Eftir árásina er árásarmaðurinn sagður hafa flúið inn á Burger King veitingastað þar sem hann var síðar handtekinn af lögreglu. DV.is greindi fyrst frá íslenskra miðla.
Sjónarvottur lýsti árásarmanninum sem „stórvöxnum húðflúruðum Íslendingi“ í samtali við danska miðilinn Ekstra Bladet. Greindi vitnið frá því að hinn meinti Íslendingur hafi átt í slagsmálum við fórnarlambið áður en hann stakk manninn í hálsinn með hníf meðan hann lá á jörðu niðri.
Lögreglumaðurinn Leif Hansen sagði í samtali við Extra Bladet að sjónarvottar hafi haft samband við lögreglu og vísað henni á manninn. Sást hann henda árásarvopninu í ruslið á Burger King staðnum þegar lögreglumenn nálguðust hann.
Minnst tuttugu lögreglumenn eru sagðir hafa verið sendir á vettvang til að reyna tryggja öryggi almennings við handtökuna.
Extra Bladet hefur eftir lögreglunni í Kaupmannahöfn á laugardag að fórnarlambið væri komið úr lífshættu og hlyti aðhlynningu á Rigshospitalet. Var það þá mat lögreglu að um væri að ræða einangrað atvik milli tengdra manna.
Vísir hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá lögreglunni í Kaupmannahöfn.
Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Politiet er tilstede på Strøget efter et knivstikkeri på Vimmelskaftet ved nr. 22. Den udpegede gerningsmand ER blevet anholdt på Rådhuspladsen, hvortil vidner havde fulgt ham. Offeret er ikke i livsfare. Vi har ikke yderligere for nærværende#politidk
— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) November 30, 2019