Loftmengun í borginni enn og aftur yfir heilsuverndarmörkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2019 14:54 Það sem af er ári hefur styrkur köfnunarefnisdíoxíðs farið átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk og fimm sinnum yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Vísir/vilhelm Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í borginni í dag, 5. desember, skamkvæmt mælingum í mælistöð við Grensásveg. Líkur eru á að ástandið verði viðvarandi, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í tilkynningu segir að leyfilegt klukkustundargildi sé 200 míkrógröm NO2 á rúmmetra. Styrkur efnisins hefur þegar farið þrisvar sinnum yfir leyfilegt klukkustundargildi. Á hádegi í dag var gildið við Grensásveg 207,9 míkrógrömm á rúmmetra.Borgarbúar hvattir til að leggja bílnum Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er þung. Almenningur er því hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum ættu jafnframt að forðast útivist. Þá er gert ráð fyrir áframhaldandi hægviðri og frosti í dag og því talsverðar líkur á því að styrkur köfnunarefnisdíoxíðs fari yfir sólarhringsheilsuverndarmörk við Grensásveg. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri á morgun og því líkur á að þetta ástand verði viðvarandi, að því er segir í tilkynningu borgarinnar. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra, sem ekki má fara yfir oftar en sjö sinnum á almanaksári. Klukkustundarheilsuverndarmörkin eru 200 míkrógrömm á rúmmetra, eins og áður sagði. Þau má ekki fara yfir oftar en átján sinnum á almanaksári. Það sem af er ári hefur styrkur köfnunarefnisdíoxíðs farið átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk og fimm sinnum yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk köfnunarefnisdíoxíðs og annarra mengandi efna á www.loftgaedi.is. Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs gæti farið yfir heilsuverndarmörk fjórða daginn í röð Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. 27. nóvember 2019 17:18 Mega búast við „gráum dögum“ í vikunni Auknar líkur eru á svokölluðum "gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. 31. október 2019 14:41 Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24 Hækkun á styrk köfnunarefnisdíoxíðs í Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum í borginni. 28. október 2019 17:18 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í borginni í dag, 5. desember, skamkvæmt mælingum í mælistöð við Grensásveg. Líkur eru á að ástandið verði viðvarandi, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í tilkynningu segir að leyfilegt klukkustundargildi sé 200 míkrógröm NO2 á rúmmetra. Styrkur efnisins hefur þegar farið þrisvar sinnum yfir leyfilegt klukkustundargildi. Á hádegi í dag var gildið við Grensásveg 207,9 míkrógrömm á rúmmetra.Borgarbúar hvattir til að leggja bílnum Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er þung. Almenningur er því hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum ættu jafnframt að forðast útivist. Þá er gert ráð fyrir áframhaldandi hægviðri og frosti í dag og því talsverðar líkur á því að styrkur köfnunarefnisdíoxíðs fari yfir sólarhringsheilsuverndarmörk við Grensásveg. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri á morgun og því líkur á að þetta ástand verði viðvarandi, að því er segir í tilkynningu borgarinnar. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra, sem ekki má fara yfir oftar en sjö sinnum á almanaksári. Klukkustundarheilsuverndarmörkin eru 200 míkrógrömm á rúmmetra, eins og áður sagði. Þau má ekki fara yfir oftar en átján sinnum á almanaksári. Það sem af er ári hefur styrkur köfnunarefnisdíoxíðs farið átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk og fimm sinnum yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk köfnunarefnisdíoxíðs og annarra mengandi efna á www.loftgaedi.is.
Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs gæti farið yfir heilsuverndarmörk fjórða daginn í röð Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. 27. nóvember 2019 17:18 Mega búast við „gráum dögum“ í vikunni Auknar líkur eru á svokölluðum "gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. 31. október 2019 14:41 Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24 Hækkun á styrk köfnunarefnisdíoxíðs í Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum í borginni. 28. október 2019 17:18 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs gæti farið yfir heilsuverndarmörk fjórða daginn í röð Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. 27. nóvember 2019 17:18
Mega búast við „gráum dögum“ í vikunni Auknar líkur eru á svokölluðum "gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. 31. október 2019 14:41
Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24
Hækkun á styrk köfnunarefnisdíoxíðs í Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum í borginni. 28. október 2019 17:18