í gær var framlengdur umsagnarfrestur í samráðsgátt stjórnvalda um áform um frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð framlengdur til 9. desember. Þegar hafa borist bæði jákvæðar og neikvæðar umsagnir um áformin. Meðal þeirra sem lýsa efasemdum er sveitarfélagið Skagafjörður sem segir í umsögn sinni að með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu sé verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Því kveðst ráðherra ósammála. „Ég tel svo ekki vera. Því að stjórnfyrirkomulagið sem við erum að koma upp er með þeim hætti að þar er í rauninni bæði ríki og sveitarfélög sem koma að allri stefnumótun og að auki við það líka félagasamtök, aðilar í ferðaþjónustu og frá bændum eins og þetta er lagt fram í gegnum sérstök svæðisráð sem eiga að móta stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann líti svo á að stofnun þjóðgarðs sé gott stjórntæki og slíkt skref væri ekki aðeins jákvætt í þágu náttúruverndar heldur einnig efnahagslega. „Rannsóknir hérna heima á Íslandi hafa sýnt að fyrir hverja krónu sem hið opinbera er að setja inn í þjóðgarða og friðlýst svæði séu 23 að skila sér til þjóðarbúsins til baka,“ segir Guðmundur Ingi. Miðað við fyrirliggjandi tillögur er um nokkuð stórt svæði að ræða. „Svæðið er sem að þarna er lagt til um 33% af landinu og nú þegar er reyndar helmingurinn af því innan Vatnajökulsþjóðgarðs og annarra friðlýstra svæða á hálendinu og mér skilst að þetta yrði sá stærsti í Evrópu, og ef ekki þá sá næst stærsti. Við skulum hafa þann varann á,“ segir Guðmundur Ingi. Alþingi Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fékk í gær í hendur skýrslu nefndar sem vann tillögur að því hvernig mætti standa að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Nefndin var skipuð fulltrúum allra flokka á þingi og fulltrúum sveitarfélaga og ráðuneyta. „Þetta eru þá þeirra tillögur um hvernig megi standa að því, yfir hve stórt svæði hann eigi að ná, hvers konar stjórnfyrirkomulag eigi að vera og svo framvegis,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég tel þetta vera þjóðgarð á miðhálendinu, geta orðið okkar stærsta framlag til náttúruverndar fyrr og síðar á Íslandi.“ Hann muni byggja lagafrumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á tillögum nefndarinnar. Tillögurnar nýtist svo áfram í framhaldinu. Í gær var framlengdur umsagnarfrestur í samráðsgátt stjórnvalda um áform um frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð framlengdur til 9. desember. Þegar hafa borist bæði jákvæðar og neikvæðar umsagnir um áformin. Meðal þeirra sem lýsa efasemdum er sveitarfélagið Skagafjörður sem segir í umsögn sinni að með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu sé verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Því kveðst ráðherra ósammála. „Ég tel svo ekki vera. Því að stjórnfyrirkomulagið sem við erum að koma upp er með þeim hætti að þar er í rauninni bæði ríki og sveitarfélög sem koma að allri stefnumótun og að auki við það líka félagasamtök, aðilar í ferðaþjónustu og frá bændum eins og þetta er lagt fram í gegnum sérstök svæðisráð sem eiga að móta stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann líti svo á að stofnun þjóðgarðs sé gott stjórntæki og slíkt skref væri ekki aðeins jákvætt í þágu náttúruverndar heldur einnig efnahagslega. „Rannsóknir hérna heima á Íslandi hafa sýnt að fyrir hverja krónu sem hið opinbera er að setja inn í þjóðgarða og friðlýst svæði séu 23 að skila sér til þjóðarbúsins til baka,“ segir Guðmundur Ingi. Miðað við fyrirliggjandi tillögur er um nokkuð stórt svæði að ræða. „Svæðið er sem að þarna er lagt til um 33% af landinu og nú þegar er reyndar helmingurinn af því innan Vatnajökulsþjóðgarðs og annarra friðlýstra svæða á hálendinu og mér skilst að þetta yrði sá stærsti í Evrópu, og ef ekki þá sá næst stærsti. Við skulum hafa þann varann á,“ segir Guðmundur Ingi.
Alþingi Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira