Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu fá ekki greidd nein laun í Pepsi Max deildinni næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 16:45 Leikmenn Gróttu fagna sigri í Inkasso deildinni síðasta haust. Mynd/S2 Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Gróttu, ætlar ekki að breyta þeim gildum sem skiluðu Gróttu óvænt sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Ágúst tók við liði Gróttu í haust af Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem hafði á tveimur farið með liðið upp úr C-deild og upp í Pepsi Max deild karla. Grótta vann Inkasso deildina síðasta sumar en enginn leikmaður liðsins fékk þá greidd laun. Það mun ekki breytast í deild þeirra bestu. Guðjón Guðmundsson, heimsótti Ágúst Gylfason út á Seltjarnarnes og ræddi við hann um nýja starfið og næsta sumar.Mikil jákvæðni og stemmning „Þetta er bara skemmtilegt verkefni. Allt Seltjarnarnesið þarf að taka sig saman og sýna styrk félagsins. Þannig förum við inn í mótið. Það er mikil jákvæðni og stemmning hérna á nesinu sem við þurfum að nýta okkur,“ sagði Ágúst Gylfason. „Ég er búinn að vera með liðið í um það bil mánuð og maður sér hvað leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig á æfingum og annað. Við ætlum að halda okkar gildum sem hafa verið hérna hjá Gróttu síðustu tvö ár sem er að spila á heimamönnum og á ungum leikmönnum sem eru í liðunum hérna í kring,“ sagði Ágúst. „Það hefur virkað það vel að liðið hefur komist upp um tvær deildir síðustu tvö ár. Við ætlum að halda þeim gildum áfram í úrvalsdeild. Það verður engin breyting þar á og við erum hvergi bangnir,“ sagði Ágúst.Sækja í unga leikmenn í nágrenninu „Þetta verður ævintýri og það er bara um að gera fyrir ykkur fjölmiðlamenn að fylgjast vel með okkur og því sem við ætlum að gera. Ég er ennþá að læra á leikmannahópinn og allt Seltjarnarnesið. Leikmennirnir og aðrir eru að læra á mig. Það tekur smá tíma að aðlagast,“ sagði Ágúst. Ágúst segir samt að það sé alveg klárt að hann muni fá nýja leikmenn inn í leikmannahópinn fyrir næsta sumar. „Við þurfum alveg fjóra til fimm leikmenn en það verður á okkar forsendum. Við sækjumst eftir ungum leikmönnum í liðunum hér í kring og við vonumst til að þeir séu tilbúnir að vera með okkur í verkefni,“ sagði Ágúst. „Ég er búinn að þjálfa bæði Fjölni og Breiðablik en þetta er svolítið öðruvísi verkefni. Ég er mjög spenntur að takast á við þetta,“ sagði Ágúst. Það má sjá allt innslagið og viðtal Gaupa við Ágúst hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu verða ekki á launum í Pepsi Max deildinni næsta sumar Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Gróttu, ætlar ekki að breyta þeim gildum sem skiluðu Gróttu óvænt sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Ágúst tók við liði Gróttu í haust af Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem hafði á tveimur farið með liðið upp úr C-deild og upp í Pepsi Max deild karla. Grótta vann Inkasso deildina síðasta sumar en enginn leikmaður liðsins fékk þá greidd laun. Það mun ekki breytast í deild þeirra bestu. Guðjón Guðmundsson, heimsótti Ágúst Gylfason út á Seltjarnarnes og ræddi við hann um nýja starfið og næsta sumar.Mikil jákvæðni og stemmning „Þetta er bara skemmtilegt verkefni. Allt Seltjarnarnesið þarf að taka sig saman og sýna styrk félagsins. Þannig förum við inn í mótið. Það er mikil jákvæðni og stemmning hérna á nesinu sem við þurfum að nýta okkur,“ sagði Ágúst Gylfason. „Ég er búinn að vera með liðið í um það bil mánuð og maður sér hvað leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig á æfingum og annað. Við ætlum að halda okkar gildum sem hafa verið hérna hjá Gróttu síðustu tvö ár sem er að spila á heimamönnum og á ungum leikmönnum sem eru í liðunum hérna í kring,“ sagði Ágúst. „Það hefur virkað það vel að liðið hefur komist upp um tvær deildir síðustu tvö ár. Við ætlum að halda þeim gildum áfram í úrvalsdeild. Það verður engin breyting þar á og við erum hvergi bangnir,“ sagði Ágúst.Sækja í unga leikmenn í nágrenninu „Þetta verður ævintýri og það er bara um að gera fyrir ykkur fjölmiðlamenn að fylgjast vel með okkur og því sem við ætlum að gera. Ég er ennþá að læra á leikmannahópinn og allt Seltjarnarnesið. Leikmennirnir og aðrir eru að læra á mig. Það tekur smá tíma að aðlagast,“ sagði Ágúst. Ágúst segir samt að það sé alveg klárt að hann muni fá nýja leikmenn inn í leikmannahópinn fyrir næsta sumar. „Við þurfum alveg fjóra til fimm leikmenn en það verður á okkar forsendum. Við sækjumst eftir ungum leikmönnum í liðunum hér í kring og við vonumst til að þeir séu tilbúnir að vera með okkur í verkefni,“ sagði Ágúst. „Ég er búinn að þjálfa bæði Fjölni og Breiðablik en þetta er svolítið öðruvísi verkefni. Ég er mjög spenntur að takast á við þetta,“ sagði Ágúst. Það má sjá allt innslagið og viðtal Gaupa við Ágúst hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu verða ekki á launum í Pepsi Max deildinni næsta sumar
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira