Fær ekki að grafa upp lík Dillinger fyrir sjónvarpsþætti History Channel Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2019 22:55 FBI segir öruggt að Dillinger sjálfur hafi verið skotinn og grafinn. Það hafi meðal annars verið staðfest með fingraförum. Vísir/AP Frænda hins fræga bandaríska glæpamanns John Dillinger hefur verið meinað að grafa upp lík hans vegna gerðar sjónvarpsþátta fyrir History Channel. Dillinger var skotinn til bana af útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fyrir utan kvikmyndahús í Chicago árið 1934 og grafinn í Crown Hill kirkjugarðinum í Indiana þar sem fjölskyldumeðlimir hans voru einnig jarðaðir. Michael Thompson, ættingi Dillinger, segist sitja á sönnunargögnum um að lögregluþjónarnir hafi í raun ekki skotið Dillinger, heldur einhvern annan og grafið hann.Johnny Depp lék Dillinger í nýjustu kvikmyndinni um glæpamanninn, Public Enemies, sem frumsýnd var árið 2009.Thompson ætlaði sér að grafa upp Dillinger í sumar en var meinað að gera það af forsvarsmönnum kirkjugarðsins. Hann höfðaði mál í ágúst og fékkst niðurstaða í það í dag. History Channel sleit sig þó frá verkefninu í september. Lögmenn kirkjugarðsins segja kröfu Thompson byggja á áratuga gamalli samsæriskenningu. Krufning á líki Dillinger hafi farið fram á sínum tíma og ættingjar hans hafi borið kennsl á hann áður en hann var grafinn. Þá hafi þing Indiana hafa veitt forsvarsmönnum kirkjugarða rétt til að neita uppgreftri til að vernda grafir gegn óþarfa röskunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.FBI segir öruggt að Dillinger sjálfur hafi verið skotinn og grafinn. Það hafi meðal annars verið staðfest með fingraförum. Lögmaður Thompson segir skjólstæðing sinn þó hafa fengið skjöl frá FBI sem bendi til þess að svo sé ekki. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað. Nokkrum dögum eftir að Dillinger var grafinn lét faðir hans hylja kistuna með járnstyrktri steypu svo skemmdarvargar reyndu ekki að grafa hana upp. Aðrir ættingjar glæpamannsins fræga hafa lýst sig andsnúna uppgreftri líks hans og ætla leita til dómstóla til að koma í veg fyrir að Thompson nái sínu framgengt með áfrýjun.Hér má sjá frétt CBS um málið frá því í sumar. Bandaríkin Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Frænda hins fræga bandaríska glæpamanns John Dillinger hefur verið meinað að grafa upp lík hans vegna gerðar sjónvarpsþátta fyrir History Channel. Dillinger var skotinn til bana af útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fyrir utan kvikmyndahús í Chicago árið 1934 og grafinn í Crown Hill kirkjugarðinum í Indiana þar sem fjölskyldumeðlimir hans voru einnig jarðaðir. Michael Thompson, ættingi Dillinger, segist sitja á sönnunargögnum um að lögregluþjónarnir hafi í raun ekki skotið Dillinger, heldur einhvern annan og grafið hann.Johnny Depp lék Dillinger í nýjustu kvikmyndinni um glæpamanninn, Public Enemies, sem frumsýnd var árið 2009.Thompson ætlaði sér að grafa upp Dillinger í sumar en var meinað að gera það af forsvarsmönnum kirkjugarðsins. Hann höfðaði mál í ágúst og fékkst niðurstaða í það í dag. History Channel sleit sig þó frá verkefninu í september. Lögmenn kirkjugarðsins segja kröfu Thompson byggja á áratuga gamalli samsæriskenningu. Krufning á líki Dillinger hafi farið fram á sínum tíma og ættingjar hans hafi borið kennsl á hann áður en hann var grafinn. Þá hafi þing Indiana hafa veitt forsvarsmönnum kirkjugarða rétt til að neita uppgreftri til að vernda grafir gegn óþarfa röskunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.FBI segir öruggt að Dillinger sjálfur hafi verið skotinn og grafinn. Það hafi meðal annars verið staðfest með fingraförum. Lögmaður Thompson segir skjólstæðing sinn þó hafa fengið skjöl frá FBI sem bendi til þess að svo sé ekki. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað. Nokkrum dögum eftir að Dillinger var grafinn lét faðir hans hylja kistuna með járnstyrktri steypu svo skemmdarvargar reyndu ekki að grafa hana upp. Aðrir ættingjar glæpamannsins fræga hafa lýst sig andsnúna uppgreftri líks hans og ætla leita til dómstóla til að koma í veg fyrir að Thompson nái sínu framgengt með áfrýjun.Hér má sjá frétt CBS um málið frá því í sumar.
Bandaríkin Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira