Starfslokasamningur Haraldar upp á 57 milljónir Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2019 15:47 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Dómsmálaráðuneytið áætlar að kostnaðarmat starfslokasamnings Haraldar Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóra, hljóði upp á rúmar 47 milljónir króna án launatengdra gjalda. Með launatengdum gjöldum er kostnaðurinn hinsvegar 56,7 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fjárlaganefndar, sem greint var frá í morgun. Í svarinu er jafnframt tíundað til samanburðar að laun Haraldar út skipunartímann, þ.e. til 1. mars 2023, væru um 105 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Haraldur lætur af störfum um næstu áramót. Dómsmálaráðuneytið segir að ekki sé gert ráð fyrir neinni sérstakri fjármögnun til að standa straum af starfslokasamningi Haraldar, hann rúmist innan fjárveitinga málaflokksins. Eins og fram kom í fréttum í gær mun Haraldur halda óskertum launum ríkislögreglustjóra í 24 mánuði; af því tímabili eru þrír mánuðir með vinnuskyldu, 15 mánuðir með „mögulegri vinnuskyldu“ og 6 mánuðir án nokkurrar vinnuskyldu sem biðlaun. Í svari ráðuneytisins er tiltekið að starfslok Haraldar verði að skoða „í ljósi allra aðstæðna,“ eins og það er orðað. Upp hafi verið komið erfið staða innan lögreglunnar og er þar vísað til vantraustsyfirlýsingarinnar sem undirrituð var af átta af níu lögreglustjórum landsins. Haraldur hafi þá „ákveðið að stíga fram og það frumkvæði er lykill að lausn þess vanda,“ segir í svarinu. Enginn annar grundvöllur hafi verið að starfslokum enda er embættismanni ekki vikið úr starfi „nema lögmætar og mjög ríkar ástæður séu fyrir hendi.“ Haraldur hafi ekki „brotið af sér með neinum þeim hætti að heimilt væri að víkja honum úr starfi,“ eins og í svarinu segir.Það má nálgast hér. Alþingi Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57 Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið áætlar að kostnaðarmat starfslokasamnings Haraldar Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóra, hljóði upp á rúmar 47 milljónir króna án launatengdra gjalda. Með launatengdum gjöldum er kostnaðurinn hinsvegar 56,7 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fjárlaganefndar, sem greint var frá í morgun. Í svarinu er jafnframt tíundað til samanburðar að laun Haraldar út skipunartímann, þ.e. til 1. mars 2023, væru um 105 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Haraldur lætur af störfum um næstu áramót. Dómsmálaráðuneytið segir að ekki sé gert ráð fyrir neinni sérstakri fjármögnun til að standa straum af starfslokasamningi Haraldar, hann rúmist innan fjárveitinga málaflokksins. Eins og fram kom í fréttum í gær mun Haraldur halda óskertum launum ríkislögreglustjóra í 24 mánuði; af því tímabili eru þrír mánuðir með vinnuskyldu, 15 mánuðir með „mögulegri vinnuskyldu“ og 6 mánuðir án nokkurrar vinnuskyldu sem biðlaun. Í svari ráðuneytisins er tiltekið að starfslok Haraldar verði að skoða „í ljósi allra aðstæðna,“ eins og það er orðað. Upp hafi verið komið erfið staða innan lögreglunnar og er þar vísað til vantraustsyfirlýsingarinnar sem undirrituð var af átta af níu lögreglustjórum landsins. Haraldur hafi þá „ákveðið að stíga fram og það frumkvæði er lykill að lausn þess vanda,“ segir í svarinu. Enginn annar grundvöllur hafi verið að starfslokum enda er embættismanni ekki vikið úr starfi „nema lögmætar og mjög ríkar ástæður séu fyrir hendi.“ Haraldur hafi ekki „brotið af sér með neinum þeim hætti að heimilt væri að víkja honum úr starfi,“ eins og í svarinu segir.Það má nálgast hér.
Alþingi Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57 Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43
Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57
Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35